Dominos-pítsukeðjan seldi vörur fyrir tæplega fjóra milljarða króna í fyrra en fjórðungshlutur í fyrirtækinu var í vor seldur til fjárfestingarsjóðsins EDDU sem meðal annars er í eigu lífeyrissjóðanna. Þessar tekjur koma fram í ársreikningi móðurfélags Dominos, Pizza Pizza ehf., í fyrra sem nýlega var skilað til ársreikningaskrár. 157 milljóna hagnaður varð á rekstri pítsukeðjunnar í fyrra samanborið við ríflega 226 milljóna króna hagnað árið þar á undan.
Sem dæmi um tekjuaukningu Dominos má nefna að árið 2009 nam sala fyrirtækisins um 1600 milljónum króna. Tekjurnar hafa því 2,5 faldast á síðustu fimm árum.
Athugasemdir