Hugmyndir: Andvirði hundrað milljónir
Halldór Halldórsson
Útgefandi: Tunglið/Bjartur
44 blaðsíður
Fyrstu ljóðabækur, sérstaklega ungra karlmanna, tikka mjög oft í sömu boxin. Þeir mæta gargandi á sviðið, með hann beinstífan úti. Berja sér á brjóst, fullir af vissunni um að þeir hafi eitthvað að segja, jafnvel eitthvað sem ekki hefur verið sagt áður.
Bókin Hugmyndir: Andvirði hundrað milljónir eftir Halldór Halldórson á vissulega heima í þessum flokki. En þar sem Dóri sker sig kannski helst úr er færnin í tungumálinu. Mér leið oft, við lestur bókarinnar, eins og ég væri að horfa á línudansara halda logandi keilum á lofti, takandi heljarstökk
Athugasemdir