Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Kosningastjóri Framsóknar tjáir sig um brjóstaherferð

Svan­ur fjar­lægði um­mæli sín um borg­ar­stjóra. Eig­in­kona hans seg­ir #freet­henipple-her­ferð­ina „há­mark plebb­ism­ans“

Kosningastjóri Framsóknar tjáir sig um brjóstaherferð

„Vitiði afhverju Dagur var svona ánægður með brjóstadaginn? Hann fékk loksins að sjá brjóstin á Hildi Lilliendahl,“ skrifaði Svanur Guðmundsson, kosningastjóri Framsóknar og flugvallarvina í síðustu borgarstjórnarkosningum, á Facebook-síðu sína í dag. Hann hefur nú falið ummælin, en skjáskot af þeim hefur vakið talsverða athygli á Twitter.

Svanur er eiginmaður Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, en hún lét hafa eftir sér í gær að herferðin #FreetheNipple væri „hámark plebbismans“.

Svanur hefur lagt sitthvað til málanna. Meðal annars deildi hann frétt um menntaskólastúlkur sem gengu berbrjósta niður Laugaveginn og skrifaði: „Ef þetta fer í erlenda fjölmiðla þá þarf að endurskoða spá um fjölda ferðamanna og áfallahjálp fyrir feður þessa lands.“ Þá spurði hann á Facebook í gærkvöldi: „Er einhver hér, einhver karlkyns, sem skilur betur konur eftir daginn í dag?“

Kosningastjórinn er framkvæmdastjóri fyrirtækisins Smáíbúða ehf. DV tók viðtal við hann í fyrra þar sem fram kom að hann vonaðist til að Guðfinna myndi beita sér fyrir hagsmunum fyrirtækis síns sem hafði þá lýst yfir vilja til að reisa gámahús í höfuðborginni. Guðfinna og Svanur brugðust við með því að segja að rangt væri haft eftir þeim í frétt DV sem birti í kjölfarið hljóðupptökur af símtölunum sem leiddu í ljós að svo var ekki. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár