Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Lögreglumaðurinn í gæsluvarðhaldi tók þátt í umdeildri tálbeituaðgerð

Mirjam van Twuyer, hol­lenska kon­an sem fékk 11 ára dóm fyr­ir fíkni­efna­smygl, stað­fest­ir að lög­reglu­mað­ur­inn hafi ver­ið með henni inni á hót­el­her­bergi í tál­beitu­að­gerð sem mis­heppn­að­ist á und­ar­leg­an hátt. Lög­mað­ur lög­reglu­manns­ins seg­ist ekki hafa hug­mynd um hvort mál­in teng­ist.

Lögreglumaðurinn í gæsluvarðhaldi tók þátt í umdeildri tálbeituaðgerð

Lögreglumaðurinn sem nú situr í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni grunaður um alvarleg afbrot í starfi tók þátt í umdeildri tálbeituaðgerð lögreglunnar í máli Mirjam van Twuyer, hollensku konunnar sem var dæmd í ellefu ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl í fyrra. Tálbeituaðgerðin fór fram í apríl síðastliðnum og hefur verið talsvert gagnrýnd þar sem maðurinn sem tók við fíkniefnunum, Atli Freyr Fjölnisson, var handtekinn áður en hann gat skilað þeim til höfuðpaursins í málinu.

Mirjam staðfestir við Stundina að lögreglumaðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi hafi verið með henni á hótelherberginu á Hótel Fróni þegar hún beið eftir því að sendisveinninn, Atli Freyr, kæmi og tæki við fíkniefnunum. Óvíst er hvort málin tvö tengist en ljóst er að eitthvað fór alvarlega úrskeiðis í umræddri lögregluaðgerð.

Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður lögreglumannsins, segist í samtali við Stundina ekki vita hvort skjólstæðingur sinn hafi verið handtekinn vegna þess máls. „Ég get ekki sagt nokkurn skapaðan hlut því hann er í einangrun á grundvelli rannsóknarhagsmuna og ég þar af leiðandi get ekki verið að tjá mig um það og eyðileggja fyrir rannsókninni, fyrir utan það að ég veit sem minnst,“ segir Ómar Örn. Aðspurður hvort málið tengist tálbeituaðgerðinni svarar hann: „Ekki hugmynd“.

Dæmd
Dæmd Mirjam var dæmd í ellefu ára fangelsi í fyrra.

Lögreglumaðurinn er á fimmtugsaldri og hefur starfað um nokkurt skeið hjá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann var vel liðinn af samstarfsmönnum, samkvæmt Vísi en er grunaður um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við brotamenn samkvæmt sama miðli. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 29. desember og losnar að öllu óbreyttu á föstudaginn. Ómar Örn segir ekki hafa komið til tals hvort það verði framlengt. Samkvæmt nýrri frétt RÚV var annar maður handtekinn í dag vegna málsins. Sá hefur hlotið dóm fyrir fíkniefnalagabrot.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár