Í umræðunni um mögulega gjöf Sádi Arabíu til Félags íslenskra múslima hefur verið vísað til þess að hitt trúarfélag múslima á Ísland, Menningarsetur múslima á Íslandi, hafi fengið styrk frá þáverandi konungi Sádi Arabíu, Abdullah bin Abdulaziz, í gegnum móðurfélag sitt Al-Risalah í Svíþjóð.
Í samtali við Stundina segir Ahmad Seddeeq, trúarleiðtogi Félags íslenskra múslima, það alrangt og að félagið hafa hvorki tengsl né hafi fengið styrk frá landinu. Einu samskipti félagsins við landið séu pílagrímsferð múslima til Mekka, hadsjí. Hann ítrekar að félagið sé sjálfstætt félag og leigi Ýmishús af Al-Risalah sem eigi húsið.
Athugasemdir