Tilurð bókarinnar Máttur matarins má rekja aftur um nokkur ár, þegar Þórunn Steinsdóttir, annar höfunda bókarinnar, og fjölskylda hennar bjuggu í Vancouver í Kanada. Þórunn hafði eignast sitt fyrsta barn nokkrum mánuðum fyrr og hafði síðan hún varð ófrísk varið miklum tíma í að kynna sér hvernig hún gæti bætt lífslíkur sínar með breyttu mataræði. Í Kanada hafði hún gott aðgengi að bókum og var í fæðingarorlofi, svo hún var í góðri aðstöðu til að sökkva sér ofan í þessi mál. Þegar hún var búin að kynna sér þau vel fann hún fróðleiknum farveg á bloggi sem hún kallaði Mátt matarins. Það náði fljótt miklum vinsældum en þar deildi hún uppskriftum og ýmsum fróðleik sem hún hafði viðað að sér. Hún hlaut mikið hrós fyrir, enda voru margir áhugasamir um þá hugmynd að geta bætt lífslíkur sínar með bættu mataræði, án þess að hafa endilega tíma eða áhuga til að viða að sér nauðsynlegri þekkingu. „Þegar ég var komin aftur heim frá Kanada fann ég að hausinn var kominn annað. Mig langaði samt ekki að loka blogginu en ákvað að pakka þessu saman í aðgengilega bók, þar sem flóknir læknisfræðilegir hlutir væru útskýrðir á einfaldan hátt. Ég hef lagt ofsalega mikla vinnu í að skilja þessa hluti sjálf og er meðvituð um að aðrir hafa ekki endilega tækifæri til að kynna sér málin eins vel. Margt af þessu er ansi flókið og ég þurfti sjálf að hafa mikið fyrir því að skilja þetta. Ég hef trú á að fólk vilji gera allt sem í valdi þess stendur til að lágmarka líkurnar á að það verði alvarlega veikt á lífsleiðinni. Bókinni er ætlað að vera tól til að auðvelda fólki þá vinnu.“
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.
Lífslíkurnar bættar með breyttu mataræði
Saga brjóstakrabbameins í ætt Þórunnar Steinsdóttur ýtti henni út í að kynna sér ofan í kjölinn hvaða matartegundir geta hjálpað til við að draga úr líkum á að þróa það með sér. Með nýútkominni bók hennar og Unnar Guðrúnar Pálsdóttur vilja þær kenna öðrum að lágmarka líkurnar á því að verða alvarlega veikir á lífsleiðinni með bættu mataræði.
Mest lesið
1
Sif Sigmarsdóttir
Jól í janúar
Hver segir að ekki megi gera í janúar það sem stóð til að gera í desember?
2
Ketill Sigurjónsson
Orkutækifæri Íslands á góðu skriði eða í öngstræti?
Ketill Sigurjónsson segir margt óljóst varðandi útfærslu þeirra atriða sem fjalla um orkumál í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar. „Þarna hræða sporin,“ skrifar hann og segir mikilvægt að gerðar verði breytingar á laga- og stjórnsýsluumhverfinu til að flýta þróun nýrra orkuverkefna.
3
Varð skugginn af sjálfri sér
Í þessum lokaþætti Móðursýkiskastsins fáum við að heyra frá konu sem var sett á lyf sem gætu hafa haft mjög neikvæð áhrif á heilsu hennar. Lyf sem henni voru gefin við sjúkdómi sem svo kom í ljós að hún var ekki með. Hún gekk á milli lækna í aldarfjórðung áður en hún fékk rétta greiningu. Ragnhildur Þrastardóttir hefur umsjón með þáttaröðinni. Halldór Gunnar Pálsson hannaði stef og hljóðheim þáttanna. Þátturinn í heild sinni er aðeins aðgengilegur áskrifendum Heimildarinnar. Áskrift má nálgast á heimildin.is/askrift.
4
„Þessum hryllingi verður að linna“
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, ræddi í dag við framkvæmdastjóra UNRWA og yfirmann mannúðar- og uppbyggingarmála Sameinuðu þjóðanna fyrir Gaza. Þar tilkynnti hún UNRWA að Ísland muni greiða framlög til stofnunarinnar fyrr en áætlað var, í ljósi gríðarlegrar mannúðarþarfar.
5
Dýrlingurinn með hnútasvipuna
Illugi Jökulsson veltir fyrir sér þeirri aðkallandi spurningu hvernig geimverum myndi lítast á nýjasta dýrling kaþólsku kirkjunnar.
Mest lesið í vikunni
1
Tólf ára fangelsi fyrir fjársvik
Þyngsti dómur sem fallið hefur fyrir fjársvik í Danmörku var kveðinn upp í bæjarrétti í Glostrup í síðustu viku. Sá dæmdi, Sanjay Shah, er talinn hafa svikið jafngildi 180 milljarða íslenskra króna úr danska ríkiskassanum. Hann segist hafa nýtt glufu í skattakerfinu og hefur áfrýjað dómnum.
2
Mæðgur fóru báðar í brjóstnám
Hin 25 ára gamla Hrafnhildur Ingólfsdóttir gekkst undir tvöfalt brjóstnám í fyrra eftir að hún greindist með stökkbreytingu í BRCA1-geninu. Guðrún Katrín Ragnhildardóttir, móðir hennar, hefur einnig látið fjarlægja brjóst sín – en hún fékk brjóstakrabbamein 28 ára gömul.
3
Voðalega gott að vera afi
Með aðstoð Google endaði Muggur Guðmundsson með afastráknum Ólafi Gunnari Helgasyni á Billiardbarnum. Tilgangurinn var að sameinast í nýlegu áhugamáli barnabarnsins.
4
Ástin í lífi Dorritar er hundurinn Samson
Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, segir hundinn Samson vera ástina í lífi sínu og ef hún gæti væri hún alltaf á Íslandi með honum. Dorrit segir það engum koma við að hundurinn sé klónaður. „Ég sagði engum frá því að hann væri klónaður. Ólafur gerði það.“
5
Merkustu forsögulegu fréttir ársins: Hvenær voru samfarir okkar og Neanderdalsmanna nánastar?
Sífellt berast nýjar fréttir af háttum og sögu mannsins á forsögulegum tímum. Ný frétt sem lýtur að samskiptum okkar við frændfólk okkar Neanderdalsfólkið hlýtur að teljast meðal hinna merkustu árið 2024
6
Saumar teppi til að takast á við sorgina
Eftir að Sigurlaug Gísladóttir missti son sinn úr bráðahvítblæði í hittifyrra ók hún upp á því að sauma handverk úr bútasaumi. Verkin selur hún og gefur ágóðann til Krabbameinsfélagsins í Austur-Húnavatnssýslu.
Mest lesið í mánuðinum
1
Við erum ekkert „trailer trash“
Lilja Karen varð ólétt eftir glasafrjóvgun þegar hún bjó á tjaldsvæðinu í Laugardalnum og á dögunum fagnaði dóttir hennar árs afmæli. Afmælisveislan var haldin í hjólhýsi litlu fjölskyldunnar á Sævarhöfða, þar sem þær mæðgur búa ásamt hinni mömmunni, Friðmeyju Helgu. „Okkar tilfinning er að það hafi verið leitað að ljótasta staðnum fyrir okkur,“ segir Friðmey, og á þar við svæðið sem Reykjavíkurborg fann fyrir hjólhýsabyggðina.
2
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
Háskóla-, nýsköpunar- og iðnaðarráðuneytið hefur undanfarna mánuði keypt húsgögn úr hönnunarverslun, sem þar til nýlega hét Norr11, að andvirði rúmlega tíu milljóna króna. Um er að ræða samsettan sófa, kaffiborð, borðstofuborð og fleiri húsgögn að andvirði 10,2 milljóna króna. Þar af er 1,3 milljóna króna sófi inni á skrifstofu ráðherra.
3
Vont að vita af þeim einum yfir hátíðarnar
„Maður veltir fyrir sér hvað varð til þess að hann var bara einn og var ekki í tengslum við einn né neinn,“ segir lögreglukona sem fór í útkall á aðventunni til einstæðings sem hafði dáið einn og legið lengi látinn.
4
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
Bergþóra Pálsdóttir, Bebba, hefur unun af því að fá gesti til sín í hjólhýsið og finnst þetta svolítið eins og að búa í einbýlishúsi. Barnabörnin koma líka í heimsókn en þau geta ekki farið út að leika sér í hjólhýsabyggðinni í Sævarhöfðanum: „Þau skilja ekki af hverju við vorum rekin úr Laugardalnum og sett á þennan ógeðslega stað.“
5
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
Þegar Karen Ösp Friðriksdóttir lá sárkvalin á kvennadeild Landspítala árið 2019 var hún sökuð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá verið verkjuð síðan hún var níu ára. Geðlæknir leiddi að því líkum að verkir hennar tengdust gervióléttu. Tveimur árum síðar fékk hún loks staðfestingu á því að hún væri með líkamlegan sjúkdóm. Hún vonar að heilbrigðiskerfið og samfélagið læri af hennar sögu.
6
Ný rannsókn byltir uppruna Færeyinga og Íslendinga: Ekki eins skyldir og talið hefur verið
DNA-rannsóknir á jurta- og dýraleifum hafa þegar breytt myndinni af uppruna byggðar í Færeyjum. Þær virðast hafa byggst fyrst langt á undan Íslandi. En nú hefur rannsókn á uppruna Færeyinga líka breytt mynd okkar af uppruna færeysku þjóðarinnar og skyldleikanum við Íslendinga
Athugasemdir