Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Konu gert að ræða við lögreglumann sem hún sakar um áreiti

Þór­dís Anna Skúla­dótt­ir vitn­aði um kyn­ferð­is­legt áreiti lög­reglu­manns í hér­aðs­dómi í sum­ar. Í vik­unni hringdi hún á lög­reglu­stöð­ina á Eski­firði og sami lög­reglu­mað­ur svar­aði í sím­ann. Hann sagði hana þurfa að tala við sig.

Konu gert að ræða við lögreglumann sem hún sakar um áreiti

Þórdís Anna Skúladóttir er önnur tveggja kvenna sem vitnuðu um kynferðislegt áreiti af höndum Þórs Þórðarsonar, lögreglumanns á Eskifirði, í réttarhöldum gegn Emil K. Thorarensen á dögunum. Hún segir að fyrr í þessari viku, síðastliðinn miðvikudag, hafi hún hringt á lögreglustöðina á Eskifirði til að ná tali af Bjarna Sveinssyni rannsóknarlögreglumanni sem væri að skoða mál tengt henni. Þá hafi Þór svarað í símann og neitaði að gefa henni samband við umræddan rannsóknarlögreglumann.  Að hennar sögn hafi Þór strax uppgötvað að hún væri í símanum og sagt henni að hún yrði að tala við sig. Þórdís segist hafa ítrekað kvartað vegna framgöngu Þórs án árangurs. Hún segir að símtalið hafi verið mjög óþægilegt í ljósi þess sem undan hefur gengið. Hún sendi í dag formlega kvörtun til lögreglustjóra umdæmisins, Inger L. Jónsdóttur, vegna atviksins. Stundin náði tali af Inger áður en Þordís Anna sendi kvörtunina og sagði lögreglustjóri að málið yrði skoða þegar til kvörtunar kæmi.

Kannast við símtalið

Í samtali við Stundina segir Þór það rétt að hann hafi svaraði í símann þegar Þórdís Anna hringdi síðastliðinn miðvikudag. „Já, kannast við það. Ég sagði henni að Bjarni væri ekki á svæðinu, ég gæti ekki hjálpa henni þar sem Bjarni væri ekki á svæðinu. Ég sagði henni að hún gæti talað við mig ef það væri eitthvað. Ég get ekki gefið henni samband við hvern sem er,“ segir Þór. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið og neitað að svara spurður um hvort hann hafi sýnt henni ókurteisi. 

Líkt og fyrr segir þá hringdi Þórdís Anna í lögregluna til að ná tali af rannsóknarlögreglumanni. Það mál snýst um meinta fölsun á gögnum við sölu á bíl og er málið enn í rannsókn hjá lögreglunni á Austurlandi. „Ég var að hringa í Bjarna til að fá stöðuna á því máli. Það er eitthvað sem Þór tengist ekki neitt, hann er ekki rannsóknarlögreglumaður,“ segir Þórdís Anna. Hún segir að samtalið hafi farið líkt og kemur fram í stöðufærslu hennar á Facebook. Þórdís Anna segist ekki treysta sér til að skýra nánar frá umræddu kynferðislegu áreiti. Hún segist hafa forðast að hafa samskipti við Þór.

Málið gæti varðað við lög um skyldur opinbera starfsmanna en í 14. grein þeirra laga segir: „Starfsmanni er skylt að rækja starf sitt með alúð og samviskusemi í hvívetna. Hann skal gæta kurteisi, lipurðar og réttsýni í starfi sínu. Hann skal forðast að hafast nokkuð það að í starfi sínu eða utan þess sem er honum til vanvirðu eða álitshnekkis eða varpað getur rýrð á það starf eða starfsgrein er hann vinnur við. Starfsmanni er skylt að veita þeim sem til hans leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar, þar á meðal að benda þeim á það, ef svo ber undir, hvert þeir skuli leita með erindi sín.“

Brotnaði niður í réttarsal

Forsaga málsins er að hið opinbera höfðaði mál vegna hegningarlagabrots sem felur í sér móðgun eða aðdróttun gagnvart opinberum starfsmanni gegn Emil fyrir ummæli sem hann lét falla um Þór á Facebook. Svo fór að Emil var dæmdur í héraðsdómi til að greiða 30 þúsund króna sekt í ríkissjóð innan fjögurra vikna ellegar sæta fangelsi í fjóra daga. Hann þarf enn fremur að greiða Þóri 150 þúsund krónur í miskabætur. Emil hefur áfrýjað dómunum til Hæstaréttar. Emil var dæmdur fyrir eftirfarandi ummæli um Þór: „Hefur að sögn, sent táningum og unglingsstelpum kynferðisleg skilaboð og jafnframt boðið þeim upp á „afslátt“ gegn ???“

Við réttarhöld voru tvær konur voru leiddar í vitnastúku og vitnuð þær báðar um óeðlileg samskipti við Þór. Önnur þeirra var Þórdís Anna. Hún brotnaði niður í vitnastúku þar sem Þór var staddur í réttarsal og neitað að víkja. „Þá var leidd sem vitni fyrir dóminn kona, fædd árið 1988 og búsett á Eskifirði. Var hún strax auðsjáanlega miður sín og gaf á því þá skýringu að brotaþoli sæti á áheyrendabekk. Aðspurð af verjanda hvort hún hefði orðið fyrir einhverju áreiti af hálfu Þórs svaraði hún því játandi en kvaðst ekki vilja tjá sig frekar um það. Aðspurð hvort áreitið hafi verið af kynferðislegum toga, svaraði vitnið því játandi,“ segir í dómi.

Hin konan sem bar vitni við réttarhöld sagðist hafa fundist Þór „perralegur“ og „daðrandi“. Konan hafði verið í fíkniefnaneyslu og verið nokkuð tíður gestur á lögreglustöðinni. „Í eitt skipti hafi hún og vinkona hennar verið teknar við akstur og hafi vinkonan verið tekin til yfirheyrslu, en Þór hafi sleppt henni sjálfri án frekari aðgerða, „knúsað“ hana, sagt að honum þætti vænt um hana og langaði að vera vinur hennar. Kvaðst vitnið hafa „lamast“ við þetta, orðið hrædd við hann og þótt mjög óþægilegt að mæta honum á förnum vegi eftir þetta, sem þó hafi gerst oft,“ segir í dómi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár