Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hjúkrunarfræðingar gerast flugfreyjur

„Meiri ör­ygg­is­menn­ing í flug­inu,“ seg­ir formað­ur Fé­lags hjúkr­un­ar­fræð­inga.

Hjúkrunarfræðingar gerast flugfreyjur
Á Landspítalanum Hjúkrunarfræðingar telja sig finna betri starfsaðstæður í flugi en á spítalanum. Mynd: Kristinn Magnússon

Sérfræðingar bráðadeildar Landspítalans hafa áhyggjur af öryggi sjúklinga. Þeir segja starfsfólk vera þreytt, en hjúkrunarfræðingar sækja í auknum mæli í að starfa sem flugfreyjur í stað þess að vinna á Landspítalanum.

Hjúkrunarfræðingar færa sig meðal annars yfir í störf hjá Wow Air og Icelandair til þess að fá betri vinnutíma og betri laun. Þá þyki hjúkrunarfræðingum fjölskylduvænna að starfa í flugi heldur en við það sem þeir menntuðu sig til.

Flugið hvíld frá álagi

Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segir þá hjúkrunarfræðinga sem fara í flug gefa mismunandi skýringar. „Sumir segja að þetta sé mjög góð hvíld frá miklu starfsálagi á Landspítala. Tilbreyting, spennandi, gaman að finna að hjúkrunarfræðingar eru sérstaklega eftirsóttir starfskraftar í önnur störf, eins og flugið, betri laun en þó ekki allir hundrað prósent sammála um það. Þetta eru stundum lengri vaktir og langur tími að heiman en í færri skipti yfir mánuðinn og því getur það verið þægilegra og fjölskylduvænna. Færri vinnuklukkustundir fyrir betri laun. Miklu meiri öryggismenning í fluginu.“

Árið 2014 fór fimmti hver nýútskrifaður hjúkrunarfræðingur í starf sem flugfreyja í stað þess að vinna við hjúkrun. Guðbjörg segist telja að hjúkrunarfræðingar hafi sóst meira í flufreyjustörf í ár en áður. Fyrirspurn hennar til flugfélaganna Wow Air og Icelandair um það hafi hins vegar ekki verið svarað. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár