Kosningastjóri Framsóknar tjáir sig um brjóstaherferð

Svan­ur fjar­lægði um­mæli sín um borg­ar­stjóra. Eig­in­kona hans seg­ir #freet­henipple-her­ferð­ina „há­mark plebb­ism­ans“

Kosningastjóri Framsóknar tjáir sig um brjóstaherferð

„Vitiði afhverju Dagur var svona ánægður með brjóstadaginn? Hann fékk loksins að sjá brjóstin á Hildi Lilliendahl,“ skrifaði Svanur Guðmundsson, kosningastjóri Framsóknar og flugvallarvina í síðustu borgarstjórnarkosningum, á Facebook-síðu sína í dag. Hann hefur nú falið ummælin, en skjáskot af þeim hefur vakið talsverða athygli á Twitter.

Svanur er eiginmaður Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, en hún lét hafa eftir sér í gær að herferðin #FreetheNipple væri „hámark plebbismans“.

Svanur hefur lagt sitthvað til málanna. Meðal annars deildi hann frétt um menntaskólastúlkur sem gengu berbrjósta niður Laugaveginn og skrifaði: „Ef þetta fer í erlenda fjölmiðla þá þarf að endurskoða spá um fjölda ferðamanna og áfallahjálp fyrir feður þessa lands.“ Þá spurði hann á Facebook í gærkvöldi: „Er einhver hér, einhver karlkyns, sem skilur betur konur eftir daginn í dag?“

Kosningastjórinn er framkvæmdastjóri fyrirtækisins Smáíbúða ehf. DV tók viðtal við hann í fyrra þar sem fram kom að hann vonaðist til að Guðfinna myndi beita sér fyrir hagsmunum fyrirtækis síns sem hafði þá lýst yfir vilja til að reisa gámahús í höfuðborginni. Guðfinna og Svanur brugðust við með því að segja að rangt væri haft eftir þeim í frétt DV sem birti í kjölfarið hljóðupptökur af símtölunum sem leiddu í ljós að svo var ekki. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segir umræðu um að senda flóttafólk heim veruleikafirrta og hættulega
6
Stjórnmál

Seg­ir um­ræðu um að senda flótta­fólk heim veru­leikafirrta og hættu­lega

Jasmina Vajzovic, sem flúði sem ung­ling­ur til Ís­lands und­an stríði, seg­ist hafa djúp­ar áhyggj­ur af um­ræðu stjórn­valda og stjórn­mála­manna um að senda flótta­fólk aft­ur til Palestínu og Sýr­lands. Jens Garð­ar Helga­son, vara­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fagn­aði því að dóms­mála­ráð­herra vilji senda Sýr­lend­inga aft­ur til baka og spurði á þingi: „Hvað með Palestínu?“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár