Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Löggan hvatti mig til að drekka undir stýri svo hann gæti „tekið mig næst“

Þór­dís Elva Þor­valds­dótt­ir seg­ir frá óskemmti­legri reynslu af sam­skipt­um við lörgeglu. Her­ferð gegn hvers­dags­legu mis­rétti slær í gegn á Twitter. Færsl­urn­ar streyma inn und­ir #6dags­leik­inn.

Löggan hvatti mig til að drekka undir stýri svo hann gæti „tekið mig næst“

Ekkert lát er á vinsældum Twitter-herferðar gegn hversdagslegu kynjamisrétti, #6dagsleikinn. Þar hafa fjölmargir tjáð reynslu sína af hversdagslegu misrétti, nú síðast rithöfundurinn og baráttukonan Þórdís Elva Þorvaldsdóttir sem greindi frá óviðeigandi framgöngu lögreglumanns: „Þegar ég var látin blása og reyndist edrú en löggan hvatti mig til að drekka undir stýri svo hann gæti „tekið mig næst“.“ #6dagsleikinn.

Fleiri hafa tekið dæmi af samskiptum við lögregluna. Ásdís Hjálmsdóttir sagði frá símtali sem sat í henni: Símtal frá löggunni eftir að stelpu sem ég skutlaði niðri bæ var nauðgað: Var hún mjög drukkin? Hvernig var hún klædd? #6dagsleikinn

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir lýsti óskemtilegri reynslu frá því að hún starfaði sem lögreglukona: „Lögreglukonur eru alltaf svo leiðinlegar“ eftir að hafa sagst langa að taka mig „aftanfrá“ þegar ég var að stöðva hann fyrir brot #6dagsleikinn“

„Lyftingar eru bara fyrir karlmenn og trukkalessur“

Annars hafa dæmin verið jafn ólík og þau eru mörg. Ragnhildur Þórðardóttir, eða Ragga nagli eins og hún er oftast kölluð, tók saman nokkur mismunandi dæmi um hversdagslegt misrétti sem hún hefur orðið fyrir. Eins og því þegar hún var ítrekið klipin í rassinn þegar hún gekk á undan forstjóra spítala upp stiga í jólaboði.

„Í partýi var vinur Naglans spurður: “Hver á þessa?” og benti síðan á Naglann.

„Af hverju áttu ekki börn?“ En Naglabóndinn fær ekki sömu spurningu.

„Hendurnar á þér eru eins og á karlmanni.“

„Það er nú ekki mjög kvenlegt að rymja svona í réttstöðulyftu.“

Labba heim úr ræktinni í þröngri brók og vera flautað á af verkamönnum.

Á djamminu: „Hey þú! Viltu ríða?“

Ganga upp stiga á undan forstjóra Bispebjerg-spítala í jólagleði og vera klipin nokkrum sinnum í rassinn á leiðinni.

„Ættirðu ekki að finna þér eitthvað fágaðra sport? Lyftingar eru bara fyrir karlmenn og trukkalessur“

„Kallinn þinn hefur aldeilis keypt köttinn í sekknum,“ þegar Naglinn sagðist ekki strauja skyrtur bóndans, heldur gerði hann það sjálfur.

Undir umræðu um brjóstagjöf á almannafæri: „Þú þarft nú ekki að hafa áhyggjur, það er hvort eð er ekkert að sjá hjá þér.“

Já, hann er heldur betur hressandi hversdagsleikinn.
En hann gerir okkur kvensurnar bara sterkari.

'Girl power' alveg niður í görn.“

„Yfirmaður minn glottir og byrjar „í djóki“ að losa beltið“

Hanna María var heldur óheppin með yfirmann: „Var verkefnalaus í vinnunni og spurði hvort ég gæti gert eitthvað. Yfirmaður minn glottir og byrjar „í djóki“ að losa beltið. #6dagsleikinn“

Sonja Sigríður segir: „Þegar ókunnugur maður talar við vin sinn, bendir á mig og segir svo: „Þessa myndi ég til dæmis alveg misnota kynferðislega.“ #6dagsleikinn“

Alma Ágúsdóttir bendir á algenga hugsanavillu: „Þegar „ég á kærasta“ er talið gilara svar en „nei takk“ því strákar virða aðra stráka meira en rétt minn til að segja nei #6dagsleikinn.“

Sæunn Jódís segir frá því þegar kynferðisofbeldi gegn dreng var ekki tekið alvarlega: „Þegar stelpa nauðgaði bróður vinkonu minnar þegar hann var dauðadrukkinn og öllum fannst það fyndið. #6dagsleikinn“

 

„Skrifarðu fréttirnar sem þú gerir alveg sjálf?“

María Lilja Þrastardóttir er ein þeirra sem stendur að baki herferðinni og hefur tekið nokkur dæmi af hversdagslegu misrétti sem hún hefur orðið fyrir. Eins og þetta: „Þegar Séð og heyrt reyndi að gera lítið úr brjóstabyltingunni. #6dagsleikinn." Tímaritið birti frétt um „flottustu femínistabrjóstin,“ í kjölfar #freethenipple-herferðarinnar.

Þórhildur Þorkelsdóttir, fréttakona á Stöð 2 og Brestum, segir:  „Skrifarðu fréttirnar sem þú gerir alveg sjálf?“ hef ég margoft verið spurð að, bæði af konum og körlum. #6dagsleikinn“

Kolbrún Björnsdóttir, fyrrverandi dagskrárgerðarkona, fór nýlega að stunda hjólreiðar af miklum krafti og vinnur nú í hjólabúð: „Þegar fullorðinn maður bað mig, eftir að hann tjáði mér að konur ættu ekki að vinna í hjólabúðum, að hjóla ekki fram úr sér. Þá yrði hann að hætta að hjóla. #‎6dagsleikinn‬

Eva Bjarnadóttir var nýverið ráðin aðstoðarmaður Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar. Af því tilefni var stutt umfjöllun um hana á baksíðu Fréttatímans á föstudag: „Er á baksíðu Fréttatímans í dag því ég var að fá nýtt starf. Fyrirsögnin hefði aldrei verið "Ókvæntur en trúlofaður". ‪#‎6dagsleikinn‬“ 

Tweets about 6dagsleikinn

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynbundið ofbeldi

Þórhildur Sunna: „Í hvaða veruleika búa þau eiginlega?“
Fréttir

Þór­hild­ur Sunna: „Í hvaða veru­leika búa þau eig­in­lega?“

Lög­regla taldi ekki til­efni til að hefja rann­sókn á meintri nauðg­un þeg­ar mað­ur sagð­ist hafa sett lim í enda­þarm sof­andi 17 ára stúlku sem vildi ekki enda­þarms­mök. Þing­kona Pírata og formað­ur Laga- og mann­rétt­inda­nefnd­ar Evr­ópu­ráðs­þings­ins seg­ir að af­staða ákæru­valds­ins og mál­ið allt valdi henni veru­leg­um áhyggj­um af stöðu kyn­ferð­is­brota­mála í ís­lensku rétt­ar­vörslu­kerfi.
Hafði „enda­þarms­mök“ við sofandi stúlku – Ekki nauðgun, segir lögregla
Fréttir

Hafði „enda­þarms­mök“ við sof­andi stúlku – Ekki nauðg­un, seg­ir lög­regla

Lög­regla og rík­is­sak­sókn­ari töldu ekki til­efni til að rann­saka hvort nauðg­un hefði átt sér stað þeg­ar mað­ur þröngv­aði lim sín­um í enda­þarm 17 ára stúlku með­an hún svaf. Mað­ur­inn, fað­ir­inn í Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu svo­kall­aða, við­ur­kenndi verkn­að­inn í yf­ir­heyrslu vegna ann­ars máls og sagð­ist hafa vit­að að stúlk­an væri mót­fall­in enda­þarms­mök­um.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár