Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Katrín bendir á ósamræmi í ræðum forsætisráðherra og fjármálaráðherra

Áætl­un um los­un hafta var kynnt á blaða­manna­fundi í Hörpu í há­deg­inu. Bygg­ir á að­gerða­áætl­un frá 2011. Gagn­rýn­ir rík­is­stjórn­ina fyr­ir sam­ráðs­leysi og seina­gang.

Katrín bendir á ósamræmi í ræðum forsætisráðherra og fjármálaráðherra

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, veltir fyrir sér hvers vegna áætlun um losun gjaldeyrishafta hafi ekki litið dagsins ljós miklu fyrr, í ljósi þess hversu miklir hagsmunir séu í húfi, en áætlunin var kynnt í hádeginu í dag. Þá spyr hún einnig hvers vegna áætlunin var ekki unnin í nánara samráði við stjórnarandstöðuna. 

„Ég fagna því ríkisstjórnin hafi loksins kynnt aðgerðir um losun hafta. Í kynningu Seðlabankastjóra í dag kom fram að áætlun ríkisstjórnarinnar byggist á þeirri aðgerðaáætlun sem var samþykkt 2011 og hefur verið útfærð nánar. Ég hef talsvert spurt um þetta í þinginu og fengið mismunandi svör, stundum var sagt að unnið væri að nýrri áætlun sem yrði að vera leynileg og að áætlunin frá 2011 væri byggð á algjörlega röngum forsendum,“skrifar hún og vísar í ræðu forsætisráðherra frá því í febrúar á þessu ári. „En stundum var bent á að unnið væri samkvæmt áætluninni frá 2011,“ skrifar Katrín og vísar í ræðu Bjarna Benediktssonar frá því í október 2013, en þar sagði hann að áfram væri unnið eftir þeirri áætlun sem hefur verið í gildi. 

„Nú virðist hið síðarnefnda komið á daginn og því veltir maður því eðlilega fyrir sér hvers vegna niðurstaðan sem kynnt var í dag leit ekki dagsins ljós miklu fyrr í ljósi þess hversu miklir hagsmunir eru í húfi og af hverju hún var ekki unnin í nánara samráði við stjórnarandstöðuna. En aðalmálið er að hagsmunir almennings verði tryggðir og góð sátt náist um þær útfærslur sem nú hafa verið kynntar,“ skrifar Katrín Jakobsdóttir um málið. 

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, skrifaði einnig um málið á Facebook síðu sinni í dag en hann sagði góðu fréttirnar þær að haftatillögurnar væru miklu nær hugmyndum Samfylkingarinnar en Framsóknar vorið 2013. „Við vildum þá nýta svigrúm í samningum við slitabúin til að lækka opinberar skuldir. Vera Framsóknar í skýjaborgum í tvö ár er þjóðinni dýr,“ skrifar Árni Páll. 

Fréttir ekki á rökum reistar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði á Facebook-síðu sinni í morgun að stór og ánægjulegur dagur væri nú runninn upp. „Í hádeginu verður kynnt áætlun um afnám gjaldeyrishafta og ýmis atriði sem tengjast því. Mikil undirbúningsvinna, unnin af ótrúlega snjöllu og öflugu fólki, hefur staðið lengi. Framkvæmdin hófst svo í gærkvöldi, þegar Alþingi samþykkti eins konar undanfarafrumvarp á óvenjulegum tíma,“ skrifar hann. 

Á forsíðu Fréttablaðsins í morgun var sagt frá því að leki á upplýsingum um áætlunina til DV fyrir helgi hefði skapað þrýsting og gert lagasetninguna í 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu