Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri vill ekki tjá sig um málefni Rásar 1 við Stundina og lætur undirmann sinn alfarið um að svara fyrir uppsagnir og fyrirhugaðar áherslubreytingar á útvarpinu.
Þröstur Helgason dagskrárstjóri sagði tveimur reynslumiklum útvarpskonum upp í síðustu viku, þeim Hönnu G. Sigurðardóttur og Sigríði St. Stephensen sem unnið hafa á Ríkisútvarpinu í áratugi. Þetta var gagnrýnt harðlega, bæði innan fjölmiðilsins og í þjóðfélagsumræðunni almennt, auk þess sem uppsagnirnar hafa valdið titringi innan stjórnar RÚV.
Athugasemdir