Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ekki búið að selja ljósvakahluta 365 til Símans

Ei­rík­ur Jóns­son blaða­mað­ur full­yrð­ir á vef sín­um að Sím­inn hafi keypt ljósvaka­hluta fjöl­miðlaris­ans 365. Sím­inn hafn­ar þessu og að­al­rit­stjóri 365 verst allra fregna.

Ekki búið að selja ljósvakahluta 365 til Símans

Eiríkur Jónsson blaðamaður fullyrðir á vef sínum að Síminn hafi keypt ljósvakahluta fjölmiðlarisans 365; þ.e. Stöð 2, Bylgjuna og aðrar útvarpsstöðvar fyrirtækisins. 

Stundin hafði samband við Kristínu Þorsteinsdóttur, aðalritstjóra 365 miðla, sem játaði því hvorki né neitaði að fréttin ætti sér stoð í raunveruleikanum. Vildi hún ekki veita blaðamanni neinar upplýsingar um málið.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar er rangt að Síminn sé búinn að kaupa ljósvakahluta 365. Slík kaup eru ekki í formlegu ferli en hafa komið til álita hjá fyrirtækjunum.

„Gengið verður formlega frá þessu innan skamms en Fréttablaðið og visir.is fylgja ekki með í kaupunum. Þó herma aðrar heimildir að eigendur 365, Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir, séu búin að finna kaupendur að þeim hluta líka – en það er ekki Síminn,“ segir á vef Eiríks. 

Uppfært kl. 19:35:

Síminn hefur sent frá sér yfirlýsingu um að fyrirtækið hafi ekki keypt ljós­vaka­miðla 365 og við­ræður standi ekki yfir. „Fyr­ir­tækið tjáir sig því ekki um get­gátur og orðróm. Vegna full­yrð­inga á opin­berum vett­vangi í dag viljum við hins vegar taka fram að Sím­inn hefur ekki keypt ljós­vaka­miðla 365. Við­ræður standa ekki yfir­,“ segir í tilkynningunni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Við munum þurrka þá út“
6
ErlentÁrásir á Gaza

„Við mun­um þurrka þá út“

Þrátt fyr­ir aukna and­stöðu við stríð­ið hafa al­menn­ir borg­ar­ar í Ísra­el litla sam­úð með Palestínu­mönn­um á Gaza. Þar hef­ur ísra­elski her­inn hef­ur auk­ið þunga í hern­að­ar­að­gerð­um í vik­unni. Ætl­un­in er að „klára verk­ið og full­komna ósig­ur Ham­as,“ sagði Benjam­in Net­anya­hu. Blaða­menn voru drepn­ir í vik­unni, börn svelta og al­þjóð­leg hjálp­ar­sam­tök senda frá sér sam­eig­in­legt ákall gegn nýrri lög­gjöf.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár