Tilurð bókarinnar Máttur matarins má rekja aftur um nokkur ár, þegar Þórunn Steinsdóttir, annar höfunda bókarinnar, og fjölskylda hennar bjuggu í Vancouver í Kanada. Þórunn hafði eignast sitt fyrsta barn nokkrum mánuðum fyrr og hafði síðan hún varð ófrísk varið miklum tíma í að kynna sér hvernig hún gæti bætt lífslíkur sínar með breyttu mataræði. Í Kanada hafði hún gott aðgengi að bókum og var í fæðingarorlofi, svo hún var í góðri aðstöðu til að sökkva sér ofan í þessi mál. Þegar hún var búin að kynna sér þau vel fann hún fróðleiknum farveg á bloggi sem hún kallaði Mátt matarins. Það náði fljótt miklum vinsældum en þar deildi hún uppskriftum og ýmsum fróðleik sem hún hafði viðað að sér. Hún hlaut mikið hrós fyrir, enda voru margir áhugasamir um þá hugmynd að geta bætt lífslíkur sínar með bættu mataræði, án þess að hafa endilega tíma eða áhuga til að viða að sér nauðsynlegri þekkingu. „Þegar ég var komin aftur heim frá Kanada fann ég að hausinn var kominn annað. Mig langaði samt ekki að loka blogginu en ákvað að pakka þessu saman í aðgengilega bók, þar sem flóknir læknisfræðilegir hlutir væru útskýrðir á einfaldan hátt. Ég hef lagt ofsalega mikla vinnu í að skilja þessa hluti sjálf og er meðvituð um að aðrir hafa ekki endilega tækifæri til að kynna sér málin eins vel. Margt af þessu er ansi flókið og ég þurfti sjálf að hafa mikið fyrir því að skilja þetta. Ég hef trú á að fólk vilji gera allt sem í valdi þess stendur til að lágmarka líkurnar á að það verði alvarlega veikt á lífsleiðinni. Bókinni er ætlað að vera tól til að auðvelda fólki þá vinnu.“
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.
Lífslíkurnar bættar með breyttu mataræði
Saga brjóstakrabbameins í ætt Þórunnar Steinsdóttur ýtti henni út í að kynna sér ofan í kjölinn hvaða matartegundir geta hjálpað til við að draga úr líkum á að þróa það með sér. Með nýútkominni bók hennar og Unnar Guðrúnar Pálsdóttur vilja þær kenna öðrum að lágmarka líkurnar á því að verða alvarlega veikir á lífsleiðinni með bættu mataræði.

Mest lesið

1
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
Börn manns sem var jarðaður frá Víkurkirkju í júní segja að íslenskur rútubílstjóri hafi hleypt tugum ferðamanna út úr rútu við kirkjuna um klukkustund fyrir athöfn. Ferðamenn hafi tekið myndir þegar kistan var borin inn fyrir athöfn, reynt að komast inn í kirkjuna og togað í fánann sem var dreginn í hálfa stöng.

2
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Nýja Ísland: Leikvöllur milljarðamæringa
Í stað þess að stjórnvöld hafi markað sýn og stefnu til framtíðar fékk ferðaþjónustan að þróast áfram á eigin forsendum.

3
Samherjastofnandi kaupir „eitt glæsilegasta hús landsins“
Kristján Vilhelmsson og viðskiptafélagi hans víkka út fasteignasafn sitt með þriggja milljarða króna kaupum.

4
Sif Sigmarsdóttir
Ertu bitur afæta?
Er auðugur erfingi með ranghugmyndir um eigin verðleika?

5
Mjakast varla úr sporunum á Þingvöllum
Sex til átta þúsund manns ganga um Almannagjá á hverjum degi nú í júlí. Einar Á.E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður Þingvalla, segir áform um að stýra ferðamannastraumnum enn betur í bígerð. Þórir Sæmundsson leiðsögumaður segist varla hafa getað hreyft sig úr spori vegna mannmergðar á svæðinu.

6
Bað stjórn flokksins að íhuga stöðu sína
Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins sá ekki tilefni til að víkja Karli Héðni Kristjánssyni úr stjórninni að hans sögn eftir að hann greindi frá sambandi við unga konu.
Mest lesið í vikunni

1
Sif Sigmarsdóttir
Fyrir hvern framdi stjórnarandstaðan pólitískt harakírí?
Hvað knúði stjórnarandstöðuna til að ganga gegn vilja þjóðarinnar af slíku offorsi?

2
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
Börn manns sem var jarðaður frá Víkurkirkju í júní segja að íslenskur rútubílstjóri hafi hleypt tugum ferðamanna út úr rútu við kirkjuna um klukkustund fyrir athöfn. Ferðamenn hafi tekið myndir þegar kistan var borin inn fyrir athöfn, reynt að komast inn í kirkjuna og togað í fánann sem var dreginn í hálfa stöng.

3
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Nýja Ísland: Leikvöllur milljarðamæringa
Í stað þess að stjórnvöld hafi markað sýn og stefnu til framtíðar fékk ferðaþjónustan að þróast áfram á eigin forsendum.

4
Samherjastofnandi kaupir „eitt glæsilegasta hús landsins“
Kristján Vilhelmsson og viðskiptafélagi hans víkka út fasteignasafn sitt með þriggja milljarða króna kaupum.

5
Mjakast varla úr sporunum á Þingvöllum
Sex til átta þúsund manns ganga um Almannagjá á hverjum degi nú í júlí. Einar Á.E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður Þingvalla, segir áform um að stýra ferðamannastraumnum enn betur í bígerð. Þórir Sæmundsson leiðsögumaður segist varla hafa getað hreyft sig úr spori vegna mannmergðar á svæðinu.

6
Sif Sigmarsdóttir
Ertu bitur afæta?
Er auðugur erfingi með ranghugmyndir um eigin verðleika?
Mest lesið í mánuðinum

1
Sif Sigmarsdóttir
Sendillinn sem hvarf
Er „verðmætasta“ starfsfólkið raunverulega verðmætasta starfsfólkið?

2
Verðmætasta starfsfólk Íslands: Tugmilljónatekjur íslenskra forstjóra
Launahæsti forstjórinn í íslensku Kauphöllinni stýrir fyrirtæki sem hefur tapað tugum milljarða frá stofnun. Hann ber höfuð og herðar yfir aðra forstjóra þegar kemur að tekjum en alla jafna njóta þeir kjara sem eru á við tíföld meðallaun á íslenskum vinnumarkaði.

3
Hann var búinn að öskra á hjálp
Hjalti Snær Árnason hvarf laugardaginn 22. mars. Foreldrar hans lásu fyrst um það í fréttum að hans væri leitað í sjónum, fyrir það héldu þau að hann væri bara í göngutúr. En hann hafði liðið sálarkvalir, það vissu þau. Móðir Hjalta, Gerður Ósk Hjaltadóttir, lýsir því hvernig einhverfur sonur hennar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veiktist svo mikið andlega að þau voru byrjuð að syrgja hann löngu áður en hann var dáinn.

4
Segja fráfarandi stjórnarmann hafa dregið sér 3 milljónir
Ný framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins útskýrir í tölvupósti til flokksmanna hvers vegna þrír úr fyrri forystu flokksins hafa verið kærðir. Átök eru boðuð á fundi Vorstjörnunnar síðdegis í dag.

5
Áslaug Arna fær aftur laun þrátt fyrir að vera í leyfi
Þrátt fyrir að vera í New York í námi mun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fá greitt þingfararkaup þegar Alþingi er slitið og fram til 9. september ef varaþingmaður hennar tekur þá við eins og stendur til.

6
Sif Sigmarsdóttir
Fyrir hvern framdi stjórnarandstaðan pólitískt harakírí?
Hvað knúði stjórnarandstöðuna til að ganga gegn vilja þjóðarinnar af slíku offorsi?
Athugasemdir