Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Leyniskýrsla“ reyndist fréttabréf

Til­vitn­un um að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn gæfi ekki eft­ir ís­lenska hags­muni ekki frá kröfu­höf­um held­ur Ásmundi Ein­ari Daða­syni, að­stoð­ar­manni Sig­mund­ar Dav­íðs.

„Leyniskýrsla“ reyndist fréttabréf

„Leyniskýrslurnar“ sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vísaði til í ræðu sinni á flokksþingi Framsóknarmanna eru fréttabréf sem fjölda kröfuhafa berst reglulega frá Einari Karli Haraldssyni almannatengli og ráðgjafa slitastjórnar Glitnis. Fullyrðingin um að Framsóknarflokkurinn gæfi ekki eftir íslenska hagsmuni er úr slíku bréfi, að því er fram kemur í grein eftir viðskiptaritstjóra DV sem birtist á vef blaðsins í dag

Í skrifum viðskiptaritstjórans kemur hins vegar ekki fram að þau orð sem Sigmundur las upp eru tilvitnun fréttabréfsritara í pistil eftir Ásmund Einar Daðason, þingmann og aðstoðarmann forsætisráðherra sem birtist fyrr á þessu ári. Einar Karl benti á þetta í nýjasta fréttabréfi sínu til slitastjórnar Glitnis, líkt og Stöð 2 greindi frá í kvöld

Í viðtali Björns Inga Hrafnssonar við Sigmund Davíð í þættinum Eyjunni, sem tekið var í dag en sýnt í kvöld, var Sigmundur spurður sérstaklega um umrædda tilvitnun. Tók forsætisráðherra þá fram af fyrra bragði að þarna væri ekki verið að vitna í mat framsóknarmanna sjálfra heldur væri þetta „mat þessara aðila sem eru fengnir til að kortleggja stjórnmálin og greina þau“. Þetta sagði Sigmundur áður en Stöð 2 sagði fréttina um að hér væri um að ræða tilvitnun í Ásmund Einar.

Í grein hans sem birtist í Morgunblaðinu þann 22. janúar segir hann orðrétt: „Erlendir kröfuhafar þrotabúanna eru hægt en örugglega að átta sig á því að ríkisstjórninni er full alvara að standa vörð um hagsmuni almennings á Íslandi.“

Ekki niðurstaða skýrslunnar
„Við vitum að fulltrúar kröfuhafanna hafa tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra sem hafa tjáð sig um þessi mál eða teljast líklegir til að geta haft áhrif á gang mála,“ sagði Sigmundur í ræðu sinni og bætti við að „í sumum tilvikum hafa verið gerðar sálgreiningar á fólki til að átta sig á því hvernig best sé að eiga við það.“  

Sagði hann niðurstöðu einnar leyniskýrslu kröfuhafanna hafa verið rakta „í punktaformi á forsíðu“ þar sem staðið hefði: “The Progressive Party stands firms on Icelandic interests. Framsóknarflokkurinn gefur ekki eftir íslenska hagsmuni.“

Að því er fram kom í fréttum Stöðvar 2 var þetta hins vegar ekki niðurstaða skýrslunnar, heldur ensk þýðing á tilvitnun í grein eftir Ásmund Einar. Þannig virðist formaður Framsóknarflokksins hafa gefið flokkssystkinum sínum villandi upplýsingar um helgina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
3
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár