Meintur meðlimur Devil´s Choice stöðvaður í Leifsstöð

Fimm­tug­ur Norð­mað­ur með hreina saka­skrá fær ekki að­gang að Ís­landi. Mað­ur­inn kom til lands­ins ómerkt­ur mótor­hjóla­sam­tök­un­um.

Meintur meðlimur Devil´s Choice stöðvaður í Leifsstöð

Fimmtugur norskur ferðamaður var stöðvaður af lögreglu við koma til Íslands í morgun. Ástæðan sem hann fékk frá lögreglunni á Suðurnesjum var að hann sé meðlimur í mótorhjólasamtökunum Devil´s Choice. Að sögn íslensks vinar hans sem kom með honum til landsins var gerð leit á bæði líkama hans og farangri. Að sögn Guðmundar St. Ragnarssonar, lögmanns Norðmannsins, hefur karlmaðurinn hreina sakaskrá í Noregi, en hann starfar þar við olíuvinnslu í Norðursjó.

„Hann var færður til viðtals og ég er í þessum töluðu orðum að keyra til Keflavíkur til að vera viðstaddur skýrslutöku. Ég get voða lítið tjáð mig um málið fyrir en eftir hana,“ segir Guðmundur. Hann segist ekki geta staðfest að maðurinn sé meðlimur í Devil´s Choice.

Íslenskur vinur Norðmannsins, sem kom með honum til landsins í morgun, segir í samtali við Stundina að félagi sinn hafi ekki verið merktur mótorhjólasamtökunum og hafi aðeins komið hingað til að skoða íslenska náttúru. Hann segir enn fremur að Devil´s Choice sé ekki til á Íslandi í dag og því ómögulegt að félagi sinn hafi komið til landsins til að stunda ólöglega starfsemi. „Hann er með flug aftur út næsta föstudag og ég er hræddur um að hann verði í fangaklefa fram að því,“ segir vinur karlmannsins. Þar sem karlmaðurinn hefur ekki verið formlega handtekinn heldur aðeins verið meinaður aðgangur til Íslands þá er óljóst hve lengi honum verður haldið í fangaklefa, en dæmi eru um í sambærilegum málum að slík vist geti varið í fleiri sólarhringa.

Líkt og fyrr segir hafa mótorhjólasamtökin Devil´s Choice verið lögð niður hér á landi. Samtökin hétu áður Hog Riders og voru um tíma svokölluð stuðningssamtök Vítisengla. Árið 2013 var 6 meðlimum í samtökunum vísað frá landi við komu til Íslands og var sú ákvörðun byggð á hættumati greiningardeildar Ríkislögreglustjóra sem hefur skilgreint samtökin sem glæpasamtök.

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár