Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Lögreglumaðurinn í gæsluvarðhaldi tók þátt í umdeildri tálbeituaðgerð

Mirjam van Twuyer, hol­lenska kon­an sem fékk 11 ára dóm fyr­ir fíkni­efna­smygl, stað­fest­ir að lög­reglu­mað­ur­inn hafi ver­ið með henni inni á hót­el­her­bergi í tál­beitu­að­gerð sem mis­heppn­að­ist á und­ar­leg­an hátt. Lög­mað­ur lög­reglu­manns­ins seg­ist ekki hafa hug­mynd um hvort mál­in teng­ist.

Lögreglumaðurinn í gæsluvarðhaldi tók þátt í umdeildri tálbeituaðgerð

Lögreglumaðurinn sem nú situr í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni grunaður um alvarleg afbrot í starfi tók þátt í umdeildri tálbeituaðgerð lögreglunnar í máli Mirjam van Twuyer, hollensku konunnar sem var dæmd í ellefu ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl í fyrra. Tálbeituaðgerðin fór fram í apríl síðastliðnum og hefur verið talsvert gagnrýnd þar sem maðurinn sem tók við fíkniefnunum, Atli Freyr Fjölnisson, var handtekinn áður en hann gat skilað þeim til höfuðpaursins í málinu.

Mirjam staðfestir við Stundina að lögreglumaðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi hafi verið með henni á hótelherberginu á Hótel Fróni þegar hún beið eftir því að sendisveinninn, Atli Freyr, kæmi og tæki við fíkniefnunum. Óvíst er hvort málin tvö tengist en ljóst er að eitthvað fór alvarlega úrskeiðis í umræddri lögregluaðgerð.

Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður lögreglumannsins, segist í samtali við Stundina ekki vita hvort skjólstæðingur sinn hafi verið handtekinn vegna þess máls. „Ég get ekki sagt nokkurn skapaðan hlut því hann er í einangrun á grundvelli rannsóknarhagsmuna og ég þar af leiðandi get ekki verið að tjá mig um það og eyðileggja fyrir rannsókninni, fyrir utan það að ég veit sem minnst,“ segir Ómar Örn. Aðspurður hvort málið tengist tálbeituaðgerðinni svarar hann: „Ekki hugmynd“.

Dæmd
Dæmd Mirjam var dæmd í ellefu ára fangelsi í fyrra.

Lögreglumaðurinn er á fimmtugsaldri og hefur starfað um nokkurt skeið hjá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann var vel liðinn af samstarfsmönnum, samkvæmt Vísi en er grunaður um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við brotamenn samkvæmt sama miðli. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 29. desember og losnar að öllu óbreyttu á föstudaginn. Ómar Örn segir ekki hafa komið til tals hvort það verði framlengt. Samkvæmt nýrri frétt RÚV var annar maður handtekinn í dag vegna málsins. Sá hefur hlotið dóm fyrir fíkniefnalagabrot.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár