Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Kosningastjóri Framsóknar í borginni kallar hælisleitanda „þrælahaldara og melludólg”

Kem­ur Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur lög­reglu­stjóra til varn­ar og vill ekki að per­sónu­vernd­ar­lög gildi um út­lend­inga

Kosningastjóri Framsóknar í borginni kallar hælisleitanda „þrælahaldara og melludólg”

Svanur Guðmundsson, kosningastjóri Framsóknar og flugvallarvina í síðustu borgarstjórnarkosningum, kemur Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra til varnar á Facebook-síðu sinni. Tilefnið er fréttaflutningur helgarinnar af úrskurði Persónuverndar þess efnis að Sigríður hafi, sem lögreglustjóri á Suðurnesjum, brotið lög þegar hún sendi Gísla Frey Valdórssyni, fyrrverandi aðstoðarmanni innanríkisráðherra, gögn um málefni hælisleitendanna Tony Omos og Evelyn Glory Joseph.

„Það er ótrúlegt hvernig þetta mál hefur verið notað til þess að taka gott fólk niður í nafni teygðra lagatúlkana,“ skrifar Svanur og bætir við: „Gleymum því ekki að málið snýst um þrælahaldara og melludólgs [sic].“

Hvorki ákærð né dæmd

Hvorki Tony Omos né Evelyn Glory Joseph hafa verið ákærð, hvað þá sakfelld, fyrir þrælahald eða mansal. Evelyn fékk hæli á Íslandi í fyrra en Tony var vísað úr landi, meðal annars á grundvelli þess að hann hefði ekki sætt áframhaldandi rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum í mansalsmáli. Fjöldi nígerískra karlmanna hafði lengi vel réttarstöðu grunaðs manns í málinu, meðal annars Tony Omos. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár