Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Lögmannsstofa í eigu sjálfstæðismanna fékk 107 milljónir frá ráðuneyti Bjarna

Rík­is­end­ur­skoð­un ger­ir at­huga­semd­ir við kaup fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins á þjón­ustu lög­manns­stof­unn­ar Jur­is á ár­un­um 2013 til 2015. Lög­manns­stof­an er með sterk tengsl við Sjálf­stæð­is­flokk­inn.

Lögmannsstofa í eigu sjálfstæðismanna fékk 107 milljónir frá ráðuneyti Bjarna
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra var fjármálaráðherra á umræddu tímabili. Mynd: Kristinn Magnússon

Fjármála- og efnahagsráðuneytið greiddi lögmannsstofunni Juris alls 107 milljónir króna á árunum 2013 til 2015, en lögmannsstofan hefur sterk tengsl við Sjálfstæðisflokkinn og hefur styrkt flokkinn með háum fjárframlögum. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um kaup ráðuneyta á sérfræðiþjónustu, en í henni gerir stofnunin ótal athugasemdir við þjónustukaup ráðuneyta. 

Viðskipti fjármála- og efnahagsráðuneytisins við Juris vöktu sérstaka athygli Ríkisendurskoðunar og óskaði stofnunin eftir gögnum um viðskiptin. Ráðuneytið upplýsti að fyrir lægi skriflegur samningur sem fæli í sér gagnkvæma viljayfirlýsingu aðila og komst á með tölvupóstssamskiptum starfsmanna ráðuneytisins og lögmannsstofunnar árið 2006. Þótt formið stæðist ekki þær kröfur sem almennt eru gerðar til samninga um sérfræðiþjónustu telur ráðuneytið samninginn góðan, verkefnið vel skilgreint og markmið þess skýr. Þá fái ráðuneytið reglulega sendar tíma- og vinnuskýrslur frá lögmannsstofunni. 

Ríkisendurskoðun gerir athugasemd við að ráðuneytið hafi ekki staðið betur að samningsgerðinni og hagað þessum kaupum á sérfræðiþjónustu í samræmi við leiðbeiningar sínar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár