Fjármála- og efnahagsráðuneytið greiddi lögmannsstofunni Juris alls 107 milljónir króna á árunum 2013 til 2015, en lögmannsstofan hefur sterk tengsl við Sjálfstæðisflokkinn og hefur styrkt flokkinn með háum fjárframlögum. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um kaup ráðuneyta á sérfræðiþjónustu, en í henni gerir stofnunin ótal athugasemdir við þjónustukaup ráðuneyta.
Viðskipti fjármála- og efnahagsráðuneytisins við Juris vöktu sérstaka athygli Ríkisendurskoðunar og óskaði stofnunin eftir gögnum um viðskiptin. Ráðuneytið upplýsti að fyrir lægi skriflegur samningur sem fæli í sér gagnkvæma viljayfirlýsingu aðila og komst á með tölvupóstssamskiptum starfsmanna ráðuneytisins og lögmannsstofunnar árið 2006. Þótt formið stæðist ekki þær kröfur sem almennt eru gerðar til samninga um sérfræðiþjónustu telur ráðuneytið samninginn góðan, verkefnið vel skilgreint og markmið þess skýr. Þá fái ráðuneytið reglulega sendar tíma- og vinnuskýrslur frá lögmannsstofunni.
Ríkisendurskoðun gerir athugasemd við að ráðuneytið hafi ekki staðið betur að samningsgerðinni og hagað þessum kaupum á sérfræðiþjónustu í samræmi við leiðbeiningar sínar …
Athugasemdir