Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Kvartað undan vinstrislagsíðu í kennslu Fjölbrautarskólans við Ármúla

„Mennta­kerf­ið er ein alls­herj­ar heila­þvotta­vél,“ seg­ir fjár­fest­ir og rit­höf­und­ur. Hann­es Hólm­steinn seg­ir glær­urn­ar vera frá­leita ein­föld­un.

Kvartað undan vinstrislagsíðu í kennslu Fjölbrautarskólans við Ármúla
Á öndverðum meiði Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor og Andri Snær Magnason rökræða vinstri og hægri. Mynd: Samsett

Pétur Richter, fyrrverandi stjórnarformaður BM Vallár og núverandi starfsmaður Arion banka, vekur athygli á meintri vinstrislagsíðu í félagsfræði 303 í Fjölbrautaskólanum í Ármúla á Facebook-síðu sinni í dag. Fjöldi þekktra hægri- og vinstrimanna tjá sig svo í athugasemdum. „Glósur kennara í stjórnmálafræðikúrs í ónefndum framhaldsskóla! Gott að vita að börnunum eru kennd fræðin af hlutleysi og yfirvegun,“ skrifar Pétur og birtir mynd af glósum.

Glósurnar
Glósurnar Þessar glósur eru sagðar sýna vinstrislagsíðu.
 

„Svona er þetta alls staðar þar sem maður hefur séð til kennslu í sögu, samfélagsfræði, stjórnmálum og hagfræði. Menntakerfið er ein allsherjar heilaþvottavél,“ skrifar Gunnlaugur Jónsson, fjárfestir, frjálshyggjumaður og rithöfundur, við færsluna.

Gjaldkeri Samfylkingarinnar, Vilhjálmur Þorsteinsson, spyr því næst á móti hvað sé rangt við þessa túlkun á hægri og vinstri áherslum. Andri Snær Magnússon skáld blandar sér því næst í umræðuna. „Þurfa börnin tíma hjá Hannesi til að kolefnisjafna þau? Heilaþvottavélin þar hafði varanleg áhrif á nokkra í þessum þræði!“ skrifar höfundur Draumalandsins.

Væntanlega hægri maður

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor kemur með sína túlkun á glósu vinstimannanna í FÁ. „Þetta er furðuleg lýsing á stjórnmálaskoðunum. Ég telst væntanlega hægri maður, en ég er hlynntur almennum mannréttindum, þ.á.m. og ekki síst eignarréttinum. Ég tel ójafna tekjudreifingu ekkert keppikefli, en geri engar athugasemdir við hana, ef hún er afleiðing af frjálsu vali einstaklinganna.

„Ég tel ójafna tekjudreifingu ekkert keppikefli, en geri engar athugasemdir við hana“

(Ég tel óheppilegt að nota hið gildishlaðna orð „ójöfnuð“ um hana.) Frjálshyggja, sem ég aðhyllist, hefur frekar verið kennd við alþjóðahyggju en þjóðernishyggju, þótt ég telji raunar, að menn geti verið hvort tveggja, heimsborgarar og þjóðræknir. Ég er mjög hlynntur vísindum og tækni, svo að mig má telja rökhyggjumann, þótt ég hafi litla trú á því, að við komumst að skynsamlegum niðurstöðum á fundum eða í atkvæðagreiðslum. Allt þetta hefur verið margskýrt í fjölda bóka, til dæmis í bókum mínum um stjórnmálaheimspeki. En þrátt fyrir það er þessi aulaspeki tuggin í blessaða nemendurna,“ skrifar Hannes.

„Fráleit einföldun“ hjá FÁ

Áður en langt er um liðið fer umræðuefni út í rifrildi Hannesar og Vilhjálms. „Ég geri ráð fyrir að á þessari glæru sé verið að lýsa megindráttum í stefnu vinstri flokka og hægri flokka almennt, eins og þeir koma fyrir í löndum með svipað stjórnarfar og á Íslandi. „Hreinir“ frjálshyggjuflokkar eru af einhverjum ástæðum hvergi fyrirferðarmiklir, enda hefur hreinni frjálshyggju hvergi verið hrint í framkvæmd (nema hvað Síle reyndi eitthvað í þá átt með skelfilegum afleiðingum). Ég hef ekki tekið eftir að dæmigerðir hægri (íhalds-) flokkar séu mikið að hafa áhyggjur af mannréttindum; áherslan er miklu fremur á þjóðaröryggi og varnir ýmis konar, þar á meðal til dæmis hleranir og „forvirkar rannsóknarheimildir“ sbr. Björn Bjarnason,“ skrifar Vilhjálmur í svari við túlkun Hannesar.

Hannes kveðst á endanum ósáttur við einföldunina: „En aðalatriðið er, að þessi lýsing á stjórnmálastefnum, sem kennd er í FÁ, er fráleit einföldun.“

Ekki náðist í Þórð Sigurðsson fagstjóra félagsfræði og fjölmiðlafræði við FÁ við vinnslu fréttar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár