Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Lögmannsstofa í eigu sjálfstæðismanna fékk 107 milljónir frá ráðuneyti Bjarna

Rík­is­end­ur­skoð­un ger­ir at­huga­semd­ir við kaup fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins á þjón­ustu lög­manns­stof­unn­ar Jur­is á ár­un­um 2013 til 2015. Lög­manns­stof­an er með sterk tengsl við Sjálf­stæð­is­flokk­inn.

Lögmannsstofa í eigu sjálfstæðismanna fékk 107 milljónir frá ráðuneyti Bjarna
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra var fjármálaráðherra á umræddu tímabili. Mynd: Kristinn Magnússon

Fjármála- og efnahagsráðuneytið greiddi lögmannsstofunni Juris alls 107 milljónir króna á árunum 2013 til 2015, en lögmannsstofan hefur sterk tengsl við Sjálfstæðisflokkinn og hefur styrkt flokkinn með háum fjárframlögum. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um kaup ráðuneyta á sérfræðiþjónustu, en í henni gerir stofnunin ótal athugasemdir við þjónustukaup ráðuneyta. 

Viðskipti fjármála- og efnahagsráðuneytisins við Juris vöktu sérstaka athygli Ríkisendurskoðunar og óskaði stofnunin eftir gögnum um viðskiptin. Ráðuneytið upplýsti að fyrir lægi skriflegur samningur sem fæli í sér gagnkvæma viljayfirlýsingu aðila og komst á með tölvupóstssamskiptum starfsmanna ráðuneytisins og lögmannsstofunnar árið 2006. Þótt formið stæðist ekki þær kröfur sem almennt eru gerðar til samninga um sérfræðiþjónustu telur ráðuneytið samninginn góðan, verkefnið vel skilgreint og markmið þess skýr. Þá fái ráðuneytið reglulega sendar tíma- og vinnuskýrslur frá lögmannsstofunni. 

Ríkisendurskoðun gerir athugasemd við að ráðuneytið hafi ekki staðið betur að samningsgerðinni og hagað þessum kaupum á sérfræðiþjónustu í samræmi við leiðbeiningar sínar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
2
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu