Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Illugi boðar þingsályktunartillögu um framtíð RÚV í vor

Mennta­mála­ráð­herra er sann­færð­ur um að ólíkt fyr­ir­komu­lag verði á Rík­is­út­varp­inu eft­ir fimm ár. Hann vill að út­varps­gjald­ið hald­ist óbreytt en seg­ist ef­ins um fyr­ir­bær­ið ohf.

Illugi boðar þingsályktunartillögu um framtíð RÚV í vor

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, hyggst setja á fót stýrihóp í ráðuneytinu um hlutverk og framtíð Ríkisútvarpsins sem muni skila þingsályktunartillögu næstkomandi vor. „Þannig gæfist Alþingi tækifæri til að ræða um framtíð Ríkisútvarpsins og framtíð þeirra verkefna sem Ríkisútvarpinu er ætlað að sinna. Á grundvelli slíkrar umræðu gætum við haldið áfram, hvort sem það leiðir til breytinga á þjónustusamningi, breytinga á lögum eða annars,“ sagði Illugi meðal annars á kynningarfundi um skýrslu nefndar Eyþórs Arnalds um starfsemi og rekstur RÚV fyrr í dag.  

Ólíkt fyrirkomulag eftir fimm ár

Illugi sér fyrir sér að stýrihópurinn muni skoða hlutverk og fyrirkomulag Ríkisútvarpsins á næstu fimm árum. „Hvernig sinnum við best þeim verkefnum og þeim skyldum og náum best þeim markmiðum sem eru sett hvað varðar almannaútvarpið sem snúa að menningu þjóðarinnar, sögu hennar, vísindum og lýðræðislegum vettvangi. Ég hafði þá hugsað mér að efna til vinnunnar þannig að það væri til dæmis hægt að leggja fram á þingi seint í vor þingsályktunartillögu sem tæki á þessum málum,“ segir Illugi í samtali við Stundina. „Ég get illa séð það fyrir mér að eftir fimm ár, í ljósi allra þeirra tæknibreytinga sem hafa orðið og í ljósi alls þess aðgengis sem almenningur hefur nú af skemmtiefni, afþreyingarefni, fræðsluefni, menningarefni úr svo mörgum ólíkum áttum, að við verðum enn með sama fyrirkomulag eftir fimm ár. Mér finnst erfitt að sjá það fyrir mér.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ekki bara beinbrot og skurðir heldur líka bráð andleg veikindi
4
Á vettvangi

Ekki bara bein­brot og skurð­ir held­ur líka bráð and­leg veik­indi

Aukn­ing í kom­um fólks með and­lega van­líð­an veld­ur áskor­un­um á bráða­mót­töku. Skort­ur á rými og óhent­ugt um­hverfi fyr­ir við­kvæma sjúk­linga skapa erf­ið­leika fyr­ir heil­brigð­is­starfs­fólk. „Okk­ur geng­ur svo sem ágæt­lega en svo er það bara hvað tek­ur við. Það er flók­ið,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á bráða­mót­tök­unni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár