Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Meintur árásarmaður var í felum í fjóra daga

Þriðji karl­mað­ur­inn hef­ur ver­ið færð­ur í gæslu­varð­hald grun­að­ur um að­ild að hnífstungu í iðn­að­ar­hverfi

Meintur árásarmaður var í felum í fjóra daga
Súðarvogur Hnífsárásin átti sér stað í íbúð við Súðarvog. Þrír karlmenn sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að árásinni.

Þriðji maðurinn sem grunaður er um aðild að sérstaklega hættulegri líkamsárás sem átti sér stað í íbúð við Súðarvog þann 26. febrúar síðastliðinn hefur verið handtekinn og færður í gæsluvarðhald. Hann hefur verið á flótta frá réttvísinni í tæpa viku. Fórnarlamb árásarinnar er karlmaður á fimmtugsaldri en tveir hinna meintu árásarmanna eru á þrítugsaldri. Sá þriðji, sem fór í felur og var nýverið handtekin, er jafnaldri fórnarlambsins.

Húsið alræmt fyrir fíkniefnaneyslu

Einn þeirra sem grunaður er um aðild að málinu hefur ítrekað verið dæmdur fyrir að aka undir áhrif amfetamíns. Íbúðarhúsið þar sem árásin átti sér stað er alræmt fyrir fíkniefnaneyslu og er í iðnaðarhverfinu við endurvinnslustöðina. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segist í samtali við Stundina ekki geta sagt til eða frá hvort árásin tengist fíkniefnaneyslu eða sölu fíkniefna. Hann staðfestir þó að engin fíkniefni hafi verið haldlögð á vettvangi. Friðrik Smári segir enn fremur að málið sé í rannsókn og á meðan svo sé geti hann ekki tjáð sig frekar um málið.

Gripinn með blóðugar hendur

Samkvæmt greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu var óskað eftir aðstöð lögreglunnar aðfararnótt síðastliðins fimmtudags vegna manna sem voru vopnaðir skotvopnum. Þegar lögreglumenn mættu á svæðið tók íbúi í húsnæðinu á móti þeim og vísaði þeim á aðra hæð. Þar mættu lögreglumenn einum úr hópi hinna grunuðu þar sem hann stóð yfir fórnarlambi árásarinnar með hníf. Fórnarlambið var mjög blóðugt í andlit og á líkama. Meintur gerandi tjáði lögreglu að hann hafi einungis komið að fórnarlambinu og að árásarmennirnir hefðu flúið á brott. Það þótti ótrúverðugt þar sem blóð var á höndum mannsins og fatnaði.  

Réðust inn með byssur

Við leit í annarri íbúð í húsnæðinu fannst annar maður, bróðir þess sem hafði þegar verið handtekinn, en hann hafði falið sig á bak við hurð. Tveir íbúar í húsnæðinu tjáðu lögreglu að bræðurnir hefðu ráðist inn, ásamt þriðja manninum, vopnaðir skammbyssum og riffli. Ekki er fyllilega ljóst hvað mennirnir ætluðu sér, þar sem þeim er gefið að sök að hafa ráðist fyrst að konu sem býr í húsnæðinu og haft í hótunum við hana, því næst á annan mann og skorið hann í andliti, og að lokum á karlmann á fimmtugsaldri. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár