Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Hræringar á fjölmiðlamarkaði

Sig­mar Guð­munds­son fer í út­varp­ið og stýr­ir morg­un­þætti. Björn Þor­láks­son fer yf­ir á Hring­braut.

Hræringar á fjölmiðlamarkaði
Fer í útvarpið Sigmar Guðmundsson mun stýra morgunþætti á Rás 2. Mynd: RÚV / Skjáskot

Sigmar Guðmundsson mun sjá um nýjan morgunþátt á Rás 2 ásamt Guðrúnu Sóleyju Gestsdóttur. Sigmar var ritstjóri Kastljóssins um árabil en lét nýverið af störfum fyrir Kastljósið. Þóra Arnórsdóttir var ráðin sem ritstjóri og Baldvin Þór Bergsson fenginn inn í stað Sigmars.

Tilkynnt var um fleiri breytingar á fjölmiðlamarkaði í dag. Björn Þorláksson var fenginn til liðs við Hringbraut þar sem hann mun skrifa pistla og fréttaskýringar á vefinn fyrst um sinn. Björn er þaulvanur fréttamaður sem vann um árabil á RÚV en hefur síðustu ár stýrt Akureyri vikublað. Útáfu blaðsins var hætt í kjölfar þess að Björn Ingi Hrafnsson keypti útgáfufélagið Fótspor sem gaf það út.

Greint var frá ráðningunni á vef Hringbrautar í dag. Þar var haft eftir Birni að það hafi verið áskorun að halda úti gagnrýnum staðarmiðli í fjögur ár, en nú sé tímabært að söðla um. „Ég mun hafa almannahagsmuni að leiðarljósi í störfum mínum hjá Hringbraut eins og blaðamönnum ber að gera. Nú eru liðin sex ár síðan ég vann síðast við ljósvakann og ég hlakka til að snúa aftur á nýjan vettvang.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár