Í morgun kom í ljós að fresturinn til að senda tvo íranska hælisleitendur, Mohammad Reza Moghadam og Mehdi Pedarsani, er runninn út og verða mál þeirra því tekin til efnismeðferðar hér á landi. Til stóð að senda þá báða aftur til Noregs á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en að sögn Katrínar Oddsdóttur, lögmanns þeirra, voru miklar líkur á að þeir yrðu þaðan sendir aftur til Írans. Þar áttu þeir yfir höfði sér alvarlegar ofsóknir og jafnvel fangelsisdóm vegna trúar sinnar. „Þetta var mjög alvarleg staða en sem betur fer sýnist mér hún hafa leysts í morgun,“ segir Katrín í samtali við Stundina. Hún segir stöðuna hafa verið sérstaklega alvarlega í ljósi þess að Noregur er að senda fólk til heimalands síns sem Íslendingar myndu aldrei senda til baka, til dæmis kristna Írana. „Þeir eru auðvitað himinlifandi. Þetta er eins og sannkölluð jólasaga, sem endar vel,“ segir Katrín.
Synjað um meðferð á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar
Mál Mehdi og Reza hafa áður verið rekin í fjölmiðlum. Reza er 27 ára Kúrdi frá Íran sem hefur verið á flótta frá heimalandinu í átta ár. Það sama má
Athugasemdir