Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Höskuldur hætti við golf á vinnutíma

Hösk­uld­ur Þór­halls­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins, var með næst verstu mæt­ingu á Al­þingi á síð­asta kjör­tíma­bili. Hann var ekki við­stadd­ur at­kvæða­greiðslu í gær, en hann af­bók­aði hins veg­ar golf­tíma sem hann hafði skráð sig fyr­ir.

Höskuldur hætti við golf á vinnutíma

Samkvæmt rástímayfirliti Hlíðavallar á golf.is átti Höskuldur Þór Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokks, bókaðan leik í gær klukkan 13:50. Á sama tíma fór fram þingfundur á Alþingi þar sem rætt var meðal annars um vernd og orkunýtingu landsvæða.

„Heyrðu, ég afbókaði tímann. Ég bið að heilsa,“ sagði Höskuldur í samtali við Stundina áður en hann skellti á blaðamann. Höskuldur svaraði ekki símanum þegar hringt var til baka.

Höskuldur er með þeim þingmönnum Alþingis sem hefur versta mætingu. Píratar tóku saman mætingu þingmanna á síðasta kjörtímabili. Í þeim gögnum kemur fram að á síðasta kjörtímabili var Höskuldur með næstverstu mætingu á eftir Árna Johnsen, en allt kjörtímabilið var Höskuldur með 749 fjarvistir við atkvæðagreiðslur. Hann var því mættur við einungis 48.4 prósent atkvæðagreiðslna.

Reyndist fjarverandi

Á sama tíma og Höskuldur hugðist fara í golf fóru fram nokkuð hörð orðaskipti á Alþing, enda stór mál sem átti bæði að kjósa um og ræða. Þar má nefna atkvæðagreiðslu um frumvarp um meðferð og sölu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum sem fór fram klukkan 14:47. Þá atkvæðagreiðslu var Höskuldur fjarverandi. Samkvæmt því frumvarpi verður bankasýsla ríkisins lögð niður og eignarhlutur ríkisins fer undir fjármála- og efnahagsmálaráðherra.

Umræða til níu um kvöldið

Því næst fór fram umræða um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Lagt er til að alls fimm virkjanakostir verði færðir úr biðflokki rammaáætlunar í nýtingarflokk, en þetta eru Hvammsvirkjun, Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun, Skrokkölduvirkjun og Hagavatnsvirkjun. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt þetta harðlega og svo fór að umræðu lauk ekki fyrr en um níuleytið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár