Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Katrín bendir á ósamræmi í ræðum forsætisráðherra og fjármálaráðherra

Áætl­un um los­un hafta var kynnt á blaða­manna­fundi í Hörpu í há­deg­inu. Bygg­ir á að­gerða­áætl­un frá 2011. Gagn­rýn­ir rík­is­stjórn­ina fyr­ir sam­ráðs­leysi og seina­gang.

Katrín bendir á ósamræmi í ræðum forsætisráðherra og fjármálaráðherra

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, veltir fyrir sér hvers vegna áætlun um losun gjaldeyrishafta hafi ekki litið dagsins ljós miklu fyrr, í ljósi þess hversu miklir hagsmunir séu í húfi, en áætlunin var kynnt í hádeginu í dag. Þá spyr hún einnig hvers vegna áætlunin var ekki unnin í nánara samráði við stjórnarandstöðuna. 

„Ég fagna því ríkisstjórnin hafi loksins kynnt aðgerðir um losun hafta. Í kynningu Seðlabankastjóra í dag kom fram að áætlun ríkisstjórnarinnar byggist á þeirri aðgerðaáætlun sem var samþykkt 2011 og hefur verið útfærð nánar. Ég hef talsvert spurt um þetta í þinginu og fengið mismunandi svör, stundum var sagt að unnið væri að nýrri áætlun sem yrði að vera leynileg og að áætlunin frá 2011 væri byggð á algjörlega röngum forsendum,“skrifar hún og vísar í ræðu forsætisráðherra frá því í febrúar á þessu ári. „En stundum var bent á að unnið væri samkvæmt áætluninni frá 2011,“ skrifar Katrín og vísar í ræðu Bjarna Benediktssonar frá því í október 2013, en þar sagði hann að áfram væri unnið eftir þeirri áætlun sem hefur verið í gildi. 

„Nú virðist hið síðarnefnda komið á daginn og því veltir maður því eðlilega fyrir sér hvers vegna niðurstaðan sem kynnt var í dag leit ekki dagsins ljós miklu fyrr í ljósi þess hversu miklir hagsmunir eru í húfi og af hverju hún var ekki unnin í nánara samráði við stjórnarandstöðuna. En aðalmálið er að hagsmunir almennings verði tryggðir og góð sátt náist um þær útfærslur sem nú hafa verið kynntar,“ skrifar Katrín Jakobsdóttir um málið. 

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, skrifaði einnig um málið á Facebook síðu sinni í dag en hann sagði góðu fréttirnar þær að haftatillögurnar væru miklu nær hugmyndum Samfylkingarinnar en Framsóknar vorið 2013. „Við vildum þá nýta svigrúm í samningum við slitabúin til að lækka opinberar skuldir. Vera Framsóknar í skýjaborgum í tvö ár er þjóðinni dýr,“ skrifar Árni Páll. 

Fréttir ekki á rökum reistar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði á Facebook-síðu sinni í morgun að stór og ánægjulegur dagur væri nú runninn upp. „Í hádeginu verður kynnt áætlun um afnám gjaldeyrishafta og ýmis atriði sem tengjast því. Mikil undirbúningsvinna, unnin af ótrúlega snjöllu og öflugu fólki, hefur staðið lengi. Framkvæmdin hófst svo í gærkvöldi, þegar Alþingi samþykkti eins konar undanfarafrumvarp á óvenjulegum tíma,“ skrifar hann. 

Á forsíðu Fréttablaðsins í morgun var sagt frá því að leki á upplýsingum um áætlunina til DV fyrir helgi hefði skapað þrýsting og gert lagasetninguna í 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár