Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Hræringar á fjölmiðlamarkaði

Sig­mar Guð­munds­son fer í út­varp­ið og stýr­ir morg­un­þætti. Björn Þor­láks­son fer yf­ir á Hring­braut.

Hræringar á fjölmiðlamarkaði
Fer í útvarpið Sigmar Guðmundsson mun stýra morgunþætti á Rás 2. Mynd: RÚV / Skjáskot

Sigmar Guðmundsson mun sjá um nýjan morgunþátt á Rás 2 ásamt Guðrúnu Sóleyju Gestsdóttur. Sigmar var ritstjóri Kastljóssins um árabil en lét nýverið af störfum fyrir Kastljósið. Þóra Arnórsdóttir var ráðin sem ritstjóri og Baldvin Þór Bergsson fenginn inn í stað Sigmars.

Tilkynnt var um fleiri breytingar á fjölmiðlamarkaði í dag. Björn Þorláksson var fenginn til liðs við Hringbraut þar sem hann mun skrifa pistla og fréttaskýringar á vefinn fyrst um sinn. Björn er þaulvanur fréttamaður sem vann um árabil á RÚV en hefur síðustu ár stýrt Akureyri vikublað. Útáfu blaðsins var hætt í kjölfar þess að Björn Ingi Hrafnsson keypti útgáfufélagið Fótspor sem gaf það út.

Greint var frá ráðningunni á vef Hringbrautar í dag. Þar var haft eftir Birni að það hafi verið áskorun að halda úti gagnrýnum staðarmiðli í fjögur ár, en nú sé tímabært að söðla um. „Ég mun hafa almannahagsmuni að leiðarljósi í störfum mínum hjá Hringbraut eins og blaðamönnum ber að gera. Nú eru liðin sex ár síðan ég vann síðast við ljósvakann og ég hlakka til að snúa aftur á nýjan vettvang.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bráðafjölskylda á vaktinni
5
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár