Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Íslendingar kaupa rúmlega tvöfalt fleiri Dominos pítsur nú en árið 2009

Saga Dom­in­os á Ís­landi síð­ast­lið­in 11 ár er ótrú­leg og ein­kenn­ist með­al ann­ars af skuld­sett­um yf­ir­tök­um og stór­felld­um af­skrift­um. Birg­ir Bielt­velt hef­ur þrí­veg­is kom­ið að Dom­in­os á Ís­landi og alltaf hef­ur að­koma hans geng­ið vel. Birg­ir keypti fyr­ir­tæk­ið til­tölu­lega ódýrt af þrota­búi Lands­bank­ans ár­ið 2011 og hef­ur nú byggt það upp aft­ur. Dom­in­os seldi vör­ur fyr­irt tæpa fjóra millj­arða í fyrra.

Íslendingar kaupa rúmlega tvöfalt fleiri Dominos pítsur nú en árið 2009
Opnuðu í Noregi Birgir Bieltvelt, og Dominos á Íslandi, opnuðu fyrsta pítsastað sinn í Noregi í fyrra og stefnir lengra þar í landi. Birgir sést hér ásamt yfirmanni Dominos í Evrópu Ritch Allison. Fyrirtækið seldi vörur á Íslandi yrir tæpa fjóra milljarða í fyrra og hefur 2.5 faldað söluna síðan árið 2009.

Dominos-pítsukeðjan seldi vörur fyrir tæplega fjóra milljarða króna í fyrra en fjórðungshlutur í fyrirtækinu var í vor seldur til fjárfestingarsjóðsins EDDU sem meðal annars er í eigu lífeyrissjóðanna. Þessar tekjur koma fram í ársreikningi móðurfélags Dominos, Pizza Pizza ehf., í fyrra sem nýlega var skilað til ársreikningaskrár. 157 milljóna hagnaður varð á rekstri pítsukeðjunnar í fyrra samanborið við ríflega 226 milljóna króna hagnað árið þar á undan. 

Sem dæmi um tekjuaukningu Dominos má nefna að árið 2009 nam sala fyrirtækisins um 1600 milljónum króna. Tekjurnar hafa því 2,5 faldast á síðustu fimm árum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár