Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Hryðjuverkamenn myrða yfir hundrað saklausa í París: Rasískum ummælum eytt á íslenskum vefmiðlum

Meira en 100 manns eru látn­ir í Par­ís eft­ir árás hryðju­verka­manna á kaffi­hús­um og tón­leikastað. Rasísk­um um­mæl­um hef­ur ver­ið eytt á ís­lensk­um vef­miðl­um og Vís­ir.is lok­ar fyr­ir um­mæli. Formað­ur Lands­sam­bands lög­reglu­manna kvart­ar und­an „al­mennri linkind og um­burð­ar­lynd­is Evr­ópu allr­ar“.

Hryðjuverkamenn myrða yfir hundrað saklausa í París: Rasískum ummælum eytt á íslenskum vefmiðlum
Fórnarlömb skotárásanna Fjöldi manns sem fór út að borða og skemmta sér í París í nótt var myrtur af hryðjuverkamönnum sem virðast vera íslamskir öfgamenn. Yfir hundrað eru taldir látnir, þar af um hundrað á tónleikastaðnum Bataclan. Mynd: news.com.au

Neyðarástandi var lýst yfir í París í kvöld eftir árás hryðjuverkamanna með vélbyssur og sprengiefni á fólk á kaffihúsum, tónleikum og við þjóðarleikvanginn í 10. og 11. hverfi borgarinnar. Fjöldi látinna er ekki ljós, en samkvæmt lögreglu eru mun meira en hundrað fallnir. Talið er að árásir hafi verið gerðar á sjö stöðum. Fram hefur komið að vitni segir hryðjuverkamennina hafa talað um Sýrland og hrópað „Guð er mikill“ á arabísku á meðan árásunum stóð í Bataclan-tónleikahúsinu. Þar er talið að hundrað manns hafi látist.

Áhrif á íslenska umræðu

Árásin hefur áhrif á umræðuna hér á landi. Í kvöld hefur fjölda ummæla verið eytt úr kommentakerfum fréttamiðla. Vísir.is hefur í kjölfarið lokað á ummæli við frétt sína af málinu. Þá er kvartað í ummælum á DV.is og Eyjunni.is yfir því að ummælum hafi verið eytt. 

Rasísk ummæli
Rasísk ummæli Eftirfarandi ummæli eru tekin af vef DV.is og Vísi.is af Pétri Jónssyni tónlistarmanni.

Í einum ummælunum segir viðkomandi að þeir sem haldi uppi vörnum fyrir múslima eigi skilið að verða fyrir árásum eins og þeim sem eiga sér stað í París.

Dæmi um ummælin eru: „Hvenær á að fara að útrýma þessum íslamviðbjóði?“

Ósáttur við eyðingu ummæla
Ósáttur við eyðingu ummæla Fulltrúi Facebook-síðunnar Ísland úr EES og Schengen lýsir óánægju með að ummælum hafi verið eytt á Vísi.is að kröfu „fjölmenningarsinna“.

Þá kvartar Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, yfir Schengen-samstarfinu sem leyfir vegabréfalaus ferðalög innan Evrópska efnahagssvæðisins í færslu á Facebook með hlekk á frétt um árásirnar: „Lengi lifi Schengen samstarfið!!! Ömurlegar staðreyndir niðurfellinga landamæraeftirlits Evrópuríkja, eftirgjafar á öryggi almennra borgara, niðurskurðar til löggæslumála, skertra forvirkra rannsóknarheimilda lögreglu og almennrar linkindar og umburðarlyndis Evrópu allrar gagnvart innrás ósamrýmanlegra sjónarmiða vestrænna gilda lýð- og frjálsræðis!!“ 

Lögreglumaður ósáttur
Lögreglumaður ósáttur Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, kvartar yfir Schengen-samstarfinu í kjölfar árásanna í París.

 

Nánari fréttir af árásunum má lesa hér á vef Ríkisútvarpsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár