Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Heiða Kristín stofnar ráðgjafafyrirtæki

Heiða Krist­ín Helga­dótt­ir, þing­mað­ur Bjartr­ar fram­tíð­ar, er fram­kvæmda­stjóri hins ný­stofn­aða fé­lags Efni Media. Sam­kvæmt skrán­ingu er um að ræða ráð­gjafa­fyr­ir­tæki. Heiða von­ast til að hags­muna­skrán­ing verði upp­færð sem fyrst.

Heiða Kristín stofnar ráðgjafafyrirtæki

Heiða Kristín Helgadóttir er framkvæmdastjóri hins nýstofnaða ráðgjafafyrirtækis Efni Media ehf. Samkvæmt skráningu í Lögbirtingablaðinu er tilgangur félagsins „rekstur ráðgjafarþjónustu á sviði fjölmiðlunar og markaðsmála“.

Heiða Kristín situr nú á þingi sem þingmaður Bjartrar framtíðar. Heiða kom inn á þing þegar Björt Ólafsdóttir fór í fæðingarorlof í ágúst síðastliðnum. Samkvæmt skráningu virðist sem félagið eigi að sinna einhvers konar kynningarstarfi. Almennt sinna almannatenglar samskiptum skjólstæðinga sinna, sem yfirleitt eru fyrirtæki, við fjölmiðla. Markmiðið er nær alltaf að hafa áhrif á umfjöllun fjölmiðla og ímynd fyrirtækjanna, þannig að neikvæðar fréttir um fyrirtækið fái minna vægi en góðar.

Heiða Kristín stofnaði flokkinn Bjarta framtíð ásamt Guðmundi Steingrímssyni í aðdraganda seinustu Alþingiskosninga. Nokkur styr stóð formann flokksins eftir að hún gagnrýndi hann harðlega á opinberum vettvangi fyrir aðalfund flokksins. Í kjölfarið sagðist hún vera opin fyrir formannsembættinu en ákvað síðar að bjóða sig ekki fram í það hlutverk. Málinu lyktaði með því að Óttar Proppé var einn í framboði. Hann er nú formaður flokksins. 

Í samtali við Stundina segir Heiða að félagið hafi verið stofnað í júlí áður en formannslagurinn í Bjartri framtíð hófst fyrir alvöru. Þá hafi hún staðið frammi fyrir óljósri framtíð, en hún gaf það út að hún ætlaði að hætta afskiptum af stjórnmálum í desember. Í kjölfarið stýrði hún umræðuþætti um þjóðmál á Stöð 2 fram á vor. 

„Við vorum að þreifa fyrir okkur með þetta verkefni í sumar. Ég var að einhverju leyti lögð af stað með það áður en það fór allt í gang með Bjarta framtíð. Þetta hefur legið niðri síðan, en við vorum búin að stofna félagið,“ útskýrir Heiða. Stofnun félagsins var svo formlega afgreidd af ríkisskattstjóra í dag.

Meðstofnendur Heiðu eru Guðmundur Kristján Jónsson, eiginmaður hennar, og Bandaríkjamaðurinn William Oliver Luckett. Starfsemi félagsins er enn nokkuð óljós. „Við erum ekki búin að ákveða alveg hvað þetta á að verða. Þetta var hugmynd sem við vorum vinna að í sumar og við drifum okkur í að stofna félagið en svo er engin starfsemi núna,“ segir Heiða.

Hún segir að þrátt fyrir skráningu hafi félagið ekki verið hugsað sem hefðbundið almannatengslafélag. „Nei, þetta verður ekki almannatengslafélag í hefðbundnum skilningi þess orðs. Þetta á ekki að vera PR form heldur meira tengt multimedia, þetta voru meira þannig pælingar,“ segir Heiða.

Heiða vonast til þess að hagsmunaskráning sín verði uppfærð sem fyrst. „Ég er að ganga frá skráningu í dag.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár