Hildur Lilliendahl segist vera að íhuga að leggja fram kæru gegn manni sem hún telur hafa hótað sér inni í hópi á Facebook. „Það þarf ekki mjög góðan vilja til að lesa út úr þessu líkamsmeiðingarhótun,“ segir Hildur í samtali við Stundina. Hún segir ummælin mjög ógnvekjandi og að henni hafi verið afar brugðið þegar hún sá þau í morgun. Um er að ræða ummæli sem látin voru falla í hópnum „Brask og brall..“ á Facebook en hátt í sextíu þúsund manns eru meðlimir í hópnum. Maðurinn sagðist vera með magahníf og útprentaða mynd af Hildi Lilliendahl til sölu, ásamt hlaupaskóm og fuglaberjum. Neðar í færslunni birti hann betri mynd af magahnífnum svokallaða sem hann var búinn að koma fyrir ofan á myndinni af Hildi.
Persónulegur brandari
Hildur deildi skjáskoti af ummælunum á Facebook síðu sinni í morgun. Fjölmargir hafa hvatt hana til að fara með málið til lögreglu, þar á meðal
Athugasemdir