Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Hryðjuverkamenn myrða yfir hundrað saklausa í París: Rasískum ummælum eytt á íslenskum vefmiðlum

Meira en 100 manns eru látn­ir í Par­ís eft­ir árás hryðju­verka­manna á kaffi­hús­um og tón­leikastað. Rasísk­um um­mæl­um hef­ur ver­ið eytt á ís­lensk­um vef­miðl­um og Vís­ir.is lok­ar fyr­ir um­mæli. Formað­ur Lands­sam­bands lög­reglu­manna kvart­ar und­an „al­mennri linkind og um­burð­ar­lynd­is Evr­ópu allr­ar“.

Hryðjuverkamenn myrða yfir hundrað saklausa í París: Rasískum ummælum eytt á íslenskum vefmiðlum
Fórnarlömb skotárásanna Fjöldi manns sem fór út að borða og skemmta sér í París í nótt var myrtur af hryðjuverkamönnum sem virðast vera íslamskir öfgamenn. Yfir hundrað eru taldir látnir, þar af um hundrað á tónleikastaðnum Bataclan. Mynd: news.com.au

Neyðarástandi var lýst yfir í París í kvöld eftir árás hryðjuverkamanna með vélbyssur og sprengiefni á fólk á kaffihúsum, tónleikum og við þjóðarleikvanginn í 10. og 11. hverfi borgarinnar. Fjöldi látinna er ekki ljós, en samkvæmt lögreglu eru mun meira en hundrað fallnir. Talið er að árásir hafi verið gerðar á sjö stöðum. Fram hefur komið að vitni segir hryðjuverkamennina hafa talað um Sýrland og hrópað „Guð er mikill“ á arabísku á meðan árásunum stóð í Bataclan-tónleikahúsinu. Þar er talið að hundrað manns hafi látist.

Áhrif á íslenska umræðu

Árásin hefur áhrif á umræðuna hér á landi. Í kvöld hefur fjölda ummæla verið eytt úr kommentakerfum fréttamiðla. Vísir.is hefur í kjölfarið lokað á ummæli við frétt sína af málinu. Þá er kvartað í ummælum á DV.is og Eyjunni.is yfir því að ummælum hafi verið eytt. 

Rasísk ummæli
Rasísk ummæli Eftirfarandi ummæli eru tekin af vef DV.is og Vísi.is af Pétri Jónssyni tónlistarmanni.

Í einum ummælunum segir viðkomandi að þeir sem haldi uppi vörnum fyrir múslima eigi skilið að verða fyrir árásum eins og þeim sem eiga sér stað í París.

Dæmi um ummælin eru: „Hvenær á að fara að útrýma þessum íslamviðbjóði?“

Ósáttur við eyðingu ummæla
Ósáttur við eyðingu ummæla Fulltrúi Facebook-síðunnar Ísland úr EES og Schengen lýsir óánægju með að ummælum hafi verið eytt á Vísi.is að kröfu „fjölmenningarsinna“.

Þá kvartar Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, yfir Schengen-samstarfinu sem leyfir vegabréfalaus ferðalög innan Evrópska efnahagssvæðisins í færslu á Facebook með hlekk á frétt um árásirnar: „Lengi lifi Schengen samstarfið!!! Ömurlegar staðreyndir niðurfellinga landamæraeftirlits Evrópuríkja, eftirgjafar á öryggi almennra borgara, niðurskurðar til löggæslumála, skertra forvirkra rannsóknarheimilda lögreglu og almennrar linkindar og umburðarlyndis Evrópu allrar gagnvart innrás ósamrýmanlegra sjónarmiða vestrænna gilda lýð- og frjálsræðis!!“ 

Lögreglumaður ósáttur
Lögreglumaður ósáttur Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, kvartar yfir Schengen-samstarfinu í kjölfar árásanna í París.

 

Nánari fréttir af árásunum má lesa hér á vef Ríkisútvarpsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár