Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Lögreglumaðurinn í gæsluvarðhaldi tók þátt í umdeildri tálbeituaðgerð

Mirjam van Twuyer, hol­lenska kon­an sem fékk 11 ára dóm fyr­ir fíkni­efna­smygl, stað­fest­ir að lög­reglu­mað­ur­inn hafi ver­ið með henni inni á hót­el­her­bergi í tál­beitu­að­gerð sem mis­heppn­að­ist á und­ar­leg­an hátt. Lög­mað­ur lög­reglu­manns­ins seg­ist ekki hafa hug­mynd um hvort mál­in teng­ist.

Lögreglumaðurinn í gæsluvarðhaldi tók þátt í umdeildri tálbeituaðgerð

Lögreglumaðurinn sem nú situr í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni grunaður um alvarleg afbrot í starfi tók þátt í umdeildri tálbeituaðgerð lögreglunnar í máli Mirjam van Twuyer, hollensku konunnar sem var dæmd í ellefu ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl í fyrra. Tálbeituaðgerðin fór fram í apríl síðastliðnum og hefur verið talsvert gagnrýnd þar sem maðurinn sem tók við fíkniefnunum, Atli Freyr Fjölnisson, var handtekinn áður en hann gat skilað þeim til höfuðpaursins í málinu.

Mirjam staðfestir við Stundina að lögreglumaðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi hafi verið með henni á hótelherberginu á Hótel Fróni þegar hún beið eftir því að sendisveinninn, Atli Freyr, kæmi og tæki við fíkniefnunum. Óvíst er hvort málin tvö tengist en ljóst er að eitthvað fór alvarlega úrskeiðis í umræddri lögregluaðgerð.

Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður lögreglumannsins, segist í samtali við Stundina ekki vita hvort skjólstæðingur sinn hafi verið handtekinn vegna þess máls. „Ég get ekki sagt nokkurn skapaðan hlut því hann er í einangrun á grundvelli rannsóknarhagsmuna og ég þar af leiðandi get ekki verið að tjá mig um það og eyðileggja fyrir rannsókninni, fyrir utan það að ég veit sem minnst,“ segir Ómar Örn. Aðspurður hvort málið tengist tálbeituaðgerðinni svarar hann: „Ekki hugmynd“.

Dæmd
Dæmd Mirjam var dæmd í ellefu ára fangelsi í fyrra.

Lögreglumaðurinn er á fimmtugsaldri og hefur starfað um nokkurt skeið hjá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann var vel liðinn af samstarfsmönnum, samkvæmt Vísi en er grunaður um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við brotamenn samkvæmt sama miðli. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 29. desember og losnar að öllu óbreyttu á föstudaginn. Ómar Örn segir ekki hafa komið til tals hvort það verði framlengt. Samkvæmt nýrri frétt RÚV var annar maður handtekinn í dag vegna málsins. Sá hefur hlotið dóm fyrir fíkniefnalagabrot.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
4
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár