Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Illugi boðar þingsályktunartillögu um framtíð RÚV í vor

Mennta­mála­ráð­herra er sann­færð­ur um að ólíkt fyr­ir­komu­lag verði á Rík­is­út­varp­inu eft­ir fimm ár. Hann vill að út­varps­gjald­ið hald­ist óbreytt en seg­ist ef­ins um fyr­ir­bær­ið ohf.

Illugi boðar þingsályktunartillögu um framtíð RÚV í vor

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, hyggst setja á fót stýrihóp í ráðuneytinu um hlutverk og framtíð Ríkisútvarpsins sem muni skila þingsályktunartillögu næstkomandi vor. „Þannig gæfist Alþingi tækifæri til að ræða um framtíð Ríkisútvarpsins og framtíð þeirra verkefna sem Ríkisútvarpinu er ætlað að sinna. Á grundvelli slíkrar umræðu gætum við haldið áfram, hvort sem það leiðir til breytinga á þjónustusamningi, breytinga á lögum eða annars,“ sagði Illugi meðal annars á kynningarfundi um skýrslu nefndar Eyþórs Arnalds um starfsemi og rekstur RÚV fyrr í dag.  

Ólíkt fyrirkomulag eftir fimm ár

Illugi sér fyrir sér að stýrihópurinn muni skoða hlutverk og fyrirkomulag Ríkisútvarpsins á næstu fimm árum. „Hvernig sinnum við best þeim verkefnum og þeim skyldum og náum best þeim markmiðum sem eru sett hvað varðar almannaútvarpið sem snúa að menningu þjóðarinnar, sögu hennar, vísindum og lýðræðislegum vettvangi. Ég hafði þá hugsað mér að efna til vinnunnar þannig að það væri til dæmis hægt að leggja fram á þingi seint í vor þingsályktunartillögu sem tæki á þessum málum,“ segir Illugi í samtali við Stundina. „Ég get illa séð það fyrir mér að eftir fimm ár, í ljósi allra þeirra tæknibreytinga sem hafa orðið og í ljósi alls þess aðgengis sem almenningur hefur nú af skemmtiefni, afþreyingarefni, fræðsluefni, menningarefni úr svo mörgum ólíkum áttum, að við verðum enn með sama fyrirkomulag eftir fimm ár. Mér finnst erfitt að sjá það fyrir mér.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár