Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

„Kraftaverkastrákurinn“ kominn af spítalanum

Hilm­ir Gauti Bjarna­son, dreng­ur­inn sem lenti í slys­inu í Reyk­dals­stíl­fu, er kom­inn heim í Hafn­ar­fjörð til ömmu sinn­ar. Bata­ferl­ið hef­ur geng­ið svo vel að hann Hilm­ir hef­ur ver­ið kall­að­ur „krafta­verkastrák­ur­inn“ á spít­al­an­um

„Kraftaverkastrákurinn“ kominn af spítalanum
Komin heim til ömmu Viðtal við fjölskylduna verður birt í Kastljósinu í kvöld. Móðir Hilmis segir það hafa verið ólýsanlega tilfinningu þegar hann vaknaði eftir kælimeðferðina. Mynd: Skjáskot af RÚV

Hilmir Gauti Bjarnason, drengurinn sem lenti í slysinu í Reykdalsstílfu, er kominn í leyfi frá Landspítalanum. Bataferlið hefur gengið vonum framar, svo vel að hann Hilmir hefur verið kallaður „kraftaverkastrákurinn“ á spítalanum. Hann hefur þó ekki verið útskrifaður og verður áfram til eftirlits og rannsókna á spítalanum. Ekkert bendir til þess að hann muni bera skaða af slysinu samkvæmt upplýsingum frá spítalanum.

Hilmir og fjölskylda hans munu fá áfallahjálp til þess að vinna úr áfallinu sem dundi á þann 15. apríl þegar Hilmir festist í fossi við Reykdalsstíflu ásamt bróður sínum. Systir þeirra var á vettvangi og gerði móður þeirra viðvart. Hún kom strax á staðinn og tók þátt í björgunartilraunum.

Mjög erfiðar aðstæður voru á vettvangi þar sem hver sekúnda skipti máli. Endurlífga þurfti báða drengina, sá eldri komst til meðvitundar á vettvangi en halda þurfti Hilmi sofandi í tvo sólarhringa. Læknar beittu kælimeðferð, þar sem líkamshita er haldið í 32-34 gráðum, til að draga úr líkum á heilaskaða. Það var síðan á föstudag sem Hilmir Gauti komst aftur til meðvitundar. Nú seinnipart dags fékk hann síðan að fara heim í Hafnarfjörð til ömmu sinnar þar sem fjölskyldan dvelur, en hún er búsett á Tálknafirði.

Samkvæmt upplýsignum frá spítalanum varð margt til þess að allt gekk upp við björgun hans. Sérsveitin var á æfingu rétt hjá vettvangi slyssins og slökkviliðið var á námskeiði þar nærri. Allt hafi gengið upp og það skýri hvers vegna þetta fór svona vel.

Fjölskyldan verður í viðtali í Kastljósi í kvöld. Móðir hans segir það hafa verið ólýsanlega tilfinningu þegar Hilmir vaknaði á föstudag. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.
Hvetja Sönnu áfram og segja tómarúm á vinstri væng stjórnmálanna
6
Fréttir

Hvetja Sönnu áfram og segja tóma­rúm á vinstri væng stjórn­mál­anna

„Stönd­um með Sönnu!“ er yf­ir­skrift und­ir­skrift­arlista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ingi við Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ir. Bent er á að flokk­ur henn­ar, Sósí­al­ista­flokk­ur Ís­lands, hef­ur ekki brugð­ist við van­trausts­yf­ir­lýs­ingu á hend­ur Sönnu sem eitt svæð­is­fé­laga hans birti á dög­un­um og að þögn­in sé óá­sætt­an­leg.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár