Undanfarið hefur nafnlaus Facebook-síða birt áróðursmyndbönd gegn stjórnarandstöðuflokkunum í fréttastreymi fjölda Íslendinga.
Aðstandendur síðunnar borga fyrir birtingu myndbandanna, en alger leynd hvílir yfir þeim sem standa að síðunni og þeim sem fjármagna auglýsingar hennar.
Tilvísanir í hryðjuverk og hrun
Í myndböndunum er meðal annars ýjað að því að Píratar „stefni á annað hrun“ og birtar myndir sem tengjast fjöldamorði í Noregi og hryðjuverkaárás í Frakklandi. Í einu myndbandanna er greint frá því að Samfylkingin njóti þess að vera í húsnæði sem fjármagnað var af Sovétríkjunum og sagt að þögn Ríkisútvarpsins sé „ærandi“.
Athugasemdir