Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Kosningastjóri Framsóknar tjáir sig um brjóstaherferð

Svan­ur fjar­lægði um­mæli sín um borg­ar­stjóra. Eig­in­kona hans seg­ir #freet­henipple-her­ferð­ina „há­mark plebb­ism­ans“

Kosningastjóri Framsóknar tjáir sig um brjóstaherferð

„Vitiði afhverju Dagur var svona ánægður með brjóstadaginn? Hann fékk loksins að sjá brjóstin á Hildi Lilliendahl,“ skrifaði Svanur Guðmundsson, kosningastjóri Framsóknar og flugvallarvina í síðustu borgarstjórnarkosningum, á Facebook-síðu sína í dag. Hann hefur nú falið ummælin, en skjáskot af þeim hefur vakið talsverða athygli á Twitter.

Svanur er eiginmaður Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, en hún lét hafa eftir sér í gær að herferðin #FreetheNipple væri „hámark plebbismans“.

Svanur hefur lagt sitthvað til málanna. Meðal annars deildi hann frétt um menntaskólastúlkur sem gengu berbrjósta niður Laugaveginn og skrifaði: „Ef þetta fer í erlenda fjölmiðla þá þarf að endurskoða spá um fjölda ferðamanna og áfallahjálp fyrir feður þessa lands.“ Þá spurði hann á Facebook í gærkvöldi: „Er einhver hér, einhver karlkyns, sem skilur betur konur eftir daginn í dag?“

Kosningastjórinn er framkvæmdastjóri fyrirtækisins Smáíbúða ehf. DV tók viðtal við hann í fyrra þar sem fram kom að hann vonaðist til að Guðfinna myndi beita sér fyrir hagsmunum fyrirtækis síns sem hafði þá lýst yfir vilja til að reisa gámahús í höfuðborginni. Guðfinna og Svanur brugðust við með því að segja að rangt væri haft eftir þeim í frétt DV sem birti í kjölfarið hljóðupptökur af símtölunum sem leiddu í ljós að svo var ekki. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár