Síðsumars áttaði blaðamaður sig á þungun sinni, þá stödd í skemmtiferð í Berlín. Fréttirnar voru áfall enda ekki ætlunin að fjölga mannkyni frekar að svo stöddu. Það kom ekkert annað til greina en að fara í fóstureyðingu. Það var þó margt í því ferli sem vakti undrun. Árekstrarnir voru margir og óraunverulegir þannig að snemma í ferlinu tók undirrituð ákvörðun um að halda dagbók.
Allskonar tilfinningar og hormónasveiflur gerðu vart við sig og gera enn, tæpu hálfu ári síðar. Upp úr stendur þó mikill lærdómur um þær fjölmörgu takmarkanir og múra sem konur finna á eigin skinni, dag hvern.
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.
María Lilja Þrastardóttir
Dagbók um fóstureyðinguna: Finn enn fyrir eftirköstunum
María Lilja Þrastardóttir fór í fóstureyðingu síðasta haust og hélt dagbók í gegnum þetta ferli, sem hún birtir hér. Margt kom á óvart eins og það að hún þyrfti að fá fræðslu um getnaðarvarnir áður en aðgerðin væri samþykkt. Hún finnur enn fyrir eftirköstunum en er þakklát fyrir staðfestuna.
Athugasemdir