Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Mannréttindalögfræðingur“: Fóstureyðingar eru aldrei einkamál kvenna

Jakob Ingi Jak­obs­son lög­fræð­ing­ur skrif­ar harð­orða grein um fóst­ur­eyð­ing­ar í Frétta­blað­ið í dag. Seg­ir kon­ur verða að axla ábyrgð á eig­in kyn­lífi. „Þess­ar kon­ur virð­ast vera ein­ráð­ar.“

„Mannréttindalögfræðingur“: Fóstureyðingar eru aldrei einkamál kvenna
Grein mannréttindalögfræðings Jakob Ingi Jakobsson lögfræðingur birti grein í Fréttablaðinu í dag þar sem hann kvartar yfir því að karlar geti ekki komið því til leiðar að konur eignist börn sem þeir geri þær óléttar af. Mynd: skjáskot/Vísir.is

„Fóstureyðing er aldrei, né getur verið, einkamál konu. Enda verður barn ekki getið nema með aðkomu karlmanns. Konur verða að axla ábyrgð á eigin kynlífi alveg eins og karlmenn!“ skrifar Jakob Ingi Jakobsson lögfræðingur í aðsendri grein í Fréttablaðið í dag. Jakob Ingi segir meðal annars afstöðu karla sniðgengna í umfræðu fjölmiðla um fóstureyðingar, sem sé einhliða og femínísk. 

Í Fréttablaðinu er Jakob Ingi sagður mannréttindalögfræðingur en samkvæmt upplýsingum á lögfræðistofu hans er hann sérmenntaður í markaðs- og útflutningsfræðum, verðbréfarétti og fjármögnun hraðvaxandi einkafyrirtækja. 

„Það þarf að gæta að réttindum feðranna og barnanna sjálfra, en ekki einblína eingöngu á skoðanir kvennanna sem vilja ekki fæða né ala upp börnin sem þær hafa þó getið! Þessar konur virðast þó vera einráðar og geta sniðgengið rétt annarra,“ skrifar Jakob Ingi  meðal annars. Þá segir hann það rétt föður að fá að ala barnið upp einn eftir fæðingu ef hann vill. „Þá þarf hafa í huga rétt barnsins sjálfs til lífs. Einnig þarf að skoða siðferðislegu hliðina á þessu gagnvart feðrum og barni! Það má ekki einblína á hlið konunnar.“

Jakob Ingi gefur lítið fyrir rök um að konur eigi að hafa yfirráðarrétt yfir eigin líkama. „Það er rétt að undirstrika það að kona hefur vald yfir eigin líkama þó henni sé gert að axla ábyrgð og afleiðingar á eigin kynlífi!“ skrifar hann. Þá varar hann við öfgafullum femínisma. „Gleymum ekki heimssögunni og afleiðingum öfgafullra „isma“ – stefna er leitt hafa til mikils óréttar eins og fasisma, rasisma og nasisma. Konur verða að gæta hófs í baráttu sinni. Því skerðing á umgengni og svona einhliða ákvarðanir eru til þess fallnar að skerða rétt og vinna gegn hagsmunum ekki bara karla, heldur framtíð barnanna sjálfra!“

Margar upplifa þvingun og þrýsting frá karlmönnum

Silja Bára Ómarsdóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir gáfu nýlega út bók sem segir frá reynslu kvenna af fóstureyðingum. Þær segja umræðu um ábyrgð mjög einhliða og beinast að þeim konum sem verða óvænt þungaðar. „Skilaboðin eru að þær hefðu átt að passa sig betur og sýna meiri ábyrgð. Þannig er skautað fram hjá ábyrgð karlmanna í þessu samhengi,“ skrifa þær meðal annars í grein á Stundinni. „Margar konur sem segja sögu sína í bókinni lýsa miklum stuðningi af hálfu karlmannanna í lífi þeirra. Aðrar hafa reynslu af þvingun og þrýstingi. Erlendar rannsóknir sýna að á milli 6-22% kvenna sem fara í fóstureyðingu upplifa ofbeldi af hálfu maka. Í bókinni okkar lýsa nokkrar konur reynslu sinni af því hvernig ofbeldi af hálfu maka hafði áhrif á ákvörðun þeirra um að fara í fóstureyðingu.“

Sjá einnig: Dagbók um fóstureyðinguna: Finn enn fyrir eftirköstunum

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Reynsla kvenna af fóstureyðingum

Dagbók um fóstureyðinguna: Finn enn fyrir eftirköstunum
María Lilja Þrastardóttir
ReynslaReynsla kvenna af fóstureyðingum

María Lilja Þrastardóttir

Dag­bók um fóst­ur­eyð­ing­una: Finn enn fyr­ir eftir­köst­un­um

María Lilja Þrast­ar­dótt­ir fór í fóst­ur­eyð­ingu síð­asta haust og hélt dag­bók í gegn­um þetta ferli, sem hún birt­ir hér. Margt kom á óvart eins og það að hún þyrfti að fá fræðslu um getn­að­ar­varn­ir áð­ur en að­gerð­in væri sam­þykkt. Hún finn­ur enn fyr­ir eftir­köst­un­um en er þakk­lát fyr­ir stað­fest­una.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
3
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár