Heiða Kristín stofnar ráðgjafafyrirtæki

Heiða Krist­ín Helga­dótt­ir, þing­mað­ur Bjartr­ar fram­tíð­ar, er fram­kvæmda­stjóri hins ný­stofn­aða fé­lags Efni Media. Sam­kvæmt skrán­ingu er um að ræða ráð­gjafa­fyr­ir­tæki. Heiða von­ast til að hags­muna­skrán­ing verði upp­færð sem fyrst.

Heiða Kristín stofnar ráðgjafafyrirtæki

Heiða Kristín Helgadóttir er framkvæmdastjóri hins nýstofnaða ráðgjafafyrirtækis Efni Media ehf. Samkvæmt skráningu í Lögbirtingablaðinu er tilgangur félagsins „rekstur ráðgjafarþjónustu á sviði fjölmiðlunar og markaðsmála“.

Heiða Kristín situr nú á þingi sem þingmaður Bjartrar framtíðar. Heiða kom inn á þing þegar Björt Ólafsdóttir fór í fæðingarorlof í ágúst síðastliðnum. Samkvæmt skráningu virðist sem félagið eigi að sinna einhvers konar kynningarstarfi. Almennt sinna almannatenglar samskiptum skjólstæðinga sinna, sem yfirleitt eru fyrirtæki, við fjölmiðla. Markmiðið er nær alltaf að hafa áhrif á umfjöllun fjölmiðla og ímynd fyrirtækjanna, þannig að neikvæðar fréttir um fyrirtækið fái minna vægi en góðar.

Heiða Kristín stofnaði flokkinn Bjarta framtíð ásamt Guðmundi Steingrímssyni í aðdraganda seinustu Alþingiskosninga. Nokkur styr stóð formann flokksins eftir að hún gagnrýndi hann harðlega á opinberum vettvangi fyrir aðalfund flokksins. Í kjölfarið sagðist hún vera opin fyrir formannsembættinu en ákvað síðar að bjóða sig ekki fram í það hlutverk. Málinu lyktaði með því að Óttar Proppé var einn í framboði. Hann er nú formaður flokksins. 

Í samtali við Stundina segir Heiða að félagið hafi verið stofnað í júlí áður en formannslagurinn í Bjartri framtíð hófst fyrir alvöru. Þá hafi hún staðið frammi fyrir óljósri framtíð, en hún gaf það út að hún ætlaði að hætta afskiptum af stjórnmálum í desember. Í kjölfarið stýrði hún umræðuþætti um þjóðmál á Stöð 2 fram á vor. 

„Við vorum að þreifa fyrir okkur með þetta verkefni í sumar. Ég var að einhverju leyti lögð af stað með það áður en það fór allt í gang með Bjarta framtíð. Þetta hefur legið niðri síðan, en við vorum búin að stofna félagið,“ útskýrir Heiða. Stofnun félagsins var svo formlega afgreidd af ríkisskattstjóra í dag.

Meðstofnendur Heiðu eru Guðmundur Kristján Jónsson, eiginmaður hennar, og Bandaríkjamaðurinn William Oliver Luckett. Starfsemi félagsins er enn nokkuð óljós. „Við erum ekki búin að ákveða alveg hvað þetta á að verða. Þetta var hugmynd sem við vorum vinna að í sumar og við drifum okkur í að stofna félagið en svo er engin starfsemi núna,“ segir Heiða.

Hún segir að þrátt fyrir skráningu hafi félagið ekki verið hugsað sem hefðbundið almannatengslafélag. „Nei, þetta verður ekki almannatengslafélag í hefðbundnum skilningi þess orðs. Þetta á ekki að vera PR form heldur meira tengt multimedia, þetta voru meira þannig pælingar,“ segir Heiða.

Heiða vonast til þess að hagsmunaskráning sín verði uppfærð sem fyrst. „Ég er að ganga frá skráningu í dag.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár