Nafn: Gunnþór Sigurðsson.
Fæðingardagur og ár: 2. nóv. 1960.
Starf: Tónlistarmaður og vaktmaður á Pönk-safninu og TÞM sem er húsnæði fyrir hljómsveitir.
Spurningar og svör:
1. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir?
Að passa afastubbana sem fara bráðum að passa mig því þeir eru orðnir svo stórir, að spila og semja lög, að taka myndir og búa til myndir með alls konar aðferðum og að fara á leiki með KR.
2. Líf eftir þetta líf?
Já, ég komst að því þegar slokknaði á mér eftir að ég hafði fengið raflost á sviði, en hjúkrunarfræðingur sem var á staðnum, fyrir tilviljun, kom mér í gang aftur. Það var magnað ferðalag!
3. Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í?
Sú saga er í umslagi og hún er falin í bók, en ég á margar bækur … einn góðan veðurdag mun einhver finna þessa lesningu og hafa gaman af. …
Athugasemdir