Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Hjúkrunarfræðingar gerast flugfreyjur

„Meiri ör­ygg­is­menn­ing í flug­inu,“ seg­ir formað­ur Fé­lags hjúkr­un­ar­fræð­inga.

Hjúkrunarfræðingar gerast flugfreyjur
Á Landspítalanum Hjúkrunarfræðingar telja sig finna betri starfsaðstæður í flugi en á spítalanum. Mynd: Kristinn Magnússon

Sérfræðingar bráðadeildar Landspítalans hafa áhyggjur af öryggi sjúklinga. Þeir segja starfsfólk vera þreytt, en hjúkrunarfræðingar sækja í auknum mæli í að starfa sem flugfreyjur í stað þess að vinna á Landspítalanum.

Hjúkrunarfræðingar færa sig meðal annars yfir í störf hjá Wow Air og Icelandair til þess að fá betri vinnutíma og betri laun. Þá þyki hjúkrunarfræðingum fjölskylduvænna að starfa í flugi heldur en við það sem þeir menntuðu sig til.

Flugið hvíld frá álagi

Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segir þá hjúkrunarfræðinga sem fara í flug gefa mismunandi skýringar. „Sumir segja að þetta sé mjög góð hvíld frá miklu starfsálagi á Landspítala. Tilbreyting, spennandi, gaman að finna að hjúkrunarfræðingar eru sérstaklega eftirsóttir starfskraftar í önnur störf, eins og flugið, betri laun en þó ekki allir hundrað prósent sammála um það. Þetta eru stundum lengri vaktir og langur tími að heiman en í færri skipti yfir mánuðinn og því getur það verið þægilegra og fjölskylduvænna. Færri vinnuklukkustundir fyrir betri laun. Miklu meiri öryggismenning í fluginu.“

Árið 2014 fór fimmti hver nýútskrifaður hjúkrunarfræðingur í starf sem flugfreyja í stað þess að vinna við hjúkrun. Guðbjörg segist telja að hjúkrunarfræðingar hafi sóst meira í flufreyjustörf í ár en áður. Fyrirspurn hennar til flugfélaganna Wow Air og Icelandair um það hafi hins vegar ekki verið svarað. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Við erum að virkja fyrir peningana sem okkur langar í“
6
Viðtal

„Við er­um að virkja fyr­ir pen­ing­ana sem okk­ur lang­ar í“

Odd­ur Sig­urðs­son hlaut Nátt­úru­vernd­ar­við­ur­kenn­ingu Sig­ríð­ar í Bratt­holti. Hann spáði fyr­ir um enda­lok Ok­jök­uls og því að Skeið­ará myndi ekki ná að renna lengi í sín­um far­vegi, sem rætt­ist. Nú spá­ir hann því að Reykja­nesskagi og höf­uð­borg­ar­svæð­ið fari allt und­ir hraun á end­an­um. Og for­dæm­ir fram­kvæmdagleði Ís­lend­inga á kostn­að nátt­úru­vernd­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár