Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Landlæknir leiðréttir „misskilning“ Óttars – lagatúlkun ráðuneytisins opni á einkavæðingu heilbrigðiskerfisins

Vel­ferð­ar­ráðu­neyt­ið styðst við laga­túlk­un sem gæti reynst Klíník­inni hag­stæð. Land­lækn­ir tel­ur túlk­un­ina gera það að verk­um að einka­rekst­ur á sviði sér­hæfðr­ar þjón­ustu geti hald­ið áfram að vaxa.

Landlæknir leiðréttir „misskilning“ Óttars – lagatúlkun ráðuneytisins opni á einkavæðingu heilbrigðiskerfisins

Landlæknir telur að túlkun heilbrigðisráðuneytisins á heilbrigðislögum geri það að verkum að einkarekstur og einkavæðing á sviði sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu og sjúkrahúsþjónustu geti haldið áfram að vaxa hér á landi. Slík þróun eigi sér stað í skjóli samnings Sjúkratrygginga Íslands og Læknafélags og vandséð sé hvernig heilbrigðisyfirvöld geti haft stjórn á því hvert opinbert fjármagn rennur til heilbrigðismála og hvaða rekstrarform verði ríkjandi í íslensku heilbrigðiskerfi.

Embætti landlæknis sendi út tilkynningu í gær vegna misskilnings sem gætir í umræðu um heilbrigðisþjónustu. Leiðréttir landlæknir bæði ummæli sem Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra lét falla á Alþingi þann 23. mars og fullyrðingu sem birtist í frétt Morgunblaðsins daginn eftir.

Þegar rætt var um málefni heilbrigðisfyrirtækisins Klíníkurinnar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi þann 23. mars sagði Óttarr: „Það er ekki ég sem veiti starfsleyfi fyrir starfsemi eða stofum, aðstöðu sérfræðinga úti í bæ, það er embætti landlæknisins sem veitir starfsleyfi fyrir stöðinni.“ 

„Embætti landlæknis hefur ítrekað reynt að leiðrétta þann misskilning að embættið veiti leyfi til rekstrar heilbrigðisþjónustu“

Í tilkynningu landlæknis segir hins vegar: „Embætti landlæknis (EL) hefur ítrekað reynt að leiðrétta þann misskilning að embættið veiti leyfi til rekstrar heilbrigðisþjónustu. Samkvæmt lögum um landlækni og lýðheilsu á landlæknir að staðfesta að fyrirhugaður rekstur heilbrigðisþjónustu uppfylli faglegar lágmarkskröfur. Í lögum um heilbrigðisþjónustu stendur að þegar um er að ræða svokallaða sérhæfða heilbrigðisþjónustu þurfi leyfi ráðherra til rekstrarins.“

Starfsemi Klíníkurinnar eins og hver annar stofurekstur

Bendir landlæknir á að embættið hafi þegar staðfest að starfsemi Klíníkurinnar Ármúla með fimm daga legudeild uppfylli faglegar lágmarkskröfur um sérhæfða sjúkrahúsþjónustu.

„Embættið hefur því bent ráðuneytinu á að samkvæmt skilningi þess á lögum þurfi leyfi ráðherra til þess að hefja rekstur legudeildar með tilheyrandi aðgerðum.“ 

 

Ráðuneytið lýsti því hins vegar yfir í desember síðastliðnum, þegar Kristján Þór Júlíusson var heilbrigðisráðherra, að það væri ósammála túlkun embættisins; líta bæri á rekstur Klíníkurinn sem hvern annan stofurekstur lækna sem ekki þyrfti leyfi ráðherra. 

Eins og Stundin hefur áður bent á tengist fyrirtækið Klíníkin Sjálfstæðisflokknum sterkum böndum. Á meðal hluthafa eru Hrólfur Einarsson, náfrændi Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, Guðbjörg Matthíasdóttir, útgerðarkona sem verið hefur einn stærsti hluthafi Morgunblaðsins undanfarin ár, Ásta Þórarinsdóttir sem Bjarni Benediktsson skipaði sem stjórnarformann Fjármálaeftirlitsins árið 2015 og Ásdís Halla Bragadóttir, stjórnarformaður fyrirtækisins sem er fyrrverandi bæjarstjóri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
1
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár