Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Meintur meðlimur Devil´s Choice stöðvaður í Leifsstöð

Fimm­tug­ur Norð­mað­ur með hreina saka­skrá fær ekki að­gang að Ís­landi. Mað­ur­inn kom til lands­ins ómerkt­ur mótor­hjóla­sam­tök­un­um.

Meintur meðlimur Devil´s Choice stöðvaður í Leifsstöð

Fimmtugur norskur ferðamaður var stöðvaður af lögreglu við koma til Íslands í morgun. Ástæðan sem hann fékk frá lögreglunni á Suðurnesjum var að hann sé meðlimur í mótorhjólasamtökunum Devil´s Choice. Að sögn íslensks vinar hans sem kom með honum til landsins var gerð leit á bæði líkama hans og farangri. Að sögn Guðmundar St. Ragnarssonar, lögmanns Norðmannsins, hefur karlmaðurinn hreina sakaskrá í Noregi, en hann starfar þar við olíuvinnslu í Norðursjó.

„Hann var færður til viðtals og ég er í þessum töluðu orðum að keyra til Keflavíkur til að vera viðstaddur skýrslutöku. Ég get voða lítið tjáð mig um málið fyrir en eftir hana,“ segir Guðmundur. Hann segist ekki geta staðfest að maðurinn sé meðlimur í Devil´s Choice.

Íslenskur vinur Norðmannsins, sem kom með honum til landsins í morgun, segir í samtali við Stundina að félagi sinn hafi ekki verið merktur mótorhjólasamtökunum og hafi aðeins komið hingað til að skoða íslenska náttúru. Hann segir enn fremur að Devil´s Choice sé ekki til á Íslandi í dag og því ómögulegt að félagi sinn hafi komið til landsins til að stunda ólöglega starfsemi. „Hann er með flug aftur út næsta föstudag og ég er hræddur um að hann verði í fangaklefa fram að því,“ segir vinur karlmannsins. Þar sem karlmaðurinn hefur ekki verið formlega handtekinn heldur aðeins verið meinaður aðgangur til Íslands þá er óljóst hve lengi honum verður haldið í fangaklefa, en dæmi eru um í sambærilegum málum að slík vist geti varið í fleiri sólarhringa.

Líkt og fyrr segir hafa mótorhjólasamtökin Devil´s Choice verið lögð niður hér á landi. Samtökin hétu áður Hog Riders og voru um tíma svokölluð stuðningssamtök Vítisengla. Árið 2013 var 6 meðlimum í samtökunum vísað frá landi við komu til Íslands og var sú ákvörðun byggð á hættumati greiningardeildar Ríkislögreglustjóra sem hefur skilgreint samtökin sem glæpasamtök.

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.
Hvetja Sönnu áfram og segja tómarúm á vinstri væng stjórnmálanna
6
Fréttir

Hvetja Sönnu áfram og segja tóma­rúm á vinstri væng stjórn­mál­anna

„Stönd­um með Sönnu!“ er yf­ir­skrift und­ir­skrift­arlista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ingi við Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ir. Bent er á að flokk­ur henn­ar, Sósí­al­ista­flokk­ur Ís­lands, hef­ur ekki brugð­ist við van­trausts­yf­ir­lýs­ingu á hend­ur Sönnu sem eitt svæð­is­fé­laga hans birti á dög­un­um og að þögn­in sé óá­sætt­an­leg.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár