Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Kosningastjóri Framsóknar í borginni kallar hælisleitanda „þrælahaldara og melludólg”

Kem­ur Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur lög­reglu­stjóra til varn­ar og vill ekki að per­sónu­vernd­ar­lög gildi um út­lend­inga

Kosningastjóri Framsóknar í borginni kallar hælisleitanda „þrælahaldara og melludólg”

Svanur Guðmundsson, kosningastjóri Framsóknar og flugvallarvina í síðustu borgarstjórnarkosningum, kemur Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra til varnar á Facebook-síðu sinni. Tilefnið er fréttaflutningur helgarinnar af úrskurði Persónuverndar þess efnis að Sigríður hafi, sem lögreglustjóri á Suðurnesjum, brotið lög þegar hún sendi Gísla Frey Valdórssyni, fyrrverandi aðstoðarmanni innanríkisráðherra, gögn um málefni hælisleitendanna Tony Omos og Evelyn Glory Joseph.

„Það er ótrúlegt hvernig þetta mál hefur verið notað til þess að taka gott fólk niður í nafni teygðra lagatúlkana,“ skrifar Svanur og bætir við: „Gleymum því ekki að málið snýst um þrælahaldara og melludólgs [sic].“

Hvorki ákærð né dæmd

Hvorki Tony Omos né Evelyn Glory Joseph hafa verið ákærð, hvað þá sakfelld, fyrir þrælahald eða mansal. Evelyn fékk hæli á Íslandi í fyrra en Tony var vísað úr landi, meðal annars á grundvelli þess að hann hefði ekki sætt áframhaldandi rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum í mansalsmáli. Fjöldi nígerískra karlmanna hafði lengi vel réttarstöðu grunaðs manns í málinu, meðal annars Tony Omos. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár