Fátt er betra en að byrja daginn á góðum kaffibolla. Uppruni kaffimenningarinnar er rakinn til Afríkulandsins Eþíópíu, en allt frá því að nágrannar þeirra í Jemen hófu verslun með kaffi á miðöldum hefur þessi menning breiðst út um allan heim og þróast með mismunandi hætti á mismunandi svæðum. Margt hefur áhrif þar á, en kaffi er ýmist drukkið heitt eða kalt, sterkt eða sætt. Nýjasta æðið á Íslandi er að blanda því saman við ósaltað smjör. Til að lífga upp á dagana er tilvalið að prófa ýmsar útgáfur af kaffidrykkjum, kitla bragðlaukana og krydda tilveruna.
Smjör í kaffið
Nú er fólk með æði fyrir því að blanda smjöri út í kaffið. Áhersla er lögð á að slíkur kaffibolli sé fyrsta máltíð dagsins, því kaffið á að veita orku út daginn. Besta útgáfan af slíkum kaffibolla er þegar nýmöluðu gæðakaffi hefur verið blandað saman við skeið …
Athugasemdir