Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Höskuldur hætti við golf á vinnutíma

Hösk­uld­ur Þór­halls­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins, var með næst verstu mæt­ingu á Al­þingi á síð­asta kjör­tíma­bili. Hann var ekki við­stadd­ur at­kvæða­greiðslu í gær, en hann af­bók­aði hins veg­ar golf­tíma sem hann hafði skráð sig fyr­ir.

Höskuldur hætti við golf á vinnutíma

Samkvæmt rástímayfirliti Hlíðavallar á golf.is átti Höskuldur Þór Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokks, bókaðan leik í gær klukkan 13:50. Á sama tíma fór fram þingfundur á Alþingi þar sem rætt var meðal annars um vernd og orkunýtingu landsvæða.

„Heyrðu, ég afbókaði tímann. Ég bið að heilsa,“ sagði Höskuldur í samtali við Stundina áður en hann skellti á blaðamann. Höskuldur svaraði ekki símanum þegar hringt var til baka.

Höskuldur er með þeim þingmönnum Alþingis sem hefur versta mætingu. Píratar tóku saman mætingu þingmanna á síðasta kjörtímabili. Í þeim gögnum kemur fram að á síðasta kjörtímabili var Höskuldur með næstverstu mætingu á eftir Árna Johnsen, en allt kjörtímabilið var Höskuldur með 749 fjarvistir við atkvæðagreiðslur. Hann var því mættur við einungis 48.4 prósent atkvæðagreiðslna.

Reyndist fjarverandi

Á sama tíma og Höskuldur hugðist fara í golf fóru fram nokkuð hörð orðaskipti á Alþing, enda stór mál sem átti bæði að kjósa um og ræða. Þar má nefna atkvæðagreiðslu um frumvarp um meðferð og sölu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum sem fór fram klukkan 14:47. Þá atkvæðagreiðslu var Höskuldur fjarverandi. Samkvæmt því frumvarpi verður bankasýsla ríkisins lögð niður og eignarhlutur ríkisins fer undir fjármála- og efnahagsmálaráðherra.

Umræða til níu um kvöldið

Því næst fór fram umræða um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Lagt er til að alls fimm virkjanakostir verði færðir úr biðflokki rammaáætlunar í nýtingarflokk, en þetta eru Hvammsvirkjun, Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun, Skrokkölduvirkjun og Hagavatnsvirkjun. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt þetta harðlega og svo fór að umræðu lauk ekki fyrr en um níuleytið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár