Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Lífslíkurnar bættar með breyttu mataræði

Saga brjóstakrabba­meins í ætt Þór­unn­ar Steins­dótt­ur ýtti henni út í að kynna sér of­an í kjöl­inn hvaða mat­ar­teg­und­ir geta hjálp­að til við að draga úr lík­um á að þróa það með sér. Með ný­út­kom­inni bók henn­ar og Unn­ar Guð­rún­ar Páls­dótt­ur vilja þær kenna öðr­um að lág­marka lík­urn­ar á því að verða al­var­lega veik­ir á lífs­leið­inni með bættu mataræði.

Lífslíkurnar bættar með breyttu mataræði
Miðlar af reynslu sinni Þórunn er viss um að flestir vilji gera allt sem í þeirra valdi stendur til að lágmarka líkurnar á að verða alvarlega veikir á lífsleiðinni. Bókinni er ætlað að vera tól til að auðvelda fólki þá vinnu. Mynd: Kristinn Magnússon

Tilurð bókarinnar Máttur matarins má rekja aftur um nokkur ár, þegar Þórunn Steinsdóttir, annar höfunda bókarinnar, og fjölskylda hennar bjuggu í Vancouver í Kanada. Þórunn hafði eignast sitt fyrsta barn nokkrum mánuðum fyrr og hafði síðan hún varð ófrísk varið miklum tíma í að kynna sér hvernig hún gæti bætt lífslíkur sínar með breyttu mataræði. Í Kanada hafði hún gott aðgengi að bókum og var í fæðingarorlofi, svo hún var í góðri aðstöðu til að sökkva sér ofan í þessi mál. Þegar hún var búin að kynna sér þau vel fann hún fróðleiknum farveg á bloggi sem hún kallaði Mátt matarins. Það náði fljótt miklum vinsældum en þar deildi hún uppskriftum og ýmsum fróðleik sem hún hafði viðað að sér. Hún hlaut mikið hrós fyrir, enda voru margir áhugasamir um þá hugmynd að geta bætt lífslíkur sínar með bættu mataræði, án þess að hafa endilega tíma eða áhuga til að viða að sér nauðsynlegri þekkingu. „Þegar ég var komin aftur heim frá Kanada fann ég að hausinn var kominn annað. Mig langaði samt ekki að loka blogginu en ákvað að pakka þessu saman í aðgengilega bók, þar sem flóknir læknisfræðilegir hlutir væru útskýrðir á einfaldan hátt. Ég hef lagt ofsalega mikla vinnu í að skilja þessa hluti sjálf og er meðvituð um að aðrir hafa ekki endilega tækifæri til að kynna sér málin eins vel. Margt af þessu er ansi flókið og ég þurfti sjálf að hafa mikið fyrir því að skilja þetta. Ég hef trú á að fólk vilji gera allt sem í valdi þess stendur til að lágmarka líkurnar á að það verði alvarlega veikt á lífsleiðinni. Bókinni er ætlað að vera tól til að auðvelda fólki þá vinnu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Varð skugginn af sjálfri sér
3
Móðursýkiskastið#6

Varð skugg­inn af sjálfri sér

Í þess­um loka­þætti Móð­ur­sýkiskasts­ins fá­um við að heyra frá konu sem var sett á lyf sem gætu hafa haft mjög nei­kvæð áhrif á heilsu henn­ar. Lyf sem henni voru gef­in við sjúk­dómi sem svo kom í ljós að hún var ekki með. Hún gekk á milli lækna í ald­ar­fjórð­ung áð­ur en hún fékk rétta grein­ingu. Ragn­hild­ur Þrast­ar­dótt­ir hef­ur um­sjón með þáttar­öð­inni. Hall­dór Gunn­ar Páls­son hann­aði stef og hljóð­heim þátt­anna. Þátt­ur­inn í heild sinni er að­eins að­gengi­leg­ur áskrif­end­um Heim­ild­ar­inn­ar. Áskrift má nálg­ast á heim­ild­in.is/askrift.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár