Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

„Kraftaverkastrákurinn“ kominn af spítalanum

Hilm­ir Gauti Bjarna­son, dreng­ur­inn sem lenti í slys­inu í Reyk­dals­stíl­fu, er kom­inn heim í Hafn­ar­fjörð til ömmu sinn­ar. Bata­ferl­ið hef­ur geng­ið svo vel að hann Hilm­ir hef­ur ver­ið kall­að­ur „krafta­verkastrák­ur­inn“ á spít­al­an­um

„Kraftaverkastrákurinn“ kominn af spítalanum
Komin heim til ömmu Viðtal við fjölskylduna verður birt í Kastljósinu í kvöld. Móðir Hilmis segir það hafa verið ólýsanlega tilfinningu þegar hann vaknaði eftir kælimeðferðina. Mynd: Skjáskot af RÚV

Hilmir Gauti Bjarnason, drengurinn sem lenti í slysinu í Reykdalsstílfu, er kominn í leyfi frá Landspítalanum. Bataferlið hefur gengið vonum framar, svo vel að hann Hilmir hefur verið kallaður „kraftaverkastrákurinn“ á spítalanum. Hann hefur þó ekki verið útskrifaður og verður áfram til eftirlits og rannsókna á spítalanum. Ekkert bendir til þess að hann muni bera skaða af slysinu samkvæmt upplýsingum frá spítalanum.

Hilmir og fjölskylda hans munu fá áfallahjálp til þess að vinna úr áfallinu sem dundi á þann 15. apríl þegar Hilmir festist í fossi við Reykdalsstíflu ásamt bróður sínum. Systir þeirra var á vettvangi og gerði móður þeirra viðvart. Hún kom strax á staðinn og tók þátt í björgunartilraunum.

Mjög erfiðar aðstæður voru á vettvangi þar sem hver sekúnda skipti máli. Endurlífga þurfti báða drengina, sá eldri komst til meðvitundar á vettvangi en halda þurfti Hilmi sofandi í tvo sólarhringa. Læknar beittu kælimeðferð, þar sem líkamshita er haldið í 32-34 gráðum, til að draga úr líkum á heilaskaða. Það var síðan á föstudag sem Hilmir Gauti komst aftur til meðvitundar. Nú seinnipart dags fékk hann síðan að fara heim í Hafnarfjörð til ömmu sinnar þar sem fjölskyldan dvelur, en hún er búsett á Tálknafirði.

Samkvæmt upplýsignum frá spítalanum varð margt til þess að allt gekk upp við björgun hans. Sérsveitin var á æfingu rétt hjá vettvangi slyssins og slökkviliðið var á námskeiði þar nærri. Allt hafi gengið upp og það skýri hvers vegna þetta fór svona vel.

Fjölskyldan verður í viðtali í Kastljósi í kvöld. Móðir hans segir það hafa verið ólýsanlega tilfinningu þegar Hilmir vaknaði á föstudag. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
2
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
6
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár