Pistill undir fyrirsögninni „Kvennréttindi“ vakti töluverða athygli á netheimum um helgina. Í pistlinum, sem er skrifaður af Kristjáni Guðmundssyni fyrrverandi skipstjóra og framkvæmdastjóra sjóslysanefndar, er því haldið fram að kvenréttindabarátta síðustu alda hafi ekki verið barátta um jafnrétti heldur barátta um forréttindi. Þá segir hann konur ekki sækja í erfiðisvinnu því þær vilji ekki skerða „sexí-ismann“ og að krafa þeirra um hærri laun sé svo þær geti hugsað betur um „sexíið“.
Konur ættu að passa sig á að ögra ekki karldýrinu
Pistillinn var birtur síðastliðinn föstudag en til marks um athyglina sem hann hefur vakið þá nemur umferð síðustu viku á bloggsíðu Kristjáns tæplega 34 prósentum af heildarumferð síðunnar frá upphafi. Þá hafa rúmlega 3200 manns heimsótt bloggsvæði hans á síðastliðnum sólarhring, sem er rúmlega 11 prósent af öllum heimsóknum síðunnar.
Stundin sló á þráðinn til Kristjáns og spurði meðal annars að hvaða tilefni pistillinn er skrifaður. „Mér finnst þessi kvenréttindabarátta vera komin út í slíkar öfgar, eins og fram kemur í greininni, að það er bullað í þessum fjölmiðlum um hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna auk margs konar annars, við skulum bara kalla það, áróðurs um að öll vandamál kvenna séu karlinum að kenna,“ svarar hann. „Þessi krafa, eða áróður skulum við segja, er ekki sett fram í neinum öðrum tilgangi en að lítillækka karlkynið. Karlinum er kennt um öll vandræði kvenna. Ef þú vilt fá frekari skýringar þá skaltu lesa grein á blogginu sem heitir Konur sem hata karla,“ segir Kristján.
Í umræddri grein er Kristjáni sem fyrr tíðrætt um kynþokka kvenna. Konur geri lítið meira en að vinna fyrir „sexí-inu“ en daður og „sexí-klæðnaður“ hafi aftur á móti haft slæmar afleiðingar fyrir margar konur. Klæðaburður þeirra,
Athugasemdir