Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Lögmannsstofa í eigu sjálfstæðismanna fékk 107 milljónir frá ráðuneyti Bjarna

Rík­is­end­ur­skoð­un ger­ir at­huga­semd­ir við kaup fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins á þjón­ustu lög­manns­stof­unn­ar Jur­is á ár­un­um 2013 til 2015. Lög­manns­stof­an er með sterk tengsl við Sjálf­stæð­is­flokk­inn.

Lögmannsstofa í eigu sjálfstæðismanna fékk 107 milljónir frá ráðuneyti Bjarna
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra var fjármálaráðherra á umræddu tímabili. Mynd: Kristinn Magnússon

Fjármála- og efnahagsráðuneytið greiddi lögmannsstofunni Juris alls 107 milljónir króna á árunum 2013 til 2015, en lögmannsstofan hefur sterk tengsl við Sjálfstæðisflokkinn og hefur styrkt flokkinn með háum fjárframlögum. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um kaup ráðuneyta á sérfræðiþjónustu, en í henni gerir stofnunin ótal athugasemdir við þjónustukaup ráðuneyta. 

Viðskipti fjármála- og efnahagsráðuneytisins við Juris vöktu sérstaka athygli Ríkisendurskoðunar og óskaði stofnunin eftir gögnum um viðskiptin. Ráðuneytið upplýsti að fyrir lægi skriflegur samningur sem fæli í sér gagnkvæma viljayfirlýsingu aðila og komst á með tölvupóstssamskiptum starfsmanna ráðuneytisins og lögmannsstofunnar árið 2006. Þótt formið stæðist ekki þær kröfur sem almennt eru gerðar til samninga um sérfræðiþjónustu telur ráðuneytið samninginn góðan, verkefnið vel skilgreint og markmið þess skýr. Þá fái ráðuneytið reglulega sendar tíma- og vinnuskýrslur frá lögmannsstofunni. 

Ríkisendurskoðun gerir athugasemd við að ráðuneytið hafi ekki staðið betur að samningsgerðinni og hagað þessum kaupum á sérfræðiþjónustu í samræmi við leiðbeiningar sínar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár