Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Meintur meðlimur Devil´s Choice stöðvaður í Leifsstöð

Fimm­tug­ur Norð­mað­ur með hreina saka­skrá fær ekki að­gang að Ís­landi. Mað­ur­inn kom til lands­ins ómerkt­ur mótor­hjóla­sam­tök­un­um.

Meintur meðlimur Devil´s Choice stöðvaður í Leifsstöð

Fimmtugur norskur ferðamaður var stöðvaður af lögreglu við koma til Íslands í morgun. Ástæðan sem hann fékk frá lögreglunni á Suðurnesjum var að hann sé meðlimur í mótorhjólasamtökunum Devil´s Choice. Að sögn íslensks vinar hans sem kom með honum til landsins var gerð leit á bæði líkama hans og farangri. Að sögn Guðmundar St. Ragnarssonar, lögmanns Norðmannsins, hefur karlmaðurinn hreina sakaskrá í Noregi, en hann starfar þar við olíuvinnslu í Norðursjó.

„Hann var færður til viðtals og ég er í þessum töluðu orðum að keyra til Keflavíkur til að vera viðstaddur skýrslutöku. Ég get voða lítið tjáð mig um málið fyrir en eftir hana,“ segir Guðmundur. Hann segist ekki geta staðfest að maðurinn sé meðlimur í Devil´s Choice.

Íslenskur vinur Norðmannsins, sem kom með honum til landsins í morgun, segir í samtali við Stundina að félagi sinn hafi ekki verið merktur mótorhjólasamtökunum og hafi aðeins komið hingað til að skoða íslenska náttúru. Hann segir enn fremur að Devil´s Choice sé ekki til á Íslandi í dag og því ómögulegt að félagi sinn hafi komið til landsins til að stunda ólöglega starfsemi. „Hann er með flug aftur út næsta föstudag og ég er hræddur um að hann verði í fangaklefa fram að því,“ segir vinur karlmannsins. Þar sem karlmaðurinn hefur ekki verið formlega handtekinn heldur aðeins verið meinaður aðgangur til Íslands þá er óljóst hve lengi honum verður haldið í fangaklefa, en dæmi eru um í sambærilegum málum að slík vist geti varið í fleiri sólarhringa.

Líkt og fyrr segir hafa mótorhjólasamtökin Devil´s Choice verið lögð niður hér á landi. Samtökin hétu áður Hog Riders og voru um tíma svokölluð stuðningssamtök Vítisengla. Árið 2013 var 6 meðlimum í samtökunum vísað frá landi við komu til Íslands og var sú ákvörðun byggð á hættumati greiningardeildar Ríkislögreglustjóra sem hefur skilgreint samtökin sem glæpasamtök.

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
3
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Kristrún og Þorgerður segja alþjóðasamfélagið hafa brugðist
6
Stjórnmál

Kristrún og Þor­gerð­ur segja al­þjóða­sam­fé­lag­ið hafa brugð­ist

„Við höf­um upp­lif­að von­brigði og getu­leysi,“ seg­ir Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra sem heit­ir áfram­hald­andi stuðn­ingi Ís­lands við Palestínu. Hún seg­ir að al­þjóð­leg­ur þrýst­ing­ur muni aukast þeg­ar fólki gefst tæki­færi til að átta sig á því sem geng­ið hef­ur á í stríð­inu á Gaza, nú þeg­ar út­lit er fyr­ir að átök­un­um sé að linna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár