Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Katrín bendir á ósamræmi í ræðum forsætisráðherra og fjármálaráðherra

Áætl­un um los­un hafta var kynnt á blaða­manna­fundi í Hörpu í há­deg­inu. Bygg­ir á að­gerða­áætl­un frá 2011. Gagn­rýn­ir rík­is­stjórn­ina fyr­ir sam­ráðs­leysi og seina­gang.

Katrín bendir á ósamræmi í ræðum forsætisráðherra og fjármálaráðherra

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, veltir fyrir sér hvers vegna áætlun um losun gjaldeyrishafta hafi ekki litið dagsins ljós miklu fyrr, í ljósi þess hversu miklir hagsmunir séu í húfi, en áætlunin var kynnt í hádeginu í dag. Þá spyr hún einnig hvers vegna áætlunin var ekki unnin í nánara samráði við stjórnarandstöðuna. 

„Ég fagna því ríkisstjórnin hafi loksins kynnt aðgerðir um losun hafta. Í kynningu Seðlabankastjóra í dag kom fram að áætlun ríkisstjórnarinnar byggist á þeirri aðgerðaáætlun sem var samþykkt 2011 og hefur verið útfærð nánar. Ég hef talsvert spurt um þetta í þinginu og fengið mismunandi svör, stundum var sagt að unnið væri að nýrri áætlun sem yrði að vera leynileg og að áætlunin frá 2011 væri byggð á algjörlega röngum forsendum,“skrifar hún og vísar í ræðu forsætisráðherra frá því í febrúar á þessu ári. „En stundum var bent á að unnið væri samkvæmt áætluninni frá 2011,“ skrifar Katrín og vísar í ræðu Bjarna Benediktssonar frá því í október 2013, en þar sagði hann að áfram væri unnið eftir þeirri áætlun sem hefur verið í gildi. 

„Nú virðist hið síðarnefnda komið á daginn og því veltir maður því eðlilega fyrir sér hvers vegna niðurstaðan sem kynnt var í dag leit ekki dagsins ljós miklu fyrr í ljósi þess hversu miklir hagsmunir eru í húfi og af hverju hún var ekki unnin í nánara samráði við stjórnarandstöðuna. En aðalmálið er að hagsmunir almennings verði tryggðir og góð sátt náist um þær útfærslur sem nú hafa verið kynntar,“ skrifar Katrín Jakobsdóttir um málið. 

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, skrifaði einnig um málið á Facebook síðu sinni í dag en hann sagði góðu fréttirnar þær að haftatillögurnar væru miklu nær hugmyndum Samfylkingarinnar en Framsóknar vorið 2013. „Við vildum þá nýta svigrúm í samningum við slitabúin til að lækka opinberar skuldir. Vera Framsóknar í skýjaborgum í tvö ár er þjóðinni dýr,“ skrifar Árni Páll. 

Fréttir ekki á rökum reistar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði á Facebook-síðu sinni í morgun að stór og ánægjulegur dagur væri nú runninn upp. „Í hádeginu verður kynnt áætlun um afnám gjaldeyrishafta og ýmis atriði sem tengjast því. Mikil undirbúningsvinna, unnin af ótrúlega snjöllu og öflugu fólki, hefur staðið lengi. Framkvæmdin hófst svo í gærkvöldi, þegar Alþingi samþykkti eins konar undanfarafrumvarp á óvenjulegum tíma,“ skrifar hann. 

Á forsíðu Fréttablaðsins í morgun var sagt frá því að leki á upplýsingum um áætlunina til DV fyrir helgi hefði skapað þrýsting og gert lagasetninguna í 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár