Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ísraelar drápu 32 börn á Vesturbakkanum í fyrra

Und­an­far­in tvö ár hef­ur færst í auk­ana að ísra­elsk­ir her­menn og ör­ygg­is­verð­ir beiti óhóf­legu valdi í átök­um við mót­mæl­end­ur. Af­leið­ing­in er með­al ann­ars sú að ár­ið 2016 lét­ust fleiri börn í Palestínu en síð­ustu tíu ár þar á und­an.

Ísraelar drápu 32 börn á Vesturbakkanum í fyrra
Faris 15. ára. Skotinn í höfuðið af ísraelskum hermanni. Lést eftir 69 daga í dái.

Ísraelskir hermenn og öryggisverðir drápu 32 palestínsk börn á hinum hersetna Vesturbakka og í austurhluta Jerúsalem árið 2016. Árið er það blóðugasta síðasta áratuginn fyrir palestínsk börn á svæðinu, samkvæmt rannsókn samtakanna Defense for Children International (DCIP).

Þann 23. desember síðastliðinn lést hinn 15 ára gamli Faris Ziyad eftir að hafa verið 69 daga í dái. Ísraelskur hermaður skaut Faris í höfuðið í átökum við flóttamannabúðirnar í Jalazoun sem eru fyrir norðan borgina Ramallah á Vesturbakkanum, þann 25. október. „Ég horfði á Faris og sá höfuðið á honum hreyfast svo hratt og svo féll hann til jarðar með andlitið þakið blóði,“ sagði vitni í samtali við DCIP. „Þá fattaði ég að hann hefði verið skotinn í höfuðið.“

Samkvæmt fréttum í Ísrael fór fram rannsókn innan hersins. Niðurstaðan hennar var að aftakan hefði verið réttlætanleg, en þó var hermönnunum veitt áminning og yfirmaður þeirra kallaður til yfirheyrslu vegna atviksins. Í sömu rannsókn var einnig farið yfir þrjár aðrar skotárásir hersins sem ollu dauða eða alvarlegum meiðslum palestínubúa. Niðurstaðan var að hermennirnir hefðu ekki fylgt þeim verkferlum sem hefðu getað komið í veg fyrir atvikin. Í sumum tilfellum hefðu hermönnunum engin ógn stafað af fólkinu og því var notkun skotvopna ónauðsynleg.

Mjög sjaldgæft er þó að hermenn þurfi á einhvern hátt að svara fyrir sakir sínar þegar kemur að óhóflegri notkun skotvopna á almenna borgara. Aðeins eitt atvik hefur átt sér stað síðan 2014 sem leiddi til sakfellingar í slíku máli.

Einn af talsmönnum DCIP, Ayed Abu Eqaish, sagði ísraelska herinn hafa notað sífellt meiri hörku í samskiptum við mótmælendur síðustu 2 ár. „Notkun á banvænum vopnum er orðin venjubundin hjá hernum, jafnvel í algjörlega óréttlætanlegum aðstæðum, og án þess að þeir þurfi að svara til saka. Þetta veldur því að sífellt fleiri börn eru í hættu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár