Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Kári Stefánsson ánægður en skammast sín fyrir að vera skattakóngur

Einn af skattakóng­um árs­ins, Kári Stef­áns­son, seg­ist hálf­skamm­ast sín fyr­ir að vera stór­eigna­mað­ur í landi þar sem margt fólk á ekk­ert. Hann sé þó ánægð­ur með geta lagt sitt að mörk­um til sam­fé­lags­ins.

Kári Stefánsson ánægður en skammast sín fyrir að vera skattakóngur

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í samtali við Stundina hálfpartinn skammast sín fyrir að vera einn af skattakóngum Íslands. Hann segist ánægður með að skila sínu til samfélagsins en telur þó erfitt fyrir gamlan sósíalista að vera á þessum lista. Í fréttatilkynningu frá Ríkisskattstjóra kemur fram að Kári er í þriðja sæti á Íslandi yfir þá einstaklinga sem greiða hæstan skatt. Í fyrra greidd Kári 277.499.661 krónur í skatt.

„Ég er býsna ánægður með það að leggja að mörkum til samfélagsins. Ég allavega gjalda keisaranum það sem keisarans er að fullu. Allir þessir peningar sem ég er að greiða af opinber gjöld koma erlendis frá. Þannig að í þessum opinberu gjöldum endurspeglast flutningur á gjaldeyri til landsins. Að því leyti gleður þetta mig. Það sem mér finnst hins vegar dálítið erfitt fyrir gamlan sósíalista er að sitja uppi með að vera svona auðkýfingur í þessu samfélagi,“ segir Kári.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár