Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Hryðjuverkamenn myrða yfir hundrað saklausa í París: Rasískum ummælum eytt á íslenskum vefmiðlum

Meira en 100 manns eru látn­ir í Par­ís eft­ir árás hryðju­verka­manna á kaffi­hús­um og tón­leikastað. Rasísk­um um­mæl­um hef­ur ver­ið eytt á ís­lensk­um vef­miðl­um og Vís­ir.is lok­ar fyr­ir um­mæli. Formað­ur Lands­sam­bands lög­reglu­manna kvart­ar und­an „al­mennri linkind og um­burð­ar­lynd­is Evr­ópu allr­ar“.

Hryðjuverkamenn myrða yfir hundrað saklausa í París: Rasískum ummælum eytt á íslenskum vefmiðlum
Fórnarlömb skotárásanna Fjöldi manns sem fór út að borða og skemmta sér í París í nótt var myrtur af hryðjuverkamönnum sem virðast vera íslamskir öfgamenn. Yfir hundrað eru taldir látnir, þar af um hundrað á tónleikastaðnum Bataclan. Mynd: news.com.au

Neyðarástandi var lýst yfir í París í kvöld eftir árás hryðjuverkamanna með vélbyssur og sprengiefni á fólk á kaffihúsum, tónleikum og við þjóðarleikvanginn í 10. og 11. hverfi borgarinnar. Fjöldi látinna er ekki ljós, en samkvæmt lögreglu eru mun meira en hundrað fallnir. Talið er að árásir hafi verið gerðar á sjö stöðum. Fram hefur komið að vitni segir hryðjuverkamennina hafa talað um Sýrland og hrópað „Guð er mikill“ á arabísku á meðan árásunum stóð í Bataclan-tónleikahúsinu. Þar er talið að hundrað manns hafi látist.

Áhrif á íslenska umræðu

Árásin hefur áhrif á umræðuna hér á landi. Í kvöld hefur fjölda ummæla verið eytt úr kommentakerfum fréttamiðla. Vísir.is hefur í kjölfarið lokað á ummæli við frétt sína af málinu. Þá er kvartað í ummælum á DV.is og Eyjunni.is yfir því að ummælum hafi verið eytt. 

Rasísk ummæli
Rasísk ummæli Eftirfarandi ummæli eru tekin af vef DV.is og Vísi.is af Pétri Jónssyni tónlistarmanni.

Í einum ummælunum segir viðkomandi að þeir sem haldi uppi vörnum fyrir múslima eigi skilið að verða fyrir árásum eins og þeim sem eiga sér stað í París.

Dæmi um ummælin eru: „Hvenær á að fara að útrýma þessum íslamviðbjóði?“

Ósáttur við eyðingu ummæla
Ósáttur við eyðingu ummæla Fulltrúi Facebook-síðunnar Ísland úr EES og Schengen lýsir óánægju með að ummælum hafi verið eytt á Vísi.is að kröfu „fjölmenningarsinna“.

Þá kvartar Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, yfir Schengen-samstarfinu sem leyfir vegabréfalaus ferðalög innan Evrópska efnahagssvæðisins í færslu á Facebook með hlekk á frétt um árásirnar: „Lengi lifi Schengen samstarfið!!! Ömurlegar staðreyndir niðurfellinga landamæraeftirlits Evrópuríkja, eftirgjafar á öryggi almennra borgara, niðurskurðar til löggæslumála, skertra forvirkra rannsóknarheimilda lögreglu og almennrar linkindar og umburðarlyndis Evrópu allrar gagnvart innrás ósamrýmanlegra sjónarmiða vestrænna gilda lýð- og frjálsræðis!!“ 

Lögreglumaður ósáttur
Lögreglumaður ósáttur Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, kvartar yfir Schengen-samstarfinu í kjölfar árásanna í París.

 

Nánari fréttir af árásunum má lesa hér á vef Ríkisútvarpsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu