Grænlenska uppsjávarveiðiskipið Tasiilaq, sem er í óbeinni eigu Ísfélags Vestmannaeyja, landaði 338 tonnum af frosinni loðnu í Vestmannaeyjum fimmtudaginn 5. mars. Eftir því sem Stundin kemst næst fylgdi ekkert upprunavottorð aflanum sem þýðir að hann var ekki unninn utan íslenskrar lögsögu. Þannig braut aðgerðin í bága við 1. grein laga um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands en samkvæmt henni er erlendum fiskiskipum óheimilt að stunda vinnslu sjávarafla í íslenskri landhelgi. Heimildir Stundarinnar herma að eftir gríðarlegan þrýsting hafi yfirvöld veitt Tasiilaq sérstaka undanþáguheimild til þess að landa aflanum. „Þeir lönduðu í skjóli nætur,“ segir viðmælandi Stundarinnar sem vill ekki láta nafns síns getið.
„Ég vissi að það var einhver vandræðagangur með það að þeir hafi fryst loðnu.“
Vissi um „vandræðagang“
„Þetta var svo sem ekkert ólöglegt, það voru öll leyfi til þess að landa, þannig það var ekkert um slíkt að ræða,“ segir Stefán Friðriksson, framkvæmdarstjóri Ísfélagsins, …
Athugasemdir