Ekki búið að selja ljósvakahluta 365 til Símans

Ei­rík­ur Jóns­son blaða­mað­ur full­yrð­ir á vef sín­um að Sím­inn hafi keypt ljósvaka­hluta fjöl­miðlaris­ans 365. Sím­inn hafn­ar þessu og að­al­rit­stjóri 365 verst allra fregna.

Ekki búið að selja ljósvakahluta 365 til Símans

Eiríkur Jónsson blaðamaður fullyrðir á vef sínum að Síminn hafi keypt ljósvakahluta fjölmiðlarisans 365; þ.e. Stöð 2, Bylgjuna og aðrar útvarpsstöðvar fyrirtækisins. 

Stundin hafði samband við Kristínu Þorsteinsdóttur, aðalritstjóra 365 miðla, sem játaði því hvorki né neitaði að fréttin ætti sér stoð í raunveruleikanum. Vildi hún ekki veita blaðamanni neinar upplýsingar um málið.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar er rangt að Síminn sé búinn að kaupa ljósvakahluta 365. Slík kaup eru ekki í formlegu ferli en hafa komið til álita hjá fyrirtækjunum.

„Gengið verður formlega frá þessu innan skamms en Fréttablaðið og visir.is fylgja ekki með í kaupunum. Þó herma aðrar heimildir að eigendur 365, Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir, séu búin að finna kaupendur að þeim hluta líka – en það er ekki Síminn,“ segir á vef Eiríks. 

Uppfært kl. 19:35:

Síminn hefur sent frá sér yfirlýsingu um að fyrirtækið hafi ekki keypt ljós­vaka­miðla 365 og við­ræður standi ekki yfir. „Fyr­ir­tækið tjáir sig því ekki um get­gátur og orðróm. Vegna full­yrð­inga á opin­berum vett­vangi í dag viljum við hins vegar taka fram að Sím­inn hefur ekki keypt ljós­vaka­miðla 365. Við­ræður standa ekki yfir­,“ segir í tilkynningunni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár