Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1, segir að uppsagnir tveggja reyndra dagskrárgerðarmanna séu liður í skipulags- og áherslubreytingum sem ætlað sé „að styðja við ágætis þróun á Rás 1 á undanförnum vetri“.
Útvarpskonunum Hönnu G. Sigurðardóttur og Sigríði Stephensen var fyrirvaralaust sagt upp störfum í síðustu viku. Báðar eru þær á sextugsaldri og hafa starfað á Ríkisútvarpinu um árabil; Hanna hóf störf árið 1984 og Sigríður 1991. Á undanförnum árum hefur Hanna meðal annars haft umsjón með þáttunum Samfélagið í nærmynd og Sjónmáli og Sigríður séð um tónlistarþáttinn Til allra átta.
„Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti,“ segir Hanna í samtali við Stundina og bætir við: „Ég spurði minn yfirmann [Þröst Helgason, dagskrárstjóra, innsk. blaðam.] hvort hann hefði haft eitthvað út á mín störf að setja, en
Athugasemdir