Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Lífslíkurnar bættar með breyttu mataræði

Saga brjóstakrabba­meins í ætt Þór­unn­ar Steins­dótt­ur ýtti henni út í að kynna sér of­an í kjöl­inn hvaða mat­ar­teg­und­ir geta hjálp­að til við að draga úr lík­um á að þróa það með sér. Með ný­út­kom­inni bók henn­ar og Unn­ar Guð­rún­ar Páls­dótt­ur vilja þær kenna öðr­um að lág­marka lík­urn­ar á því að verða al­var­lega veik­ir á lífs­leið­inni með bættu mataræði.

Lífslíkurnar bættar með breyttu mataræði
Miðlar af reynslu sinni Þórunn er viss um að flestir vilji gera allt sem í þeirra valdi stendur til að lágmarka líkurnar á að verða alvarlega veikir á lífsleiðinni. Bókinni er ætlað að vera tól til að auðvelda fólki þá vinnu. Mynd: Kristinn Magnússon

Tilurð bókarinnar Máttur matarins má rekja aftur um nokkur ár, þegar Þórunn Steinsdóttir, annar höfunda bókarinnar, og fjölskylda hennar bjuggu í Vancouver í Kanada. Þórunn hafði eignast sitt fyrsta barn nokkrum mánuðum fyrr og hafði síðan hún varð ófrísk varið miklum tíma í að kynna sér hvernig hún gæti bætt lífslíkur sínar með breyttu mataræði. Í Kanada hafði hún gott aðgengi að bókum og var í fæðingarorlofi, svo hún var í góðri aðstöðu til að sökkva sér ofan í þessi mál. Þegar hún var búin að kynna sér þau vel fann hún fróðleiknum farveg á bloggi sem hún kallaði Mátt matarins. Það náði fljótt miklum vinsældum en þar deildi hún uppskriftum og ýmsum fróðleik sem hún hafði viðað að sér. Hún hlaut mikið hrós fyrir, enda voru margir áhugasamir um þá hugmynd að geta bætt lífslíkur sínar með bættu mataræði, án þess að hafa endilega tíma eða áhuga til að viða að sér nauðsynlegri þekkingu. „Þegar ég var komin aftur heim frá Kanada fann ég að hausinn var kominn annað. Mig langaði samt ekki að loka blogginu en ákvað að pakka þessu saman í aðgengilega bók, þar sem flóknir læknisfræðilegir hlutir væru útskýrðir á einfaldan hátt. Ég hef lagt ofsalega mikla vinnu í að skilja þessa hluti sjálf og er meðvituð um að aðrir hafa ekki endilega tækifæri til að kynna sér málin eins vel. Margt af þessu er ansi flókið og ég þurfti sjálf að hafa mikið fyrir því að skilja þetta. Ég hef trú á að fólk vilji gera allt sem í valdi þess stendur til að lágmarka líkurnar á að það verði alvarlega veikt á lífsleiðinni. Bókinni er ætlað að vera tól til að auðvelda fólki þá vinnu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Aðalsteinn Kjartansson
2
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Ísland vaknar
5
GreiningÓgnir Íslands

Ís­land vakn­ar

Ís­land stend­ur frammi fyr­ir breyttu lands­lagi í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um. Ut­an­rík­is­ráð­herra kynnti í vik­unni til­lögu að mót­un varn­ar­stefnu sem mið­ar að því að greina ógn­ir og varn­ar­bún­að. Gagn­rýn­end­ur telja stjórn­völd hafa van­rækt varn­ar­mál­in og ekki lag­að stefn­una að breytt­um veru­leika. Pró­fess­or sagði fyr­ir þrem­ur ár­um: „Þyrnirós svaf í heila öld: Hversu lengi ætl­um við að sofa á verð­in­um?“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
4
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
5
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár