Hryðjuverkamenn myrða yfir hundrað saklausa í París: Rasískum ummælum eytt á íslenskum vefmiðlum

Meira en 100 manns eru látn­ir í Par­ís eft­ir árás hryðju­verka­manna á kaffi­hús­um og tón­leikastað. Rasísk­um um­mæl­um hef­ur ver­ið eytt á ís­lensk­um vef­miðl­um og Vís­ir.is lok­ar fyr­ir um­mæli. Formað­ur Lands­sam­bands lög­reglu­manna kvart­ar und­an „al­mennri linkind og um­burð­ar­lynd­is Evr­ópu allr­ar“.

Hryðjuverkamenn myrða yfir hundrað saklausa í París: Rasískum ummælum eytt á íslenskum vefmiðlum
Fórnarlömb skotárásanna Fjöldi manns sem fór út að borða og skemmta sér í París í nótt var myrtur af hryðjuverkamönnum sem virðast vera íslamskir öfgamenn. Yfir hundrað eru taldir látnir, þar af um hundrað á tónleikastaðnum Bataclan. Mynd: news.com.au

Neyðarástandi var lýst yfir í París í kvöld eftir árás hryðjuverkamanna með vélbyssur og sprengiefni á fólk á kaffihúsum, tónleikum og við þjóðarleikvanginn í 10. og 11. hverfi borgarinnar. Fjöldi látinna er ekki ljós, en samkvæmt lögreglu eru mun meira en hundrað fallnir. Talið er að árásir hafi verið gerðar á sjö stöðum. Fram hefur komið að vitni segir hryðjuverkamennina hafa talað um Sýrland og hrópað „Guð er mikill“ á arabísku á meðan árásunum stóð í Bataclan-tónleikahúsinu. Þar er talið að hundrað manns hafi látist.

Áhrif á íslenska umræðu

Árásin hefur áhrif á umræðuna hér á landi. Í kvöld hefur fjölda ummæla verið eytt úr kommentakerfum fréttamiðla. Vísir.is hefur í kjölfarið lokað á ummæli við frétt sína af málinu. Þá er kvartað í ummælum á DV.is og Eyjunni.is yfir því að ummælum hafi verið eytt. 

Rasísk ummæli
Rasísk ummæli Eftirfarandi ummæli eru tekin af vef DV.is og Vísi.is af Pétri Jónssyni tónlistarmanni.

Í einum ummælunum segir viðkomandi að þeir sem haldi uppi vörnum fyrir múslima eigi skilið að verða fyrir árásum eins og þeim sem eiga sér stað í París.

Dæmi um ummælin eru: „Hvenær á að fara að útrýma þessum íslamviðbjóði?“

Ósáttur við eyðingu ummæla
Ósáttur við eyðingu ummæla Fulltrúi Facebook-síðunnar Ísland úr EES og Schengen lýsir óánægju með að ummælum hafi verið eytt á Vísi.is að kröfu „fjölmenningarsinna“.

Þá kvartar Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, yfir Schengen-samstarfinu sem leyfir vegabréfalaus ferðalög innan Evrópska efnahagssvæðisins í færslu á Facebook með hlekk á frétt um árásirnar: „Lengi lifi Schengen samstarfið!!! Ömurlegar staðreyndir niðurfellinga landamæraeftirlits Evrópuríkja, eftirgjafar á öryggi almennra borgara, niðurskurðar til löggæslumála, skertra forvirkra rannsóknarheimilda lögreglu og almennrar linkindar og umburðarlyndis Evrópu allrar gagnvart innrás ósamrýmanlegra sjónarmiða vestrænna gilda lýð- og frjálsræðis!!“ 

Lögreglumaður ósáttur
Lögreglumaður ósáttur Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, kvartar yfir Schengen-samstarfinu í kjölfar árásanna í París.

 

Nánari fréttir af árásunum má lesa hér á vef Ríkisútvarpsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár