Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Meintur árásarmaður var í felum í fjóra daga

Þriðji karl­mað­ur­inn hef­ur ver­ið færð­ur í gæslu­varð­hald grun­að­ur um að­ild að hnífstungu í iðn­að­ar­hverfi

Meintur árásarmaður var í felum í fjóra daga
Súðarvogur Hnífsárásin átti sér stað í íbúð við Súðarvog. Þrír karlmenn sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að árásinni.

Þriðji maðurinn sem grunaður er um aðild að sérstaklega hættulegri líkamsárás sem átti sér stað í íbúð við Súðarvog þann 26. febrúar síðastliðinn hefur verið handtekinn og færður í gæsluvarðhald. Hann hefur verið á flótta frá réttvísinni í tæpa viku. Fórnarlamb árásarinnar er karlmaður á fimmtugsaldri en tveir hinna meintu árásarmanna eru á þrítugsaldri. Sá þriðji, sem fór í felur og var nýverið handtekin, er jafnaldri fórnarlambsins.

Húsið alræmt fyrir fíkniefnaneyslu

Einn þeirra sem grunaður er um aðild að málinu hefur ítrekað verið dæmdur fyrir að aka undir áhrif amfetamíns. Íbúðarhúsið þar sem árásin átti sér stað er alræmt fyrir fíkniefnaneyslu og er í iðnaðarhverfinu við endurvinnslustöðina. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segist í samtali við Stundina ekki geta sagt til eða frá hvort árásin tengist fíkniefnaneyslu eða sölu fíkniefna. Hann staðfestir þó að engin fíkniefni hafi verið haldlögð á vettvangi. Friðrik Smári segir enn fremur að málið sé í rannsókn og á meðan svo sé geti hann ekki tjáð sig frekar um málið.

Gripinn með blóðugar hendur

Samkvæmt greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu var óskað eftir aðstöð lögreglunnar aðfararnótt síðastliðins fimmtudags vegna manna sem voru vopnaðir skotvopnum. Þegar lögreglumenn mættu á svæðið tók íbúi í húsnæðinu á móti þeim og vísaði þeim á aðra hæð. Þar mættu lögreglumenn einum úr hópi hinna grunuðu þar sem hann stóð yfir fórnarlambi árásarinnar með hníf. Fórnarlambið var mjög blóðugt í andlit og á líkama. Meintur gerandi tjáði lögreglu að hann hafi einungis komið að fórnarlambinu og að árásarmennirnir hefðu flúið á brott. Það þótti ótrúverðugt þar sem blóð var á höndum mannsins og fatnaði.  

Réðust inn með byssur

Við leit í annarri íbúð í húsnæðinu fannst annar maður, bróðir þess sem hafði þegar verið handtekinn, en hann hafði falið sig á bak við hurð. Tveir íbúar í húsnæðinu tjáðu lögreglu að bræðurnir hefðu ráðist inn, ásamt þriðja manninum, vopnaðir skammbyssum og riffli. Ekki er fyllilega ljóst hvað mennirnir ætluðu sér, þar sem þeim er gefið að sök að hafa ráðist fyrst að konu sem býr í húsnæðinu og haft í hótunum við hana, því næst á annan mann og skorið hann í andliti, og að lokum á karlmann á fimmtugsaldri. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár