Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

„Leyniskýrsla“ reyndist fréttabréf

Til­vitn­un um að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn gæfi ekki eft­ir ís­lenska hags­muni ekki frá kröfu­höf­um held­ur Ásmundi Ein­ari Daða­syni, að­stoð­ar­manni Sig­mund­ar Dav­íðs.

„Leyniskýrsla“ reyndist fréttabréf

„Leyniskýrslurnar“ sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vísaði til í ræðu sinni á flokksþingi Framsóknarmanna eru fréttabréf sem fjölda kröfuhafa berst reglulega frá Einari Karli Haraldssyni almannatengli og ráðgjafa slitastjórnar Glitnis. Fullyrðingin um að Framsóknarflokkurinn gæfi ekki eftir íslenska hagsmuni er úr slíku bréfi, að því er fram kemur í grein eftir viðskiptaritstjóra DV sem birtist á vef blaðsins í dag

Í skrifum viðskiptaritstjórans kemur hins vegar ekki fram að þau orð sem Sigmundur las upp eru tilvitnun fréttabréfsritara í pistil eftir Ásmund Einar Daðason, þingmann og aðstoðarmann forsætisráðherra sem birtist fyrr á þessu ári. Einar Karl benti á þetta í nýjasta fréttabréfi sínu til slitastjórnar Glitnis, líkt og Stöð 2 greindi frá í kvöld

Í viðtali Björns Inga Hrafnssonar við Sigmund Davíð í þættinum Eyjunni, sem tekið var í dag en sýnt í kvöld, var Sigmundur spurður sérstaklega um umrædda tilvitnun. Tók forsætisráðherra þá fram af fyrra bragði að þarna væri ekki verið að vitna í mat framsóknarmanna sjálfra heldur væri þetta „mat þessara aðila sem eru fengnir til að kortleggja stjórnmálin og greina þau“. Þetta sagði Sigmundur áður en Stöð 2 sagði fréttina um að hér væri um að ræða tilvitnun í Ásmund Einar.

Í grein hans sem birtist í Morgunblaðinu þann 22. janúar segir hann orðrétt: „Erlendir kröfuhafar þrotabúanna eru hægt en örugglega að átta sig á því að ríkisstjórninni er full alvara að standa vörð um hagsmuni almennings á Íslandi.“

Ekki niðurstaða skýrslunnar
„Við vitum að fulltrúar kröfuhafanna hafa tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra sem hafa tjáð sig um þessi mál eða teljast líklegir til að geta haft áhrif á gang mála,“ sagði Sigmundur í ræðu sinni og bætti við að „í sumum tilvikum hafa verið gerðar sálgreiningar á fólki til að átta sig á því hvernig best sé að eiga við það.“  

Sagði hann niðurstöðu einnar leyniskýrslu kröfuhafanna hafa verið rakta „í punktaformi á forsíðu“ þar sem staðið hefði: “The Progressive Party stands firms on Icelandic interests. Framsóknarflokkurinn gefur ekki eftir íslenska hagsmuni.“

Að því er fram kom í fréttum Stöðvar 2 var þetta hins vegar ekki niðurstaða skýrslunnar, heldur ensk þýðing á tilvitnun í grein eftir Ásmund Einar. Þannig virðist formaður Framsóknarflokksins hafa gefið flokkssystkinum sínum villandi upplýsingar um helgina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár