Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Konu gert að ræða við lögreglumann sem hún sakar um áreiti

Þór­dís Anna Skúla­dótt­ir vitn­aði um kyn­ferð­is­legt áreiti lög­reglu­manns í hér­aðs­dómi í sum­ar. Í vik­unni hringdi hún á lög­reglu­stöð­ina á Eski­firði og sami lög­reglu­mað­ur svar­aði í sím­ann. Hann sagði hana þurfa að tala við sig.

Konu gert að ræða við lögreglumann sem hún sakar um áreiti

Þórdís Anna Skúladóttir er önnur tveggja kvenna sem vitnuðu um kynferðislegt áreiti af höndum Þórs Þórðarsonar, lögreglumanns á Eskifirði, í réttarhöldum gegn Emil K. Thorarensen á dögunum. Hún segir að fyrr í þessari viku, síðastliðinn miðvikudag, hafi hún hringt á lögreglustöðina á Eskifirði til að ná tali af Bjarna Sveinssyni rannsóknarlögreglumanni sem væri að skoða mál tengt henni. Þá hafi Þór svarað í símann og neitaði að gefa henni samband við umræddan rannsóknarlögreglumann.  Að hennar sögn hafi Þór strax uppgötvað að hún væri í símanum og sagt henni að hún yrði að tala við sig. Þórdís segist hafa ítrekað kvartað vegna framgöngu Þórs án árangurs. Hún segir að símtalið hafi verið mjög óþægilegt í ljósi þess sem undan hefur gengið. Hún sendi í dag formlega kvörtun til lögreglustjóra umdæmisins, Inger L. Jónsdóttur, vegna atviksins. Stundin náði tali af Inger áður en Þordís Anna sendi kvörtunina og sagði lögreglustjóri að málið yrði skoða þegar til kvörtunar kæmi.

Kannast við símtalið

Í samtali við Stundina segir Þór það rétt að hann hafi svaraði í símann þegar Þórdís Anna hringdi síðastliðinn miðvikudag. „Já, kannast við það. Ég sagði henni að Bjarni væri ekki á svæðinu, ég gæti ekki hjálpa henni þar sem Bjarni væri ekki á svæðinu. Ég sagði henni að hún gæti talað við mig ef það væri eitthvað. Ég get ekki gefið henni samband við hvern sem er,“ segir Þór. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið og neitað að svara spurður um hvort hann hafi sýnt henni ókurteisi. 

Líkt og fyrr segir þá hringdi Þórdís Anna í lögregluna til að ná tali af rannsóknarlögreglumanni. Það mál snýst um meinta fölsun á gögnum við sölu á bíl og er málið enn í rannsókn hjá lögreglunni á Austurlandi. „Ég var að hringa í Bjarna til að fá stöðuna á því máli. Það er eitthvað sem Þór tengist ekki neitt, hann er ekki rannsóknarlögreglumaður,“ segir Þórdís Anna. Hún segir að samtalið hafi farið líkt og kemur fram í stöðufærslu hennar á Facebook. Þórdís Anna segist ekki treysta sér til að skýra nánar frá umræddu kynferðislegu áreiti. Hún segist hafa forðast að hafa samskipti við Þór.

Málið gæti varðað við lög um skyldur opinbera starfsmanna en í 14. grein þeirra laga segir: „Starfsmanni er skylt að rækja starf sitt með alúð og samviskusemi í hvívetna. Hann skal gæta kurteisi, lipurðar og réttsýni í starfi sínu. Hann skal forðast að hafast nokkuð það að í starfi sínu eða utan þess sem er honum til vanvirðu eða álitshnekkis eða varpað getur rýrð á það starf eða starfsgrein er hann vinnur við. Starfsmanni er skylt að veita þeim sem til hans leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar, þar á meðal að benda þeim á það, ef svo ber undir, hvert þeir skuli leita með erindi sín.“

Brotnaði niður í réttarsal

Forsaga málsins er að hið opinbera höfðaði mál vegna hegningarlagabrots sem felur í sér móðgun eða aðdróttun gagnvart opinberum starfsmanni gegn Emil fyrir ummæli sem hann lét falla um Þór á Facebook. Svo fór að Emil var dæmdur í héraðsdómi til að greiða 30 þúsund króna sekt í ríkissjóð innan fjögurra vikna ellegar sæta fangelsi í fjóra daga. Hann þarf enn fremur að greiða Þóri 150 þúsund krónur í miskabætur. Emil hefur áfrýjað dómunum til Hæstaréttar. Emil var dæmdur fyrir eftirfarandi ummæli um Þór: „Hefur að sögn, sent táningum og unglingsstelpum kynferðisleg skilaboð og jafnframt boðið þeim upp á „afslátt“ gegn ???“

Við réttarhöld voru tvær konur voru leiddar í vitnastúku og vitnuð þær báðar um óeðlileg samskipti við Þór. Önnur þeirra var Þórdís Anna. Hún brotnaði niður í vitnastúku þar sem Þór var staddur í réttarsal og neitað að víkja. „Þá var leidd sem vitni fyrir dóminn kona, fædd árið 1988 og búsett á Eskifirði. Var hún strax auðsjáanlega miður sín og gaf á því þá skýringu að brotaþoli sæti á áheyrendabekk. Aðspurð af verjanda hvort hún hefði orðið fyrir einhverju áreiti af hálfu Þórs svaraði hún því játandi en kvaðst ekki vilja tjá sig frekar um það. Aðspurð hvort áreitið hafi verið af kynferðislegum toga, svaraði vitnið því játandi,“ segir í dómi.

Hin konan sem bar vitni við réttarhöld sagðist hafa fundist Þór „perralegur“ og „daðrandi“. Konan hafði verið í fíkniefnaneyslu og verið nokkuð tíður gestur á lögreglustöðinni. „Í eitt skipti hafi hún og vinkona hennar verið teknar við akstur og hafi vinkonan verið tekin til yfirheyrslu, en Þór hafi sleppt henni sjálfri án frekari aðgerða, „knúsað“ hana, sagt að honum þætti vænt um hana og langaði að vera vinur hennar. Kvaðst vitnið hafa „lamast“ við þetta, orðið hrædd við hann og þótt mjög óþægilegt að mæta honum á förnum vegi eftir þetta, sem þó hafi gerst oft,“ segir í dómi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár