Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Meintur meðlimur Devil´s Choice stöðvaður í Leifsstöð

Fimm­tug­ur Norð­mað­ur með hreina saka­skrá fær ekki að­gang að Ís­landi. Mað­ur­inn kom til lands­ins ómerkt­ur mótor­hjóla­sam­tök­un­um.

Meintur meðlimur Devil´s Choice stöðvaður í Leifsstöð

Fimmtugur norskur ferðamaður var stöðvaður af lögreglu við koma til Íslands í morgun. Ástæðan sem hann fékk frá lögreglunni á Suðurnesjum var að hann sé meðlimur í mótorhjólasamtökunum Devil´s Choice. Að sögn íslensks vinar hans sem kom með honum til landsins var gerð leit á bæði líkama hans og farangri. Að sögn Guðmundar St. Ragnarssonar, lögmanns Norðmannsins, hefur karlmaðurinn hreina sakaskrá í Noregi, en hann starfar þar við olíuvinnslu í Norðursjó.

„Hann var færður til viðtals og ég er í þessum töluðu orðum að keyra til Keflavíkur til að vera viðstaddur skýrslutöku. Ég get voða lítið tjáð mig um málið fyrir en eftir hana,“ segir Guðmundur. Hann segist ekki geta staðfest að maðurinn sé meðlimur í Devil´s Choice.

Íslenskur vinur Norðmannsins, sem kom með honum til landsins í morgun, segir í samtali við Stundina að félagi sinn hafi ekki verið merktur mótorhjólasamtökunum og hafi aðeins komið hingað til að skoða íslenska náttúru. Hann segir enn fremur að Devil´s Choice sé ekki til á Íslandi í dag og því ómögulegt að félagi sinn hafi komið til landsins til að stunda ólöglega starfsemi. „Hann er með flug aftur út næsta föstudag og ég er hræddur um að hann verði í fangaklefa fram að því,“ segir vinur karlmannsins. Þar sem karlmaðurinn hefur ekki verið formlega handtekinn heldur aðeins verið meinaður aðgangur til Íslands þá er óljóst hve lengi honum verður haldið í fangaklefa, en dæmi eru um í sambærilegum málum að slík vist geti varið í fleiri sólarhringa.

Líkt og fyrr segir hafa mótorhjólasamtökin Devil´s Choice verið lögð niður hér á landi. Samtökin hétu áður Hog Riders og voru um tíma svokölluð stuðningssamtök Vítisengla. Árið 2013 var 6 meðlimum í samtökunum vísað frá landi við komu til Íslands og var sú ákvörðun byggð á hættumati greiningardeildar Ríkislögreglustjóra sem hefur skilgreint samtökin sem glæpasamtök.

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu