Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hjúkrunarfræðingar gerast flugfreyjur

„Meiri ör­ygg­is­menn­ing í flug­inu,“ seg­ir formað­ur Fé­lags hjúkr­un­ar­fræð­inga.

Hjúkrunarfræðingar gerast flugfreyjur
Á Landspítalanum Hjúkrunarfræðingar telja sig finna betri starfsaðstæður í flugi en á spítalanum. Mynd: Kristinn Magnússon

Sérfræðingar bráðadeildar Landspítalans hafa áhyggjur af öryggi sjúklinga. Þeir segja starfsfólk vera þreytt, en hjúkrunarfræðingar sækja í auknum mæli í að starfa sem flugfreyjur í stað þess að vinna á Landspítalanum.

Hjúkrunarfræðingar færa sig meðal annars yfir í störf hjá Wow Air og Icelandair til þess að fá betri vinnutíma og betri laun. Þá þyki hjúkrunarfræðingum fjölskylduvænna að starfa í flugi heldur en við það sem þeir menntuðu sig til.

Flugið hvíld frá álagi

Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segir þá hjúkrunarfræðinga sem fara í flug gefa mismunandi skýringar. „Sumir segja að þetta sé mjög góð hvíld frá miklu starfsálagi á Landspítala. Tilbreyting, spennandi, gaman að finna að hjúkrunarfræðingar eru sérstaklega eftirsóttir starfskraftar í önnur störf, eins og flugið, betri laun en þó ekki allir hundrað prósent sammála um það. Þetta eru stundum lengri vaktir og langur tími að heiman en í færri skipti yfir mánuðinn og því getur það verið þægilegra og fjölskylduvænna. Færri vinnuklukkustundir fyrir betri laun. Miklu meiri öryggismenning í fluginu.“

Árið 2014 fór fimmti hver nýútskrifaður hjúkrunarfræðingur í starf sem flugfreyja í stað þess að vinna við hjúkrun. Guðbjörg segist telja að hjúkrunarfræðingar hafi sóst meira í flufreyjustörf í ár en áður. Fyrirspurn hennar til flugfélaganna Wow Air og Icelandair um það hafi hins vegar ekki verið svarað. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu