Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Landlæknir leiðréttir „misskilning“ Óttars – lagatúlkun ráðuneytisins opni á einkavæðingu heilbrigðiskerfisins

Vel­ferð­ar­ráðu­neyt­ið styðst við laga­túlk­un sem gæti reynst Klíník­inni hag­stæð. Land­lækn­ir tel­ur túlk­un­ina gera það að verk­um að einka­rekst­ur á sviði sér­hæfðr­ar þjón­ustu geti hald­ið áfram að vaxa.

Landlæknir leiðréttir „misskilning“ Óttars – lagatúlkun ráðuneytisins opni á einkavæðingu heilbrigðiskerfisins

Landlæknir telur að túlkun heilbrigðisráðuneytisins á heilbrigðislögum geri það að verkum að einkarekstur og einkavæðing á sviði sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu og sjúkrahúsþjónustu geti haldið áfram að vaxa hér á landi. Slík þróun eigi sér stað í skjóli samnings Sjúkratrygginga Íslands og Læknafélags og vandséð sé hvernig heilbrigðisyfirvöld geti haft stjórn á því hvert opinbert fjármagn rennur til heilbrigðismála og hvaða rekstrarform verði ríkjandi í íslensku heilbrigðiskerfi.

Embætti landlæknis sendi út tilkynningu í gær vegna misskilnings sem gætir í umræðu um heilbrigðisþjónustu. Leiðréttir landlæknir bæði ummæli sem Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra lét falla á Alþingi þann 23. mars og fullyrðingu sem birtist í frétt Morgunblaðsins daginn eftir.

Þegar rætt var um málefni heilbrigðisfyrirtækisins Klíníkurinnar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi þann 23. mars sagði Óttarr: „Það er ekki ég sem veiti starfsleyfi fyrir starfsemi eða stofum, aðstöðu sérfræðinga úti í bæ, það er embætti landlæknisins sem veitir starfsleyfi fyrir stöðinni.“ 

„Embætti landlæknis hefur ítrekað reynt að leiðrétta þann misskilning að embættið veiti leyfi til rekstrar heilbrigðisþjónustu“

Í tilkynningu landlæknis segir hins vegar: „Embætti landlæknis (EL) hefur ítrekað reynt að leiðrétta þann misskilning að embættið veiti leyfi til rekstrar heilbrigðisþjónustu. Samkvæmt lögum um landlækni og lýðheilsu á landlæknir að staðfesta að fyrirhugaður rekstur heilbrigðisþjónustu uppfylli faglegar lágmarkskröfur. Í lögum um heilbrigðisþjónustu stendur að þegar um er að ræða svokallaða sérhæfða heilbrigðisþjónustu þurfi leyfi ráðherra til rekstrarins.“

Starfsemi Klíníkurinnar eins og hver annar stofurekstur

Bendir landlæknir á að embættið hafi þegar staðfest að starfsemi Klíníkurinnar Ármúla með fimm daga legudeild uppfylli faglegar lágmarkskröfur um sérhæfða sjúkrahúsþjónustu.

„Embættið hefur því bent ráðuneytinu á að samkvæmt skilningi þess á lögum þurfi leyfi ráðherra til þess að hefja rekstur legudeildar með tilheyrandi aðgerðum.“ 

 

Ráðuneytið lýsti því hins vegar yfir í desember síðastliðnum, þegar Kristján Þór Júlíusson var heilbrigðisráðherra, að það væri ósammála túlkun embættisins; líta bæri á rekstur Klíníkurinn sem hvern annan stofurekstur lækna sem ekki þyrfti leyfi ráðherra. 

Eins og Stundin hefur áður bent á tengist fyrirtækið Klíníkin Sjálfstæðisflokknum sterkum böndum. Á meðal hluthafa eru Hrólfur Einarsson, náfrændi Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, Guðbjörg Matthíasdóttir, útgerðarkona sem verið hefur einn stærsti hluthafi Morgunblaðsins undanfarin ár, Ásta Þórarinsdóttir sem Bjarni Benediktsson skipaði sem stjórnarformann Fjármálaeftirlitsins árið 2015 og Ásdís Halla Bragadóttir, stjórnarformaður fyrirtækisins sem er fyrrverandi bæjarstjóri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár