Mikael Torfason er uppreisnarmaður á sviði bókmennta. Fyrsta bókin hans, Falskur fugl, er mörkuð af því að höfundurinn beinlínins logar af reiði og frásagnargleði. Honum er svo mikið niðri fyrir að lesandinn á fullt í fangi með að fylgja honum eftir. Mikael skrifaði í framhaldinu fleiri bækur í svipuðum dúr. Þeirra á meðal er Heimsins heimskasti pabbi. Sá titill hefði allt eins getað átt við nýjustu bók Mikaels, Týnd í Paradís.
Mikael sýnir á sér nýja hlið í bókinni. Í stað brimróts og eldinga sem einkenna fyrir bækur hans er nú lognið allsráðandi. Bókin rennur fram eins og lygn á og heldur ágætlega. En þrátt fyrir þá umgjörð er sagan hádramatísk. Undir kyrrlátu yfirborðinu er mannlegur breyskleiki. Um tíma snýst sagan um baráttu barns upp á líf og dauða þar sem ógnvaldurinn er sá sem síst skyldi, sjálfir foreldrarnir.
Athugasemdir