Flest bendir til þess að Íslendingar séu að verða örlítið vitlausari með hverri kynslóðinni. Þetta segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. „Það bendir ýmislegt til þess að það sé pínulítil tilhneiging í þá átt, já,“ segir hann, spurður hvort túlka megi nýjar rannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar á þá vegu. Fjallað er um niðurstöður rannsóknanna í grein í vísindatímaritinu PNAS (e. Proceedings of The National Academy of Sciences of The United States of America) en þær benda til þess að arfgenga tilhneigingin til þess að sækja sér menntun sé að minnka. „En tilhneigingin er ósköp lítil og það sem er mikilvægt að gera sér grein fyrir er að þótt arfgenga tilhneigingin til þess að sækja sér menntun sé að minnka þá er umhverfið orðið svo miklu betra. Það er orðið svo miklu auðveldara fyrir fólk að sækja sér menntun. Þannig að menntun í samfélaginu getur aukist út af umhverfisástæðum, þó svo að hin arfgenga tilhneiging til að sækja sér menntun sé að minnka.“
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.
Íslendingar örlítið vitlausari með hverri kynslóð
Breytur í erfðamengi Íslendinga, sem tengjast mikilli menntun, hafa verið að verða fágætari á síðustu 75 árum. Þetta sýna nýjar rannsóknarniðurstöður Íslenskrar erfðagreiningar. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að þar sem tengsl séu milli menntunar og greindar sé örlítil tilhneiging í þá átt að Íslendingar séu að verða vitlausari.
Mest lesið
1
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
Bílastæðin næst Laugardalshöllinni verða frátekin fyrir þau sem eru tilbúin að borga hátt í 6 þúsund krónur fyrir að leggja bílum sínum þar á meðan tónleikarnir Jólagestir Björgvins fara fram á laugardagskvöld. Hluti stæðanna sem Sena selur aðgang að standa á landi Reykjavíkurborgar við Engjaveg, utan lóðarmarka Laugardalshallarinnar.
2
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja: „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
Viðbrögð almennings við sviplegu morði á forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafélags Bandaríkjanna hafa komið mörgum á óvart og hrundið af stað mikilli umræðu þar í landi. Sveinn Máni Jóhannesson, nýdoktor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir árásina tala inn í djúpstæða gremju sem margir Bandaríkjamenn finna til gagnvart heilbrigðiskerfinu og vinnubrögðum einkarekinna sjúkratryggingafélaga. Óljóst er hins vegar hverju þessi umræða muni skila.
3
„Furðulegt að sjá þingmann fara með slík fleipur“
Jóhannes Þór Skúlason, fyrrverandi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og stjórnarmaður í Samtökunum '78, gagnrýnir Snorra Másson, þingmann Miðflokksins, fyrir grein þar sem Snorri tekur upp hanskann fyrir mann sem Samtökin '78 hafa kært fyrir hatursorðræðu gegn trans fólki.
4
Bragi Valdimar Skúlason
Við tíminn
Tíminn er dýrmætur. Það sem við nýtum hann í gerir okkur að því sem við erum. Það hefur Bragi Valdimar Skúlason, hugkvæmdastjóri á Brandenburg, höfundur og orðakall, að minnsta kosti lært. En hann furðar sig oft á því að hann komi nokkru í verk þar sem hann er mikill aðdáandi tímaeyðslu.
5
Situr í gamla stólnum hans pabba
Elsu Björgu Magnúsdóttur rann blóðið til skyldunnar þegar faðir hennar lést fyrir 18 árum og flutti heim til Íslands. „Ég þurfti á Íslandi og fjölskyldunni að halda og þau mér.“
6
Hvað kom fyrir Emmu? Fyrsta grein — „Mjög lítið blóð“
Flestir töldu að Bashar al-Assad myndi draga úr kúgun í Sýrlandi og færa stjórnarháttu til nútímans. Hin eldklára kona hans, Asma, eða Emma Akhras, myndi stýra honum í þá átt. En hvernig fór?
Mest lesið í vikunni
1
Við erum ekkert „trailer trash“
Lilja Karen varð ólétt eftir glasafrjóvgun þegar hún bjó á tjaldsvæðinu í Laugardalnum og á dögunum fagnaði dóttir hennar árs afmæli. Afmælisveislan var haldin í hjólhýsi litlu fjölskyldunnar á Sævarhöfða, þar sem þær mæðgur búa ásamt hinni mömmunni, Friðmeyju Helgu. „Okkar tilfinning er að það hafi verið leitað að ljótasta staðnum fyrir okkur,“ segir Friðmey, og á þar við svæðið sem Reykjavíkurborg fann fyrir hjólhýsabyggðina.
2
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
Þegar Karen Ösp Friðriksdóttir lá sárkvalin á kvennadeild Landspítala árið 2019 var hún sökuð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá verið verkjuð síðan hún var níu ára. Geðlæknir leiddi að því líkum að verkir hennar tengdust gervióléttu. Tveimur árum síðar fékk hún loks staðfestingu á því að hún væri með líkamlegan sjúkdóm. Hún vonar að heilbrigðiskerfið og samfélagið læri af hennar sögu.
3
Jón Trausti Reynisson
Íslenski draumurinn eða martröðin
Vaxandi vísbendingar og viðvaranir vísindamanna gefa til kynna að Íslendingar gætu lent í alvarlegum vanda á næstu áratugum. Sagan mun ekki dæma vel þau sem markaðssetja sig nú undir slagorðinu Íslenski draumurinn.
4
Ný rannsókn byltir uppruna Færeyinga og Íslendinga: Ekki eins skyldir og talið hefur verið
DNA-rannsóknir á jurta- og dýraleifum hafa þegar breytt myndinni af uppruna byggðar í Færeyjum. Þær virðast hafa byggst fyrst langt á undan Íslandi. En nú hefur rannsókn á uppruna Færeyinga líka breytt mynd okkar af uppruna færeysku þjóðarinnar og skyldleikanum við Íslendinga
5
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
Bergþóra Pálsdóttir, Bebba, hefur unun af því að fá gesti til sín í hjólhýsið og finnst þetta svolítið eins og að búa í einbýlishúsi. Barnabörnin koma líka í heimsókn en þau geta ekki farið út að leika sér í hjólhýsabyggðinni í Sævarhöfðanum: „Þau skilja ekki af hverju við vorum rekin úr Laugardalnum og sett á þennan ógeðslega stað.“
6
„Ég kalla þetta svítuna“
Vilberg Guðmundsson hefur búið í húsbíl í níu ár. Hann og þáverandi konan hans ákváðu þá að selja íbúðina sína og keyptu húsbíl á Flórída. Þau skildu síðar og hann er að fóta sig á nýjan hátt. Vilberg er einn þeirra sem býr í hjólhýsabyggðinni við Sævarhöfða. „Ég skil ekki af hverju við máttum ekki vera áfram í Laugardalnum,“ segir hann.
Mest lesið í mánuðinum
1
Við erum ekkert „trailer trash“
Lilja Karen varð ólétt eftir glasafrjóvgun þegar hún bjó á tjaldsvæðinu í Laugardalnum og á dögunum fagnaði dóttir hennar árs afmæli. Afmælisveislan var haldin í hjólhýsi litlu fjölskyldunnar á Sævarhöfða, þar sem þær mæðgur búa ásamt hinni mömmunni, Friðmeyju Helgu. „Okkar tilfinning er að það hafi verið leitað að ljótasta staðnum fyrir okkur,“ segir Friðmey, og á þar við svæðið sem Reykjavíkurborg fann fyrir hjólhýsabyggðina.
2
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
Kona sem situr á biðstofu með fleira fólki er að greinast með heilaæxli og það þarf að tilkynna henni það. En það er enginn staður sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í annan stað er rætt við aðstandendur frammi, fyrir framan sjálfsalann en þá fer neyðarbjallan af stað og hamagangurinn er mikill þegar starfsfólkið hleypur af stað. Í fjóra mánuði hefur blaðamaður verið á vettvangi bráðamóttökunnar á Landspítalanum og fylgst með starfinu þar.
3
Kvöldvakt á bráðamóttökunni
Í fjóra mánuði hefur Jóhannes Kr. Kristjánsson verið á vettvangi bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Í þáttaröðinni Á vettvangi sem unnin er fyrir Heimildina veitir hann einstaka innsýn inn í starfsemi bráðamóttökunnar, þar sem líf og heilsa einstaklinga er undir.
4
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
Til stendur að hin sýrlenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dögunum ein af tíu sem tilnefnd voru til verðlaunanna Framúrskarandi ungur Íslendingur í ár. Tilnefninguna fékk hún fyrir sjálfboðaliðastörf sem hún hefur unnið með börnum. Hér á hún foreldra og systkini en einungis á að vísa Rimu og systur hennar úr landi.
5
Gylfi Magnússon
Verstu mistök Íslandssögunnar
Gylfi Magnússon, prófessor við viðskiptafræðideild HÍ, skrifar um verstu mistök Íslandssögunnar í nýjasta tölublaði Vísbendingar. „Íslendingar hafa auðvitað gert alls konar mistök sem þjóð og þurft að súpa seyðið af því.“ En hver eru þau verstu?
6
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
Hafernir falla blóðugir og vængjalausir til jarðar í vindorkuverum Noregs sem mörg hver voru reist í og við búsvæði þeirra og helstu flugleiðir. Hættan var þekkt áður en verin risu og nú súpa Norðmenn seyðið af því. Sagan gæti endurtekið sig á Íslandi því mörg þeirra fjörutíu vindorkuvera sem áformað er að reisa hér yrðu á slóðum hafarna. Þessara stórvöxnu ránfugla sem ómæld vinna hefur farið í að vernda í heila öld.
Athugasemdir