Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Lögreglan ósátt á Facebook - sakar spyrjanda um dylgjur

„Vin­sam­leg­ast hættu þó að dylgja um störf okk­ar starfs­fólks,“ svar­ar Lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu spurð um heim­ild lög­reglu til að slá síma úr hönd­um borg­ara. Mynd­band Hall­dórs dreg­ur dilk á eft­ir sér.

Lögreglan ósátt á Facebook - sakar spyrjanda um dylgjur

Myndband sem tónlistarmaður Halldór Bragason deildi síðustu helgi hefur vakið talsverða athygli. Í myndbandinu má sjá hvernig lögreglumaður skammar Halldór fyrir að taka sig upp á myndbandi. Í þessu sama myndbandi má enn fremur sjá hvernig lögreglumaðurinn slær í síma Halldórs. Þetta atvik varð til þess að lögreglan fékk yfir sig mikla gagnrýni á Facebook og bað lögreglan Halldór afsökunar á lokum. 

Þó hefur Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, lýst því yfir að lögreglumenn séu óánægðir með afsökunarbeiðnina.

 

 

Rútuþjáningar íbúa í 101

Rútuþjáningar íbúa í 101 halda áfram. Í kvöld þurfti risastór rúta að bakka í Þingholtsstræti frá Bankastræti alla leið suður á Laufásveg vegna þess að hún gat hvergi beygt þarna í þröngum götum í 101. Munaði engu að ég fengi rútuna inn um stofugluggann og tók ég því myndband af atvikinu til að eiga fyrir tryggingafélagið ef rútan myndi rekast í heimili mitt. Lögreglan bannaði myndatökur og var mjög ógnandi við mig reyndi að rífa af mér símann en ég lagði hann niður og hljóðritaði samtal við lögreglumanninn. sem heimtaði nafn og kennitölu sem ég sagði honum ljúflega Ég fylgdi fyrirmælum valdsins í hvívetna og var staddur inná minni eignarlóð og ekki fyrir neinum og truflaði ekki neinn ekki lögreglu eða aðra. Ég spyr í hvers konar landi búum við? #reykjavik

Posted by Halldor Bragason on Saturday, May 16, 2015

 

 

 

 

Spyr um mögulega handtöku borgara

Einn þeirra sem gagnrýndi þetta atvik á Facebook-síðu lögreglunnar er Kurt Van Meter. „Ef einhver kemur til lögreglumanns og reynir að slá eitthvað úr hendi hans, myndi það teljast sem líkamsárás? Væri sá handtekinn?“ spyr Kurt.

Þessu svarar lögreglan og skrifar: „Sæll Kurt það fer eftir aðstæðum og þyrfti að rannsaka til að meta hvort að um brot væri að ræða. Sá yrði ekki handtekinn nema að málið krefðist þess, enda er handtaka alvarlegt mál.“

 

Fyrri hluti
Fyrri hluti
 

Seinni hluti
Seinni hluti
 

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár