Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Jafnvægið í ættarsögu Jóns Kalmans

Jón Kalm­an Stef­áns­son hef­ur sent frá sér nýja skáld­sögu sem er með því besta sem hann hef­ur skrif­að. Höf­und­in­um ligg­ur mik­ið á hjarta og geng­ur nærri sjálf­um sér í bók­inni sem seg­ir frá Kefla­vík­ur­drengn­um Ara.

Jafnvægið í ættarsögu Jóns Kalmans
Sögumaðurinn „ég“ og Ari Einhverjir lesendur munu kannski spyrja sig að því hver það sem er þessi „ég“ sem segir sögu Jóns Kalmans af Ara og fjölskyldu hans þar sem engum dylst að talsverð líkindi eru á milli Ara og Jóns Kalmans.

Eitthvað á stærð við alheiminn                                 

Jón Kalman Stefánsson

Bjartur

355 blaðsíður

***** (fimm stjörnur)

Nýja skáldsaga Jóns Kalmans Stefánssonar, Eitthvað á stærð við alheiminn, er hans best heppnaða síðan hann hann gaf út Himnaríki og helvíti árið 2007. Þetta er fimm stjörnu bók; hnökralítið skáldverk eftir höfund sem oft hefur verið afar góður en skákar eiginlega sjálfum sér hér. Ég las Himnaríki og helvíti fjórum sinnum, að mig minnir, af því er fannst hún svo vel heppnuð og þessi bók er af svipuðum gæðum; bók sem maður vill lesa aftur og kannski aftur.

„Þetta er auðvitað synd því Jón Kalman er frábær rithöfundur, einn sá allra besti hér á landi.“

Yfirdrifin stílbrögð

Jón Kalman nær í bókinni að finna jafnvægi í ljóðrænum stíl sínum sem mér finnst ekki hafa verið í síðustu bókum hans þar sem hann hefur á stundum misst sig í háfleygni þannig að það hefur komið niður á textanum og bókunum sem heild. 

Einna bersýnilegast var þetta í Harmi englanna sem kom út árið 2009. Í henni, og næstu tveimur bókum, komu kaflar þar sem stíllinn varð of hátimbraður og ofnotaðar myndlíkingar - í Hjarta mannsins notaði hann kjöl á skipi sem hefur hvolft sem tákn dauðans þrisvar í röð á örfáum blaðsíðum - og síendurtekin orð eins og „eilífð“, „harmur“, „englar“ gerðu textann uppskrúfaðan.

Ýmsir tóku eftir þessum eiginleikum í fyrri bókum Jóns Kalmans - þó öllum þessum verkum hafi verið vel tekið á Íslandi sem og erlendis - og gerði rithöfundurinn Steinar Bragi meðal annars grín að stílbrögðum hans í bók sinni, Kötu. Steinar Bragi lætur sögupersónu sem ber nafn Jóns Kalmans segja setningar eins og: „Fátt er jafn óskiljanlegt og sumarhiminn. Heiðríkjan, golan sem strýkur stráunum, en þó er ekkert til í veröldinni nema ástin.“ Þeir sem hafa lesið bækur Jóns Kalmans kannast kannski við stílbrögð í þessum anda þó auðvitað sé viss skrumskæling hér á ferðinni. 

Eitt einkenni þessara bóka Jóns var einnig talsvert magn rétórískra spurninga sem oft voru háfleygar: ,,...hver er ég, erum við það sem við gerum eða það okkur dreymir?“ eins og segir á einum stað. Síendurteknar spurningar í þessum anda geta orðið þreytandi í skáldsögum.

Ég þekki marga sem einfaldlega hafa gefist upp á þessum bókum hans Jóns Kalmans vegna þess hversu hátimbraður textinn varð á köflum og ég spurði mig stundum að því við lesturinn, þegar ég hnaut um slík textabrot, hvort orðalagið væri nú ekki ansi yfirdrifið. 

Þetta er auðvitað synd því Jón Kalman er frábær rithöfundur, einn sá allra besti hér á landi. Margt fólk nennir bara ekki að lesa svo dómínerandi ljóðrænu.

 

Byrjið þá á þessari bók

Ég segi við þetta fólk og þá sem ekki hafa lesið Jón Kalman: Byrjið á þessari nýju bók hans. Við lesturinn gerðist það aldrei að ég liti upp úr bókinni og hváði af því mér fyndist Jón Kalman hafa gengið of langt í stílbrögðum sínum og fyrstu sjötíu síðurnar í bókinni eru sérstaklega þéttar og lausar við það sem pirraði mig helst við lesturinn á nokkrum af fyrri bókum hans. 

Líkingarnar eru auðvitað samt á sínum stað - Jón er góður í þeim - en hann er sparari á þær og ég held að hver líking komi ekki fyrir nema einu sinni. Typpi nauðgarans er til dæmis „barefli“ - lýsing sem slær mann strax af því hún er svo sterk og skýr - og krabbameinið „breiðir“ úr eins og „myrkur“ inni í líkama einnar sögupersónunnar. Líkingarnar í þessari bók eru yfirleitt sterkar og þær eru fáar miðað við í fyrri bókum Jóns en í einni þeirra notaði hann til dæmis orðalagið „hráki djöfulsins“ til að lýsa bæði slyddu og peningum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Jólabækur

Kraftur Jóns Kalmans
GagnrýniJólabækur

Kraft­ur Jóns Kalm­ans

Saga Ástu eft­ir Jón Kalm­an Stef­áns­son Út­gáfa: Bene­dikt­Ein­kunn: 4 stjörn­ur af 5 Jón Kalm­an Stef­áns­son er rit­höf­und­ur sem marg­ir hafa sterk­ar skoð­an­ir á. Sum­um finn­ast bæk­ur hans frá­bær­ar, nán­ast full­komn­ar, á með­an aðr­ir eiga erfitt með há­fleyg­an og ljóð­ræn­an stíl­inn. Ég þekki fólk sem elsk­ar bæk­ur Jóns Kalm­ans. En ég þekki líka fólk sem get­ur ekki les­ið hann út af...
Hvernig skrifa rithöfundarnir?: „Manneskja sem er skelfingu lostin gagnvart orðunum“
MenningJólabækur

Hvernig skrifa rit­höf­und­arn­ir?: „Mann­eskja sem er skelf­ingu lost­in gagn­vart orð­un­um“

Jóla­bóka­flóð­ið hef­ur ver­ið sagt sér­ís­lenskt fyr­ir­bæri þar sem svo marg­ar bæk­ur koma út, eða um 35 til 40 pró­sent allra bóka sem gefn­ar eru út á hverju ári. Stund­in fékk fimm rit­höf­unda, sem all­ir gefa út skáld­verk fyr­ir þessi jól, til að lýsa því hvernig þeir skrifa bæk­ur sín­ar og bað þá vin­sam­leg­ast líka að fara út fyr­ir efn­ið.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár