Frá árinu 1981 hefur Norðmaðurinn dr. Mads Gilbert sýnt Palestínumönnum samstöðu með bæði læknisaðstoð og rödd sinni. Hann er pólitískur læknir, óhræddur við að fordæma aðgerðir Ísraelshers í Palestínu og réttlæta mótspyrnu Palestínumanna. „Ég er með lífinu í liði,“ segir hann.
Mads hefur staðið vaktina á al-Shifa spítalanum á Gaza frá árinu 2006 en á þeim tíma hefur Ísraelsher gert alls fjórar innrásir á svæðið. Líkt og Mads bendir á hefur átta ára barn á Gaza nú upplifað fjögur, blóðug stríð og horft upp á hluti sem ekkert barn ætti að þurfa að lifa. Í dag, 8. júlí, er eitt ár liðið frá síðustu innrás Ísraelshers en hún stóð yfir í 51 dag og leiddi yfir 2200 Palestínumanna til dauða, þar af 551 barn. Mads er nú staddur hér á landi að kynna nýjustu bók sína, Nótt í Gaza, sem kom nýverið út í enskri þýðingu. Í bókinni segir hann frá upplifun sinni af einni blóðugustu árás Ísraelshers til þessa í máli og myndum. Þá segir hann sögur Palestínumanna, sögur bæði sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólks, sem þrátt fyrir allt eru bæði vingjarnlegir og gestrisnir.
Stundin settist niður með Mads Gilbert og fékk að fræðast betur um störf hans á Gaza og þennan einstaka mann sem í hættir sér ítrekað á stríðssvæði til þess að aðstoða þá sem þurfa svo sárlega á athygli okkar og samstöðu að halda.
Stríðsglæpir og glæpir gegn mannkyni
Í síðustu viku kom út ítarleg rannsóknarskýrsla á vegum Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna um innrásina á Gaza í júlí og ágúst á síðasta ári. Niðurstaða skýrsluhöfunda er sú að alþjóðalög voru brotin og að mögulega hafi verið um stríðsglæpi að ræða.
Íbúar Gaza
*tölur teknar saman af Mads Gilbert upp úr skýrslum Sameinuðu þjóðanna
1,8 milljónir manns búa á Gaza svæðinu
43,6 % eru undir fimmtán ára aldri
Miðgildi aldurs er 17,6 ár
Atvinnuleysi er 50%
71,5% eru flóttamenn
„Ég vona að hver einasti stjórnmálamaður í vesturheimi muni lesa skýrsluna því hún er mjög átakanleg,“ segir Mads. „Í mínum huga er enginn vafi að árásir Ísraels á Gaza voru stríðsglæpir og að öllum líkindum einnig glæpir gegn mannkyni.“ Hann bendir einnig á að í vopnuðum átökum flýji almennir borgarar vanalega heimili sín eftir einn eða tvo daga. Þeir leiti skjóls í nágrannalönduð eða héröðum. „En á Gaza getur enginn flúið. Það er ekkert skjól. Sameinuðu þjóðirnar komu á laggirnar nokkrum neyðarskýlum í skólum sínum og í skýrslunni er það nákvæmlega skráð hvernig Ísraelsmenn sprengdu þessi neyðarskýli og drápu tugi saklausra borgara og börn sem reyndu að finna einhvern griðastað í skólum og undir verndarvæng Sameinuðu þjóðanna.“
Í skýrslunni kemur fram að flóttamannaaðstoðin, sem rak athvörfin í skólunum, var í reglulegum samskiptum við Ísraelsmenn og lét þá margoft
Athugasemdir