Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Illugi boðar þingsályktunartillögu um framtíð RÚV í vor

Mennta­mála­ráð­herra er sann­færð­ur um að ólíkt fyr­ir­komu­lag verði á Rík­is­út­varp­inu eft­ir fimm ár. Hann vill að út­varps­gjald­ið hald­ist óbreytt en seg­ist ef­ins um fyr­ir­bær­ið ohf.

Illugi boðar þingsályktunartillögu um framtíð RÚV í vor

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, hyggst setja á fót stýrihóp í ráðuneytinu um hlutverk og framtíð Ríkisútvarpsins sem muni skila þingsályktunartillögu næstkomandi vor. „Þannig gæfist Alþingi tækifæri til að ræða um framtíð Ríkisútvarpsins og framtíð þeirra verkefna sem Ríkisútvarpinu er ætlað að sinna. Á grundvelli slíkrar umræðu gætum við haldið áfram, hvort sem það leiðir til breytinga á þjónustusamningi, breytinga á lögum eða annars,“ sagði Illugi meðal annars á kynningarfundi um skýrslu nefndar Eyþórs Arnalds um starfsemi og rekstur RÚV fyrr í dag.  

Ólíkt fyrirkomulag eftir fimm ár

Illugi sér fyrir sér að stýrihópurinn muni skoða hlutverk og fyrirkomulag Ríkisútvarpsins á næstu fimm árum. „Hvernig sinnum við best þeim verkefnum og þeim skyldum og náum best þeim markmiðum sem eru sett hvað varðar almannaútvarpið sem snúa að menningu þjóðarinnar, sögu hennar, vísindum og lýðræðislegum vettvangi. Ég hafði þá hugsað mér að efna til vinnunnar þannig að það væri til dæmis hægt að leggja fram á þingi seint í vor þingsályktunartillögu sem tæki á þessum málum,“ segir Illugi í samtali við Stundina. „Ég get illa séð það fyrir mér að eftir fimm ár, í ljósi allra þeirra tæknibreytinga sem hafa orðið og í ljósi alls þess aðgengis sem almenningur hefur nú af skemmtiefni, afþreyingarefni, fræðsluefni, menningarefni úr svo mörgum ólíkum áttum, að við verðum enn með sama fyrirkomulag eftir fimm ár. Mér finnst erfitt að sjá það fyrir mér.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár