Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Kári Stefánsson ánægður en skammast sín fyrir að vera skattakóngur

Einn af skattakóng­um árs­ins, Kári Stef­áns­son, seg­ist hálf­skamm­ast sín fyr­ir að vera stór­eigna­mað­ur í landi þar sem margt fólk á ekk­ert. Hann sé þó ánægð­ur með geta lagt sitt að mörk­um til sam­fé­lags­ins.

Kári Stefánsson ánægður en skammast sín fyrir að vera skattakóngur

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í samtali við Stundina hálfpartinn skammast sín fyrir að vera einn af skattakóngum Íslands. Hann segist ánægður með að skila sínu til samfélagsins en telur þó erfitt fyrir gamlan sósíalista að vera á þessum lista. Í fréttatilkynningu frá Ríkisskattstjóra kemur fram að Kári er í þriðja sæti á Íslandi yfir þá einstaklinga sem greiða hæstan skatt. Í fyrra greidd Kári 277.499.661 krónur í skatt.

„Ég er býsna ánægður með það að leggja að mörkum til samfélagsins. Ég allavega gjalda keisaranum það sem keisarans er að fullu. Allir þessir peningar sem ég er að greiða af opinber gjöld koma erlendis frá. Þannig að í þessum opinberu gjöldum endurspeglast flutningur á gjaldeyri til landsins. Að því leyti gleður þetta mig. Það sem mér finnst hins vegar dálítið erfitt fyrir gamlan sósíalista er að sitja uppi með að vera svona auðkýfingur í þessu samfélagi,“ segir Kári.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár