Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Íslendingar örlítið vitlausari með hverri kynslóð

Breyt­ur í erfða­mengi Ís­lend­inga, sem tengj­ast mik­illi mennt­un, hafa ver­ið að verða fá­gæt­ari á síð­ustu 75 ár­um. Þetta sýna nýj­ar rann­sókn­arnið­ur­stöð­ur Ís­lenskr­ar erfða­grein­ing­ar. Kári Stef­áns­son, for­stjóri Ís­lenskr­ar erfða­grein­ing­ar, seg­ir að þar sem tengsl séu milli mennt­un­ar og greind­ar sé ör­lít­il til­hneig­ing í þá átt að Ís­lend­ing­ar séu að verða vit­laus­ari.

Íslendingar örlítið vitlausari með hverri kynslóð
Kári Stefánsson Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir margt benda til þess að Íslendingar séu að verða örlítið heimskari með hverri kynslóðinni. Mynd: Kristinn Magnússon

Flest bendir til þess að Íslendingar séu að verða örlítið vitlausari með hverri kynslóðinni. Þetta segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. „Það bendir ýmislegt til þess að það sé pínulítil tilhneiging í þá átt, já,“ segir hann, spurður hvort túlka megi nýjar rannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar á þá vegu. Fjallað er um niðurstöður rannsóknanna í grein í vísindatímaritinu PNAS (e. Proceedings of The National Academy of Sciences of The United States of America) en þær benda til þess að arfgenga tilhneigingin til þess að sækja sér menntun sé að minnka. „En tilhneigingin er ósköp lítil og það sem er mikilvægt að gera sér grein fyrir er að þótt arfgenga tilhneigingin til þess að sækja sér menntun sé að minnka þá er umhverfið orðið svo miklu betra. Það er orðið svo miklu auðveldara fyrir fólk að sækja sér menntun. Þannig að menntun í samfélaginu getur aukist út af umhverfisástæðum, þó svo að hin arfgenga tilhneiging til að sækja sér menntun sé að minnka.“

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár