Kosningastjóri Framsóknar í borginni kallar hælisleitanda „þrælahaldara og melludólg”

Kem­ur Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur lög­reglu­stjóra til varn­ar og vill ekki að per­sónu­vernd­ar­lög gildi um út­lend­inga

Kosningastjóri Framsóknar í borginni kallar hælisleitanda „þrælahaldara og melludólg”

Svanur Guðmundsson, kosningastjóri Framsóknar og flugvallarvina í síðustu borgarstjórnarkosningum, kemur Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra til varnar á Facebook-síðu sinni. Tilefnið er fréttaflutningur helgarinnar af úrskurði Persónuverndar þess efnis að Sigríður hafi, sem lögreglustjóri á Suðurnesjum, brotið lög þegar hún sendi Gísla Frey Valdórssyni, fyrrverandi aðstoðarmanni innanríkisráðherra, gögn um málefni hælisleitendanna Tony Omos og Evelyn Glory Joseph.

„Það er ótrúlegt hvernig þetta mál hefur verið notað til þess að taka gott fólk niður í nafni teygðra lagatúlkana,“ skrifar Svanur og bætir við: „Gleymum því ekki að málið snýst um þrælahaldara og melludólgs [sic].“

Hvorki ákærð né dæmd

Hvorki Tony Omos né Evelyn Glory Joseph hafa verið ákærð, hvað þá sakfelld, fyrir þrælahald eða mansal. Evelyn fékk hæli á Íslandi í fyrra en Tony var vísað úr landi, meðal annars á grundvelli þess að hann hefði ekki sætt áframhaldandi rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum í mansalsmáli. Fjöldi nígerískra karlmanna hafði lengi vel réttarstöðu grunaðs manns í málinu, meðal annars Tony Omos. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár