Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Undirmaður og kollegar dómstjóra rannsökuðu vinnubrögð hans

Dóm­stóla­ráð tók starfs­hætti dóm­stjór­ans við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur til skoð­un­ar að hans eig­in frum­kvæði eft­ir að tveir kven­kyns dóm­ar­ar við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur töldu hann vega að sjálf­stæði sínu, starfs­ör­yggi og trú­verð­ug­leika. „All­ar helstu máls­með­ferð­ar­regl­ur stjórn­sýslu­rétt­ar­ins brotn­ar.“

Undirmaður og kollegar dómstjóra rannsökuðu vinnubrögð hans

Árið 2014 risu harðar deilur milli Ingimundar Einarssonar, dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur, og tveggja kvenkyns dómara við réttinn sem lent höfðu í slysi og þurft frí frá vinnu. Í kjölfarið tók dómstólaráð vinnubrögð Ingimundar til skoðunar, en formaður ráðsins á þeim tíma var undirmaður dómstjórans í Héraðsdómi Reykjavíkur. Dómstólaráð samþykkti bókun þar sem meðal annars kom fram að ráðið teldi ekki þörf á að leysa úr því hvort dómstjórinn hefði gerst sekur um brot í starfi, enda gæti slíkt brot „ekki leitt til áminningar eins og hér stendur á“.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í ítarlegri umfjöllun Stundarinnar um stjórnsýslu og innra eftirlit dómstólanna í nýju tölublaði sem kom út í dag. 

Eftir að kvendómararnir tveir við Héraðsdóm Reykjavíkur lögðu fram áverkavottorð sérfræðilækna um að þær þyrftu frí frá vinnu krafðist Ingimundur Einarsson dómstjóri þess að þær undirgengust einnig læknisskoðun hjá trúnaðarlækni. Dómararnir neituðu að hlíta fyrirmælunum sem þær töldu ólögmæt og ganga gegn stjórnarskrárvörðu sjálfstæði, starfsöryggi og trúverðugleika þeirra sem dómara. 

Með þessu taldi hins vegar Ingimundur að dómararnir hefðu óhlýðnast og brotið gegn agavaldi sínu. Í stað þess að fara með málið fyrir nefnd um dómarastörf leitaði Ingimundur til kollega sinna í dómstólaráði sem ákvað að taka málið til skoðunar á grundvelli heimildar í 4. mgr. 16. gr. laga um dómstóla. Sú grein fjallar um heimildir dómstólaráðs til að hafa afskipti af dómstjóra ef hann brýtur af sér í starfi. Eftir því sem Stundin kemst næst er þetta í fyrsta skiptið sem greinin er virkjuð. „Innanríkisráðuneytinu er ekki kunnugt um hvort dómstólaráð hafi áður fjallað um störf dómstjóra,“ segir í svari innanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar um málið. 

Formaðurinn var undirmaður dómstjóra

Formaður dómstólaráðs á þessum tíma var Símon Sigvaldason, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Hann er undirmaður Ingimundar við Héraðsdóm og kom það nú í hans hlut að fjalla um mál er varðaði meint brot yfirmanns síns og valdheimildir hans. Meðan málið var til meðferðar tók Þorgeir Ingi Njálsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness, aftur sæti í dómstólaráði eftir að hafa gegnt tímabundið stöðu umboðsmanns Alþingis. Á meðan hafði Ingimundur sjálfur setið í dómstólaráði sem varamaður Þorgeirs Inga. 

Þorgeir hafði verið með í ráðum þegar Ingimundur ákvað að fela sérvöldum trúnaðarlækni að líta á konurnar en taldi sig þó ekki vanhæfan til að fjalla um málið. Aðrir ráðsmenn, þar af einn undirmaður Þorgeirs hjá Héraðsdómi Reykjaness, voru sammála um hæfi Símonar og Þorgeirs. Tveir af fimm dómstólaráðsmönnum voru sjálfir dómstjórar og tóku nú þátt í umfjöllun um mál sem varðaði valdheimildir dómstjóra gagnvart undirmönnum sínum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dómsmál

Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði
FréttirDómsmál

Ógn­aði heim­il­is­fólki með heima­gerðu sverði

Hér­aðs­dóm­ur Vest­ur­lands dæmdi fyr­ir skömmu mann fyr­ir lík­ams­árás, hús­brot og akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is. Í lýs­ing­um vitna er sagt frá því að mað­ur­inn hafi kýlt heim­il­is­mann sem reyndi að koma í veg fyr­ir að mað­ur­inn kæmi inn um glugga á hús­inu. Þá er einnig sagt frá því að mað­ur­inn hafi á ein­um tíma­punkti dreg­ið fram heima­gert sverð á sveifl­að því í kring­um sig fyr­ir ut­an hús­ið.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
3
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár