Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Kvartað undan vinstrislagsíðu í kennslu Fjölbrautarskólans við Ármúla

„Mennta­kerf­ið er ein alls­herj­ar heila­þvotta­vél,“ seg­ir fjár­fest­ir og rit­höf­und­ur. Hann­es Hólm­steinn seg­ir glær­urn­ar vera frá­leita ein­föld­un.

Kvartað undan vinstrislagsíðu í kennslu Fjölbrautarskólans við Ármúla
Á öndverðum meiði Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor og Andri Snær Magnason rökræða vinstri og hægri. Mynd: Samsett

Pétur Richter, fyrrverandi stjórnarformaður BM Vallár og núverandi starfsmaður Arion banka, vekur athygli á meintri vinstrislagsíðu í félagsfræði 303 í Fjölbrautaskólanum í Ármúla á Facebook-síðu sinni í dag. Fjöldi þekktra hægri- og vinstrimanna tjá sig svo í athugasemdum. „Glósur kennara í stjórnmálafræðikúrs í ónefndum framhaldsskóla! Gott að vita að börnunum eru kennd fræðin af hlutleysi og yfirvegun,“ skrifar Pétur og birtir mynd af glósum.

Glósurnar
Glósurnar Þessar glósur eru sagðar sýna vinstrislagsíðu.
 

„Svona er þetta alls staðar þar sem maður hefur séð til kennslu í sögu, samfélagsfræði, stjórnmálum og hagfræði. Menntakerfið er ein allsherjar heilaþvottavél,“ skrifar Gunnlaugur Jónsson, fjárfestir, frjálshyggjumaður og rithöfundur, við færsluna.

Gjaldkeri Samfylkingarinnar, Vilhjálmur Þorsteinsson, spyr því næst á móti hvað sé rangt við þessa túlkun á hægri og vinstri áherslum. Andri Snær Magnússon skáld blandar sér því næst í umræðuna. „Þurfa börnin tíma hjá Hannesi til að kolefnisjafna þau? Heilaþvottavélin þar hafði varanleg áhrif á nokkra í þessum þræði!“ skrifar höfundur Draumalandsins.

Væntanlega hægri maður

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor kemur með sína túlkun á glósu vinstimannanna í FÁ. „Þetta er furðuleg lýsing á stjórnmálaskoðunum. Ég telst væntanlega hægri maður, en ég er hlynntur almennum mannréttindum, þ.á.m. og ekki síst eignarréttinum. Ég tel ójafna tekjudreifingu ekkert keppikefli, en geri engar athugasemdir við hana, ef hún er afleiðing af frjálsu vali einstaklinganna.

„Ég tel ójafna tekjudreifingu ekkert keppikefli, en geri engar athugasemdir við hana“

(Ég tel óheppilegt að nota hið gildishlaðna orð „ójöfnuð“ um hana.) Frjálshyggja, sem ég aðhyllist, hefur frekar verið kennd við alþjóðahyggju en þjóðernishyggju, þótt ég telji raunar, að menn geti verið hvort tveggja, heimsborgarar og þjóðræknir. Ég er mjög hlynntur vísindum og tækni, svo að mig má telja rökhyggjumann, þótt ég hafi litla trú á því, að við komumst að skynsamlegum niðurstöðum á fundum eða í atkvæðagreiðslum. Allt þetta hefur verið margskýrt í fjölda bóka, til dæmis í bókum mínum um stjórnmálaheimspeki. En þrátt fyrir það er þessi aulaspeki tuggin í blessaða nemendurna,“ skrifar Hannes.

„Fráleit einföldun“ hjá FÁ

Áður en langt er um liðið fer umræðuefni út í rifrildi Hannesar og Vilhjálms. „Ég geri ráð fyrir að á þessari glæru sé verið að lýsa megindráttum í stefnu vinstri flokka og hægri flokka almennt, eins og þeir koma fyrir í löndum með svipað stjórnarfar og á Íslandi. „Hreinir“ frjálshyggjuflokkar eru af einhverjum ástæðum hvergi fyrirferðarmiklir, enda hefur hreinni frjálshyggju hvergi verið hrint í framkvæmd (nema hvað Síle reyndi eitthvað í þá átt með skelfilegum afleiðingum). Ég hef ekki tekið eftir að dæmigerðir hægri (íhalds-) flokkar séu mikið að hafa áhyggjur af mannréttindum; áherslan er miklu fremur á þjóðaröryggi og varnir ýmis konar, þar á meðal til dæmis hleranir og „forvirkar rannsóknarheimildir“ sbr. Björn Bjarnason,“ skrifar Vilhjálmur í svari við túlkun Hannesar.

Hannes kveðst á endanum ósáttur við einföldunina: „En aðalatriðið er, að þessi lýsing á stjórnmálastefnum, sem kennd er í FÁ, er fráleit einföldun.“

Ekki náðist í Þórð Sigurðsson fagstjóra félagsfræði og fjölmiðlafræði við FÁ við vinnslu fréttar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár