Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Þvílíkt ógeð!“ - Hatursorðræða eða tjáningarfrelsi?

Átta manns eru ákærð­ir fyr­ir orð­ræðu sína gegn sam­kyn­hneigð­um í um­ræðu um hinseg­in fræðslu skóla­barna. Þeir bera við tján­ing­ar­frelsi. Stund­in gerði til­raun til að ræða við þá.

„Þvílíkt ógeð!“ - Hatursorðræða eða tjáningarfrelsi?
Tveir ákærðir Guðfræðingurinn Jón Valur Jensson og útvarpsmaðurinn Pétur Gunnlaugsson fyrir dómi. Pétur er bæði sakborningur í máli og svo er hann verjandi Jóns Vals. Mynd: Pressphotos

Pétur Gunnlaugsson, útvarpsmaður á Útvarp Sögu, og Jón Valur Jensson guðfræðingur eru meðal átta einstaklinga sem eru ákærðir fyrir hatursorðræðu gegn hinsegin fólki. Þeir eru ákærðir út frá hegningarlögum númer 233, grein a, sem segir: „Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar eða trúarbragða sæti sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að 2 árum.“ 

Mál Jóns Hagbarðar Knútssonar, fyrrverandi sóknarprests, Ara Hermanns Oddssonar, framkvæmdastjóra og þríþrautarkappa, Jón Vals Jenssonar, guðfræðings og bloggara, Pétur Gunnlaugssonar útvarpsmanns og eldri borgarans Carls Jóhanns Lilliendahls voru þingfest í byrjun mánaðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Auk þess hefur mál gegn Sveinbirni Styrmi Gunnarssyni verið þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Tvö önnur mál bíða þingfestingar í Héraðsdómi Reykjaness síðar í desember.

Þessar ákærur brjóta blað í sögu dómstóla á Íslandi, en þetta er í fyrsta skiptið sem ákæra er lögð fram vegna hatursorðræðu gegn hinsegin fólki. Þessi hegningarlög hafa aðeins einu sinni leitt til sakfellingar, en það var í máli íslenska ríkisins gegn Hlyni Frey Vigfússyni árið 2002 vegna kynþáttaníðs. Ljóst er að hvernig sem þessi dómsmál munu fara munu þau hafa áhrif á hvernig er rætt um minnihlutahópa hér á landi á opinberum vettvangi.

Líkti samkynhneigð við barnaníð

Jón Hagbarður, fyrrverandi sóknarprestur Raufarhafnarkirkju, sagði „no komment, takk, bless,“ þegar blaðamaður hafði samband við hann um málið, en hann er ákærður fyrir að hafa ritað eftirfarandi ummæli í hópnum Barnaskjól á Facebook sem gekk út á að „stöðva innrætingu Samtakanna 78 á skólabörnum“: „Hlutlausa kynfræðslu á veita í skólum en ALDREI réttlæta ónáttúrulega kynhegðan fyrir saklausum börnum og kalla það sem er óeðlileg eðlilegt!!!“

Sveinbjörn Styrmir Gunnarsson, Hafnfirðingur, vildi sömuleiðis ekki tjá sig um ákæru sína, en hann skrifaði eftirfarandi ummæli á kommentakerfi DV um hinsegin fræðslu í grunnskólum Hafnarfjarðar: „Á nú að fara eyðileggja sakleysi barnanna að foreldrum forspurðum? Ég myndi flokka þetta undir barnanýð vera troða kynvillu í saklaus börn. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar vinsamlegast haldið saurugum hugsunum og löngunum ykkar frá börnunum mínum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár