Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Líkir Áslaugu Friðriksdóttur við Ásdísi Höllu

Dag­ur B. Eggert­son gagn­rýn­ir harð­lega hug­mynd­ir Áslaug­ar Frið­riks­dótt­ur um aukna einka­væð­ingu í vel­ferð­ar­kerf­inu.

Líkir Áslaugu Friðriksdóttur við Ásdísi Höllu

Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lýsir yfir vilja til að auka einkavæðingu í velferðarþjónustu í Reykjavík í föstudagsviðtali Fréttablaðsins. Áslaug segist vilja bjóða út verkefni og auka val sjúklinga.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur ekki vel í þessar hugmyndir Áslaugar og líkir Áslaugu við Ásdísi Höllu Bragadóttur, eiganda einkarekna heimahjúkrunarfyrirtækisins Sinnum ehf. og lækningafyrirtækisins Klíníkurinnar, í stöðufærslu á Facebook. Stundin hefur undanfarið fjallað um viðskipti Ásdísar Höllu og félags hennar Sinnum.

„Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, boðar einkavæðingu velferðarþjónustu borgarinnar á forsíðu Fréttablaðsins. Hún vill bjóða hana út og veita fyrirtækjum í velferðarþjónustu frelsi til að „búa til aukaþjónustu“ sem einstaklingar greiða þá beint fyrir. Ásdís Halla Bragadóttir, forstjóri Sinnum hf, boðaði svipaða sýn á árfundi Samtaka atvinnulífsins fyrir um tveimur árum og horfði til Albaníu þar sem hægt væri að kaupa brons, silfur eða gullpakka þegar kona kæmi inn á spítala til fæðingar (ég er ekki að skálda þetta - hennar dæmi).

Albanía er eitt versta heilbrigðiskerfi Evrópu þar sem einungis ríkasta brot samfélagsins hefur ráð á því sem við teljum eðlilega (fyrsta flokks) þjónustu,“ skrifar Dagur. Hér má sjá erindi Ásdísar Höllu þegar hún lýsti heilbrigðisrekstri í Albaníu.

Vill auka val

Í viðtali við Fréttablaðið er Áslaug spurð hvort hún vilji sjá einkavæðingu í velferðarþjónustu. Svar hennar er já. „Já. Bjóða út verkefnið. Þannig munum við fá fjölbreytni og þau fyrirtæki sem þá myndu líta dagsins ljós eru betur til þess fallin að fara í þá nýsköpun sem við þurfum í þessum geira. Við þurfum breytta nálgun. Nú er mikil óánægja með þjónustuna og hefur verið lengi,“ segir Áslaug.

„Ofan á það geta þessi fyrirtæki búið til aukaþjónustu og náð inn tekjum.“

Borgarfulltrúinn lýsir yfir vilja til að búa til þrepskipt velferðarkerfi þar sem grunnþjónusta sé veit af Reykjavíkurborg en einkaaðilar sjái um „aukaþjónustu“. „Ofan á það geta þessi fyrirtæki búið til aukaþjónustu og náð inn tekjum. Geta farið að bjóða fjölskyldum alls konar þjónustu sem þörf er á. Við eigum að búa til kerfi þar sem um almennara velferðarkerfi er að ræða. Fólk þarf ekki að bíða þar til það kemst í mikil vandræði heldur bara veit að það er alls konar fólk með fagþekkingu sem veit hvernig það á að mæta alls konar vandamálum, hjá börnum og fjölskyldum,“ segir Áslaug.

Áslaug segir þó að einkaaðilarnir ættu ekki að fá að velja sér sjúklinga. „Nei, við þurfum að gera það á þann hátt að það verði ekki. Eins og er verið að gera núna í heilbrigðisþjónustunni. Það eru heilsugæslustöðvar sem hafa tekið að sér reksturinn, fá til þess greitt úr ríkissjóði. Þar má fólk ekkert velja sér kúnna. Kúnnarnir hafa rétt á að sækja sér þjónustuna þangað vilji þeir það. Þannig er vel hægt að vinna í velferðarkerfinu. Um þetta held ég að geti náðst breið samstaða. Samfylkingin var á sínum tíma með þetta á stefnuskrá,“ segir Áslaug.

Vill tryggja jöfn tækifæri

Dagur sparar ekki stóru orðin á Facebook og segir ástæðuna sem hann sé í stjórnmálum að koma í veg fyrir álíka hugmyndir og Áslaug talar fyrir. „Velferðarsamfélög Norðurlanda byggja á sterkri samhjálp þar sem veitt er þjónusta eftir þörf, en greitt er eftir getu. Þetta á að tryggja jöfn tækifæri og jafnræði þar sem efni ráði ekki örlögum fólks ef það veikist eða þarf aukinn stuðning tímabundið eða til lengdar. Innan þessara ramma hefur stundum verið beitt útboðum og einkarekstri, en ábyrgðin er hins opinbera og umtalsverður rekstur á hendi ríkis og sveitarfélaga enda hafa margir bent á að fyrirtæki með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi sogi takmarkaða fjármuni út úr velferðar- og heilbrigðiskerfinu án þess að auka þar hagkvæmni þegar til lengri tíma er litið.

„Viljum við norrænt velferðarsamfélag eða viljum við það ekki?“

Útboð og einkarekstur í völdum tilvikum er eitt og sér heilmikil umræða. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni er hins vegar ekki bara að velta fyrir sér hagkvæmni útboða í völdum tilvikum, eins og margir gætu haldið, heldur grundvallarbreytingu á samfélagsgerðinni þar sem efni ráði því hverjir fái fyrsta flokks heilbrigðis- og velferðarþjónustu en hinir fái einhvern nýjan grunn, sem á að spara miklar fjárhæðir og okkur hefur ekki verið kynntur. Það verður að gera þá kröfu til flokksins að hann kynni þessar hugmyndir sínar margfalt margfalt betur og gefi heiðarlega lýsingu á því hverjar verði afleiðingarnar fyrir einstaklinga og samfélag. Kannski botnar þetta í spurningunni: viljum við norrænt velferðarsamfélag eða viljum við það ekki? Það er raunar ekki spurning í mínum huga, heldur ein ástæðan fyrir því að ég er að í stjórnmálum,“ skrifar Dagur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Íslenska útrásin í bresku elliheimilin
Úttekt

Ís­lenska út­rás­in í bresku elli­heim­il­in

Fjár­festa­hóp­ur sem Kvika setti sam­an hef­ur á síð­ustu ár­um ver­ið eig­andi breskra elli­heim­ila. For­svars­menn elli­heim­il­is­ins hafa kom­ið hing­að til lands til að mæla fyr­ir auk­inni einka­væð­ingu í vel­ferð­ar­þjón­ustu á Ís­landi. Kvika sjálf, og þar með ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir, er hlut­hafi í elli­heim­il­un­um sem skil­uðu arð­semi um­fram vænt­ing­ar á síð­asta ári.
Spyr ráðherra um eftirlit Sjúkratrygginga með einkarekstri í heilbrigðiskerfinu
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Spyr ráð­herra um eft­ir­lit Sjúkra­trygg­inga með einka­rekstri í heil­brigðis­kerf­inu

Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur stað­ið fyr­ir stór­auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu frá því að hann tók við starf­inu. Eft­ir­lit með þeim fjár­mun­um sem fara frá rík­inu til einka­að­ila hef­ur sam­hliða því ekki ver­ið auk­ið. Will­um Þór svar­aði spurn­ing­um um með­al ann­ars á Al­þingi um miðj­an mán­uð­inn.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Sjúkratryggingar kanna gagnrýni lækna á útvistun aðgerða
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Sjúkra­trygg­ing­ar kanna gagn­rýni lækna á út­vist­un að­gerða

Rík­is­stofn­un­in Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands seg­ist ætla að kanna þá gagn­rýni sem kom­ið hef­ur fram frá lækn­um á Land­spít­al­an­um á út­vist­un á að­gerð­um gegn legs­límuflakki. Sjúkra­trygg­ing­ar segja að heil­brigð­is­ráðu­neyt­ið telji að þörf sé á að út­vista að­gerð­un­um jafn­vel þó lækn­ar á Land­spít­al­an­um segi að svo sé ekki.
Aðgerðir einkavæddar til Klíníkurinnar að ástæðulausu
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­gerð­ir einka­vædd­ar til Klíník­ur­inn­ar að ástæðu­lausu

Eng­ir bið­list­ar eru eft­ir að­gerð­um gegn en­dómetríósu á Land­spít­al­an­um en þrátt fyr­ir það ætla Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands að einka­væða slík­ar að­gerð­ir með samn­ingi til fimm ára. Kven­sjúk­dóma­lækn­ar á Land­spít­al­an­um eru ósátt­ir við þetta og segja út­vist­un­ina óþarfa og lýsa yf­ir áhyggj­um af þró­un­inni.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár