Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Jafnvægið í ættarsögu Jóns Kalmans

Jón Kalm­an Stef­áns­son hef­ur sent frá sér nýja skáld­sögu sem er með því besta sem hann hef­ur skrif­að. Höf­und­in­um ligg­ur mik­ið á hjarta og geng­ur nærri sjálf­um sér í bók­inni sem seg­ir frá Kefla­vík­ur­drengn­um Ara.

Jafnvægið í ættarsögu Jóns Kalmans
Sögumaðurinn „ég“ og Ari Einhverjir lesendur munu kannski spyrja sig að því hver það sem er þessi „ég“ sem segir sögu Jóns Kalmans af Ara og fjölskyldu hans þar sem engum dylst að talsverð líkindi eru á milli Ara og Jóns Kalmans.

Eitthvað á stærð við alheiminn                                 

Jón Kalman Stefánsson

Bjartur

355 blaðsíður

***** (fimm stjörnur)

Nýja skáldsaga Jóns Kalmans Stefánssonar, Eitthvað á stærð við alheiminn, er hans best heppnaða síðan hann hann gaf út Himnaríki og helvíti árið 2007. Þetta er fimm stjörnu bók; hnökralítið skáldverk eftir höfund sem oft hefur verið afar góður en skákar eiginlega sjálfum sér hér. Ég las Himnaríki og helvíti fjórum sinnum, að mig minnir, af því er fannst hún svo vel heppnuð og þessi bók er af svipuðum gæðum; bók sem maður vill lesa aftur og kannski aftur.

„Þetta er auðvitað synd því Jón Kalman er frábær rithöfundur, einn sá allra besti hér á landi.“

Yfirdrifin stílbrögð

Jón Kalman nær í bókinni að finna jafnvægi í ljóðrænum stíl sínum sem mér finnst ekki hafa verið í síðustu bókum hans þar sem hann hefur á stundum misst sig í háfleygni þannig að það hefur komið niður á textanum og bókunum sem heild. 

Einna bersýnilegast var þetta í Harmi englanna sem kom út árið 2009. Í henni, og næstu tveimur bókum, komu kaflar þar sem stíllinn varð of hátimbraður og ofnotaðar myndlíkingar - í Hjarta mannsins notaði hann kjöl á skipi sem hefur hvolft sem tákn dauðans þrisvar í röð á örfáum blaðsíðum - og síendurtekin orð eins og „eilífð“, „harmur“, „englar“ gerðu textann uppskrúfaðan.

Ýmsir tóku eftir þessum eiginleikum í fyrri bókum Jóns Kalmans - þó öllum þessum verkum hafi verið vel tekið á Íslandi sem og erlendis - og gerði rithöfundurinn Steinar Bragi meðal annars grín að stílbrögðum hans í bók sinni, Kötu. Steinar Bragi lætur sögupersónu sem ber nafn Jóns Kalmans segja setningar eins og: „Fátt er jafn óskiljanlegt og sumarhiminn. Heiðríkjan, golan sem strýkur stráunum, en þó er ekkert til í veröldinni nema ástin.“ Þeir sem hafa lesið bækur Jóns Kalmans kannast kannski við stílbrögð í þessum anda þó auðvitað sé viss skrumskæling hér á ferðinni. 

Eitt einkenni þessara bóka Jóns var einnig talsvert magn rétórískra spurninga sem oft voru háfleygar: ,,...hver er ég, erum við það sem við gerum eða það okkur dreymir?“ eins og segir á einum stað. Síendurteknar spurningar í þessum anda geta orðið þreytandi í skáldsögum.

Ég þekki marga sem einfaldlega hafa gefist upp á þessum bókum hans Jóns Kalmans vegna þess hversu hátimbraður textinn varð á köflum og ég spurði mig stundum að því við lesturinn, þegar ég hnaut um slík textabrot, hvort orðalagið væri nú ekki ansi yfirdrifið. 

Þetta er auðvitað synd því Jón Kalman er frábær rithöfundur, einn sá allra besti hér á landi. Margt fólk nennir bara ekki að lesa svo dómínerandi ljóðrænu.

 

Byrjið þá á þessari bók

Ég segi við þetta fólk og þá sem ekki hafa lesið Jón Kalman: Byrjið á þessari nýju bók hans. Við lesturinn gerðist það aldrei að ég liti upp úr bókinni og hváði af því mér fyndist Jón Kalman hafa gengið of langt í stílbrögðum sínum og fyrstu sjötíu síðurnar í bókinni eru sérstaklega þéttar og lausar við það sem pirraði mig helst við lesturinn á nokkrum af fyrri bókum hans. 

Líkingarnar eru auðvitað samt á sínum stað - Jón er góður í þeim - en hann er sparari á þær og ég held að hver líking komi ekki fyrir nema einu sinni. Typpi nauðgarans er til dæmis „barefli“ - lýsing sem slær mann strax af því hún er svo sterk og skýr - og krabbameinið „breiðir“ úr eins og „myrkur“ inni í líkama einnar sögupersónunnar. Líkingarnar í þessari bók eru yfirleitt sterkar og þær eru fáar miðað við í fyrri bókum Jóns en í einni þeirra notaði hann til dæmis orðalagið „hráki djöfulsins“ til að lýsa bæði slyddu og peningum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Jólabækur

Kraftur Jóns Kalmans
GagnrýniJólabækur

Kraft­ur Jóns Kalm­ans

Saga Ástu eft­ir Jón Kalm­an Stef­áns­son Út­gáfa: Bene­dikt­Ein­kunn: 4 stjörn­ur af 5 Jón Kalm­an Stef­áns­son er rit­höf­und­ur sem marg­ir hafa sterk­ar skoð­an­ir á. Sum­um finn­ast bæk­ur hans frá­bær­ar, nán­ast full­komn­ar, á með­an aðr­ir eiga erfitt með há­fleyg­an og ljóð­ræn­an stíl­inn. Ég þekki fólk sem elsk­ar bæk­ur Jóns Kalm­ans. En ég þekki líka fólk sem get­ur ekki les­ið hann út af...
Hvernig skrifa rithöfundarnir?: „Manneskja sem er skelfingu lostin gagnvart orðunum“
MenningJólabækur

Hvernig skrifa rit­höf­und­arn­ir?: „Mann­eskja sem er skelf­ingu lost­in gagn­vart orð­un­um“

Jóla­bóka­flóð­ið hef­ur ver­ið sagt sér­ís­lenskt fyr­ir­bæri þar sem svo marg­ar bæk­ur koma út, eða um 35 til 40 pró­sent allra bóka sem gefn­ar eru út á hverju ári. Stund­in fékk fimm rit­höf­unda, sem all­ir gefa út skáld­verk fyr­ir þessi jól, til að lýsa því hvernig þeir skrifa bæk­ur sín­ar og bað þá vin­sam­leg­ast líka að fara út fyr­ir efn­ið.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
3
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
4
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
3
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár