Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Meintur árásarmaður var í felum í fjóra daga

Þriðji karl­mað­ur­inn hef­ur ver­ið færð­ur í gæslu­varð­hald grun­að­ur um að­ild að hnífstungu í iðn­að­ar­hverfi

Meintur árásarmaður var í felum í fjóra daga
Súðarvogur Hnífsárásin átti sér stað í íbúð við Súðarvog. Þrír karlmenn sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að árásinni.

Þriðji maðurinn sem grunaður er um aðild að sérstaklega hættulegri líkamsárás sem átti sér stað í íbúð við Súðarvog þann 26. febrúar síðastliðinn hefur verið handtekinn og færður í gæsluvarðhald. Hann hefur verið á flótta frá réttvísinni í tæpa viku. Fórnarlamb árásarinnar er karlmaður á fimmtugsaldri en tveir hinna meintu árásarmanna eru á þrítugsaldri. Sá þriðji, sem fór í felur og var nýverið handtekin, er jafnaldri fórnarlambsins.

Húsið alræmt fyrir fíkniefnaneyslu

Einn þeirra sem grunaður er um aðild að málinu hefur ítrekað verið dæmdur fyrir að aka undir áhrif amfetamíns. Íbúðarhúsið þar sem árásin átti sér stað er alræmt fyrir fíkniefnaneyslu og er í iðnaðarhverfinu við endurvinnslustöðina. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segist í samtali við Stundina ekki geta sagt til eða frá hvort árásin tengist fíkniefnaneyslu eða sölu fíkniefna. Hann staðfestir þó að engin fíkniefni hafi verið haldlögð á vettvangi. Friðrik Smári segir enn fremur að málið sé í rannsókn og á meðan svo sé geti hann ekki tjáð sig frekar um málið.

Gripinn með blóðugar hendur

Samkvæmt greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu var óskað eftir aðstöð lögreglunnar aðfararnótt síðastliðins fimmtudags vegna manna sem voru vopnaðir skotvopnum. Þegar lögreglumenn mættu á svæðið tók íbúi í húsnæðinu á móti þeim og vísaði þeim á aðra hæð. Þar mættu lögreglumenn einum úr hópi hinna grunuðu þar sem hann stóð yfir fórnarlambi árásarinnar með hníf. Fórnarlambið var mjög blóðugt í andlit og á líkama. Meintur gerandi tjáði lögreglu að hann hafi einungis komið að fórnarlambinu og að árásarmennirnir hefðu flúið á brott. Það þótti ótrúverðugt þar sem blóð var á höndum mannsins og fatnaði.  

Réðust inn með byssur

Við leit í annarri íbúð í húsnæðinu fannst annar maður, bróðir þess sem hafði þegar verið handtekinn, en hann hafði falið sig á bak við hurð. Tveir íbúar í húsnæðinu tjáðu lögreglu að bræðurnir hefðu ráðist inn, ásamt þriðja manninum, vopnaðir skammbyssum og riffli. Ekki er fyllilega ljóst hvað mennirnir ætluðu sér, þar sem þeim er gefið að sök að hafa ráðist fyrst að konu sem býr í húsnæðinu og haft í hótunum við hana, því næst á annan mann og skorið hann í andliti, og að lokum á karlmann á fimmtugsaldri. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
5
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár