Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Illugi boðar þingsályktunartillögu um framtíð RÚV í vor

Mennta­mála­ráð­herra er sann­færð­ur um að ólíkt fyr­ir­komu­lag verði á Rík­is­út­varp­inu eft­ir fimm ár. Hann vill að út­varps­gjald­ið hald­ist óbreytt en seg­ist ef­ins um fyr­ir­bær­ið ohf.

Illugi boðar þingsályktunartillögu um framtíð RÚV í vor

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, hyggst setja á fót stýrihóp í ráðuneytinu um hlutverk og framtíð Ríkisútvarpsins sem muni skila þingsályktunartillögu næstkomandi vor. „Þannig gæfist Alþingi tækifæri til að ræða um framtíð Ríkisútvarpsins og framtíð þeirra verkefna sem Ríkisútvarpinu er ætlað að sinna. Á grundvelli slíkrar umræðu gætum við haldið áfram, hvort sem það leiðir til breytinga á þjónustusamningi, breytinga á lögum eða annars,“ sagði Illugi meðal annars á kynningarfundi um skýrslu nefndar Eyþórs Arnalds um starfsemi og rekstur RÚV fyrr í dag.  

Ólíkt fyrirkomulag eftir fimm ár

Illugi sér fyrir sér að stýrihópurinn muni skoða hlutverk og fyrirkomulag Ríkisútvarpsins á næstu fimm árum. „Hvernig sinnum við best þeim verkefnum og þeim skyldum og náum best þeim markmiðum sem eru sett hvað varðar almannaútvarpið sem snúa að menningu þjóðarinnar, sögu hennar, vísindum og lýðræðislegum vettvangi. Ég hafði þá hugsað mér að efna til vinnunnar þannig að það væri til dæmis hægt að leggja fram á þingi seint í vor þingsályktunartillögu sem tæki á þessum málum,“ segir Illugi í samtali við Stundina. „Ég get illa séð það fyrir mér að eftir fimm ár, í ljósi allra þeirra tæknibreytinga sem hafa orðið og í ljósi alls þess aðgengis sem almenningur hefur nú af skemmtiefni, afþreyingarefni, fræðsluefni, menningarefni úr svo mörgum ólíkum áttum, að við verðum enn með sama fyrirkomulag eftir fimm ár. Mér finnst erfitt að sjá það fyrir mér.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár