Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

„Kraftaverkastrákurinn“ kominn af spítalanum

Hilm­ir Gauti Bjarna­son, dreng­ur­inn sem lenti í slys­inu í Reyk­dals­stíl­fu, er kom­inn heim í Hafn­ar­fjörð til ömmu sinn­ar. Bata­ferl­ið hef­ur geng­ið svo vel að hann Hilm­ir hef­ur ver­ið kall­að­ur „krafta­verkastrák­ur­inn“ á spít­al­an­um

„Kraftaverkastrákurinn“ kominn af spítalanum
Komin heim til ömmu Viðtal við fjölskylduna verður birt í Kastljósinu í kvöld. Móðir Hilmis segir það hafa verið ólýsanlega tilfinningu þegar hann vaknaði eftir kælimeðferðina. Mynd: Skjáskot af RÚV

Hilmir Gauti Bjarnason, drengurinn sem lenti í slysinu í Reykdalsstílfu, er kominn í leyfi frá Landspítalanum. Bataferlið hefur gengið vonum framar, svo vel að hann Hilmir hefur verið kallaður „kraftaverkastrákurinn“ á spítalanum. Hann hefur þó ekki verið útskrifaður og verður áfram til eftirlits og rannsókna á spítalanum. Ekkert bendir til þess að hann muni bera skaða af slysinu samkvæmt upplýsingum frá spítalanum.

Hilmir og fjölskylda hans munu fá áfallahjálp til þess að vinna úr áfallinu sem dundi á þann 15. apríl þegar Hilmir festist í fossi við Reykdalsstíflu ásamt bróður sínum. Systir þeirra var á vettvangi og gerði móður þeirra viðvart. Hún kom strax á staðinn og tók þátt í björgunartilraunum.

Mjög erfiðar aðstæður voru á vettvangi þar sem hver sekúnda skipti máli. Endurlífga þurfti báða drengina, sá eldri komst til meðvitundar á vettvangi en halda þurfti Hilmi sofandi í tvo sólarhringa. Læknar beittu kælimeðferð, þar sem líkamshita er haldið í 32-34 gráðum, til að draga úr líkum á heilaskaða. Það var síðan á föstudag sem Hilmir Gauti komst aftur til meðvitundar. Nú seinnipart dags fékk hann síðan að fara heim í Hafnarfjörð til ömmu sinnar þar sem fjölskyldan dvelur, en hún er búsett á Tálknafirði.

Samkvæmt upplýsignum frá spítalanum varð margt til þess að allt gekk upp við björgun hans. Sérsveitin var á æfingu rétt hjá vettvangi slyssins og slökkviliðið var á námskeiði þar nærri. Allt hafi gengið upp og það skýri hvers vegna þetta fór svona vel.

Fjölskyldan verður í viðtali í Kastljósi í kvöld. Móðir hans segir það hafa verið ólýsanlega tilfinningu þegar Hilmir vaknaði á föstudag. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár