Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Lögreglan ósátt á Facebook - sakar spyrjanda um dylgjur

„Vin­sam­leg­ast hættu þó að dylgja um störf okk­ar starfs­fólks,“ svar­ar Lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu spurð um heim­ild lög­reglu til að slá síma úr hönd­um borg­ara. Mynd­band Hall­dórs dreg­ur dilk á eft­ir sér.

Lögreglan ósátt á Facebook - sakar spyrjanda um dylgjur

Myndband sem tónlistarmaður Halldór Bragason deildi síðustu helgi hefur vakið talsverða athygli. Í myndbandinu má sjá hvernig lögreglumaður skammar Halldór fyrir að taka sig upp á myndbandi. Í þessu sama myndbandi má enn fremur sjá hvernig lögreglumaðurinn slær í síma Halldórs. Þetta atvik varð til þess að lögreglan fékk yfir sig mikla gagnrýni á Facebook og bað lögreglan Halldór afsökunar á lokum. 

Þó hefur Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, lýst því yfir að lögreglumenn séu óánægðir með afsökunarbeiðnina.

 

 

Rútuþjáningar íbúa í 101

Rútuþjáningar íbúa í 101 halda áfram. Í kvöld þurfti risastór rúta að bakka í Þingholtsstræti frá Bankastræti alla leið suður á Laufásveg vegna þess að hún gat hvergi beygt þarna í þröngum götum í 101. Munaði engu að ég fengi rútuna inn um stofugluggann og tók ég því myndband af atvikinu til að eiga fyrir tryggingafélagið ef rútan myndi rekast í heimili mitt. Lögreglan bannaði myndatökur og var mjög ógnandi við mig reyndi að rífa af mér símann en ég lagði hann niður og hljóðritaði samtal við lögreglumanninn. sem heimtaði nafn og kennitölu sem ég sagði honum ljúflega Ég fylgdi fyrirmælum valdsins í hvívetna og var staddur inná minni eignarlóð og ekki fyrir neinum og truflaði ekki neinn ekki lögreglu eða aðra. Ég spyr í hvers konar landi búum við? #reykjavik

Posted by Halldor Bragason on Saturday, May 16, 2015

 

 

 

 

Spyr um mögulega handtöku borgara

Einn þeirra sem gagnrýndi þetta atvik á Facebook-síðu lögreglunnar er Kurt Van Meter. „Ef einhver kemur til lögreglumanns og reynir að slá eitthvað úr hendi hans, myndi það teljast sem líkamsárás? Væri sá handtekinn?“ spyr Kurt.

Þessu svarar lögreglan og skrifar: „Sæll Kurt það fer eftir aðstæðum og þyrfti að rannsaka til að meta hvort að um brot væri að ræða. Sá yrði ekki handtekinn nema að málið krefðist þess, enda er handtaka alvarlegt mál.“

 

Fyrri hluti
Fyrri hluti
 

Seinni hluti
Seinni hluti
 

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
5
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár