Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

„Leyniskýrsla“ reyndist fréttabréf

Til­vitn­un um að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn gæfi ekki eft­ir ís­lenska hags­muni ekki frá kröfu­höf­um held­ur Ásmundi Ein­ari Daða­syni, að­stoð­ar­manni Sig­mund­ar Dav­íðs.

„Leyniskýrsla“ reyndist fréttabréf

„Leyniskýrslurnar“ sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vísaði til í ræðu sinni á flokksþingi Framsóknarmanna eru fréttabréf sem fjölda kröfuhafa berst reglulega frá Einari Karli Haraldssyni almannatengli og ráðgjafa slitastjórnar Glitnis. Fullyrðingin um að Framsóknarflokkurinn gæfi ekki eftir íslenska hagsmuni er úr slíku bréfi, að því er fram kemur í grein eftir viðskiptaritstjóra DV sem birtist á vef blaðsins í dag

Í skrifum viðskiptaritstjórans kemur hins vegar ekki fram að þau orð sem Sigmundur las upp eru tilvitnun fréttabréfsritara í pistil eftir Ásmund Einar Daðason, þingmann og aðstoðarmann forsætisráðherra sem birtist fyrr á þessu ári. Einar Karl benti á þetta í nýjasta fréttabréfi sínu til slitastjórnar Glitnis, líkt og Stöð 2 greindi frá í kvöld

Í viðtali Björns Inga Hrafnssonar við Sigmund Davíð í þættinum Eyjunni, sem tekið var í dag en sýnt í kvöld, var Sigmundur spurður sérstaklega um umrædda tilvitnun. Tók forsætisráðherra þá fram af fyrra bragði að þarna væri ekki verið að vitna í mat framsóknarmanna sjálfra heldur væri þetta „mat þessara aðila sem eru fengnir til að kortleggja stjórnmálin og greina þau“. Þetta sagði Sigmundur áður en Stöð 2 sagði fréttina um að hér væri um að ræða tilvitnun í Ásmund Einar.

Í grein hans sem birtist í Morgunblaðinu þann 22. janúar segir hann orðrétt: „Erlendir kröfuhafar þrotabúanna eru hægt en örugglega að átta sig á því að ríkisstjórninni er full alvara að standa vörð um hagsmuni almennings á Íslandi.“

Ekki niðurstaða skýrslunnar
„Við vitum að fulltrúar kröfuhafanna hafa tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra sem hafa tjáð sig um þessi mál eða teljast líklegir til að geta haft áhrif á gang mála,“ sagði Sigmundur í ræðu sinni og bætti við að „í sumum tilvikum hafa verið gerðar sálgreiningar á fólki til að átta sig á því hvernig best sé að eiga við það.“  

Sagði hann niðurstöðu einnar leyniskýrslu kröfuhafanna hafa verið rakta „í punktaformi á forsíðu“ þar sem staðið hefði: “The Progressive Party stands firms on Icelandic interests. Framsóknarflokkurinn gefur ekki eftir íslenska hagsmuni.“

Að því er fram kom í fréttum Stöðvar 2 var þetta hins vegar ekki niðurstaða skýrslunnar, heldur ensk þýðing á tilvitnun í grein eftir Ásmund Einar. Þannig virðist formaður Framsóknarflokksins hafa gefið flokkssystkinum sínum villandi upplýsingar um helgina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár