Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Heiða Kristín stofnar ráðgjafafyrirtæki

Heiða Krist­ín Helga­dótt­ir, þing­mað­ur Bjartr­ar fram­tíð­ar, er fram­kvæmda­stjóri hins ný­stofn­aða fé­lags Efni Media. Sam­kvæmt skrán­ingu er um að ræða ráð­gjafa­fyr­ir­tæki. Heiða von­ast til að hags­muna­skrán­ing verði upp­færð sem fyrst.

Heiða Kristín stofnar ráðgjafafyrirtæki

Heiða Kristín Helgadóttir er framkvæmdastjóri hins nýstofnaða ráðgjafafyrirtækis Efni Media ehf. Samkvæmt skráningu í Lögbirtingablaðinu er tilgangur félagsins „rekstur ráðgjafarþjónustu á sviði fjölmiðlunar og markaðsmála“.

Heiða Kristín situr nú á þingi sem þingmaður Bjartrar framtíðar. Heiða kom inn á þing þegar Björt Ólafsdóttir fór í fæðingarorlof í ágúst síðastliðnum. Samkvæmt skráningu virðist sem félagið eigi að sinna einhvers konar kynningarstarfi. Almennt sinna almannatenglar samskiptum skjólstæðinga sinna, sem yfirleitt eru fyrirtæki, við fjölmiðla. Markmiðið er nær alltaf að hafa áhrif á umfjöllun fjölmiðla og ímynd fyrirtækjanna, þannig að neikvæðar fréttir um fyrirtækið fái minna vægi en góðar.

Heiða Kristín stofnaði flokkinn Bjarta framtíð ásamt Guðmundi Steingrímssyni í aðdraganda seinustu Alþingiskosninga. Nokkur styr stóð formann flokksins eftir að hún gagnrýndi hann harðlega á opinberum vettvangi fyrir aðalfund flokksins. Í kjölfarið sagðist hún vera opin fyrir formannsembættinu en ákvað síðar að bjóða sig ekki fram í það hlutverk. Málinu lyktaði með því að Óttar Proppé var einn í framboði. Hann er nú formaður flokksins. 

Í samtali við Stundina segir Heiða að félagið hafi verið stofnað í júlí áður en formannslagurinn í Bjartri framtíð hófst fyrir alvöru. Þá hafi hún staðið frammi fyrir óljósri framtíð, en hún gaf það út að hún ætlaði að hætta afskiptum af stjórnmálum í desember. Í kjölfarið stýrði hún umræðuþætti um þjóðmál á Stöð 2 fram á vor. 

„Við vorum að þreifa fyrir okkur með þetta verkefni í sumar. Ég var að einhverju leyti lögð af stað með það áður en það fór allt í gang með Bjarta framtíð. Þetta hefur legið niðri síðan, en við vorum búin að stofna félagið,“ útskýrir Heiða. Stofnun félagsins var svo formlega afgreidd af ríkisskattstjóra í dag.

Meðstofnendur Heiðu eru Guðmundur Kristján Jónsson, eiginmaður hennar, og Bandaríkjamaðurinn William Oliver Luckett. Starfsemi félagsins er enn nokkuð óljós. „Við erum ekki búin að ákveða alveg hvað þetta á að verða. Þetta var hugmynd sem við vorum vinna að í sumar og við drifum okkur í að stofna félagið en svo er engin starfsemi núna,“ segir Heiða.

Hún segir að þrátt fyrir skráningu hafi félagið ekki verið hugsað sem hefðbundið almannatengslafélag. „Nei, þetta verður ekki almannatengslafélag í hefðbundnum skilningi þess orðs. Þetta á ekki að vera PR form heldur meira tengt multimedia, þetta voru meira þannig pælingar,“ segir Heiða.

Heiða vonast til þess að hagsmunaskráning sín verði uppfærð sem fyrst. „Ég er að ganga frá skráningu í dag.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár