Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Kærður fyrir morðhótun af Litla-Hrauni: „Ég er svo mikill pabbastrákur að ég hugsa mig ekki tvisvar um 16 ára dóm.“

Stund­in hef­ur kær­una und­ir hönd­um sem og skjá­skot af skila­boð­un­um. Hinn kærði, Sæv­ar Örn Hilm­ars­son, er son­ur Hilm­ars Leifs­son­ar. Mál­ið teng­ist deil­um sem náðu hápunkti fyr­ir ut­an Laug­ar síð­asta sum­ar.

Kærður fyrir morðhótun af Litla-Hrauni: „Ég er svo mikill pabbastrákur að ég hugsa mig ekki tvisvar um 16 ára dóm.“
Skjáskot úr myndband Sævar Örn er sonur Hilmars Leifssonar sem réðst á karlmanninn fyrir utan Laugar síðasta sumar. Mynd: Youtube

Sævar Örn Hilmarsson var kærður fyrir að hóta manni á meðan hann sat í fangelsi. Stundin hefur kæruna undir höndum, en þar kemur fram að skilaboðin bárust í gegnum Facebook í mars og apríl í fyrra. Á þeim tíma var Sævar Örn að afplána dóm á Litla Hrauni, en hann var meðal annars dæmdur fyrir líkamsárás með hafnaboltakylfu.

Maðurinn sem kærði málið er á fertugsaldri. Hann hefur átt í deilum við Hilmar Leifsson, sem er faðir Sævars Arnar. Lentu þeir meðal annars í átökum fyrir utan Laugar síðasta sumar.

 

„Ég fokkkking slatra þér“

Stundin hefur einnig undir höndum afrit af skilaboðunum sem voru kærð til lögreglu. Í fyrri skilaboðunum segir: „Þú er nú meiri fokkkking ræfillinn sökkerpunsar 60 kall og hleypur í burtu eins og fokkking hræ í öðrum skónum þettaa er fokkking pabbi ég skal fokkking slatra þer fríkið þótt ég þurfi að eyða restinni af æviinnni herna innni ég fokkkking slatra þér fokkkking kryppplingurinn þiinnn það er fokkking loforð.“

Þegar talað er um „sökkerpuns“ er væntanlega verið að vísa í atvik sem átti sér stað á Kaffi Mílanó í fyrra, þar sem slagsmál brutust út á milli þess sem nú kærði og Hilmars.

Í seinni skilaboðunum er maðurinn varaður við aðgerðum gegn Hilmari: „Þú reðst a pabba minn af engri helvitis astæðu ef þið eruð að plana eh gegn pabba minum drep eg ykkur alla og þig fyrst ekki vera svona heimskur af engri astæðu nóg að okkur lenti saman en þetta er komið gott hvað a pabbi minn sem er 60 að nenna að þurfa standa í svona kjæftæði hann er með fjölskyldu en eg lofa þer því [...] eg er svo mikill pabba strakur að eg hugsa mig ekki tvisar um 16 ara dom fyrir hann svo þú vitir það bara látttu þetta kjurt ligggja.“

Sævar Örn Hilmarsson var kærður fyrir að hóta manni á meðan hann sat í fangelsi. Stundin hefur kæruna undir höndum, en þar kemur fram að skilaboðin bárust í gegnum Facebook í mars og apríl í fyrra. Á þeim tíma var Sævar Örn að afplána dóm á Litla Hrauni, en hann var meðal annars dæmdur fyrir líkamsárás með hafnaboltakylfu.

Maðurinn sem kærði málið er á fertugsaldri. Hann hefur átt í deilum við Hilmar Leifsson, sem er faðir Sævars Arnar. Lentu þeir meðal annars í átökum fyrir utan Laugar síðasta sumar.

„Ég fokkkking slatra þér“

Stundin hefur einnig undir höndum afrit af skilaboðunum sem voru kærð til lögreglu. Í fyrri skilaboðunum segir: „Þú er nú meiri fokkkking ræfillinn sökkerpunsar 60 kall og hleypur í burtu eins og fokkking hræ í öðrum skónum þettaa er fokkking pabbi ég skal fokkking slatra þer fríkið þótt ég þurfi að eyða restinni af æviinnni herna innni ég fokkkking slatra þér fokkkking kryppplingurinn þiinnn það er fokkking loforð.“

Þegar talað er um „sökkerpuns“ er væntanlega verið að vísa í atvik sem átti sér stað á Kaffi Mílanó í fyrra, þar sem slagsmál brutust út á milli þess sem nú kærði og Hilmars.

Í seinni skilaboðunum er maðurinn varaður við aðgerðum gegn Hilmari: „Þú reðst a pabba minn af engri helvitis astæðu ef þið eruð að plana eh gegn pabba minum drep eg ykkur alla og þig fyrst ekki vera svona heimskur af engri astæðu nóg að okkur lenti saman en þetta er komið gott hvað a pabbi minn sem er 60 að nenna að þurfa standa í svona kjæftæði hann er með fjölskyldu en eg lofa þer því [...] eg er svo mikill pabba strakur að eg hugsa mig ekki tvisar um 16 ara dom fyrir hann svo þú vitir það bara látttu þetta kjurt ligggja.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár