Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Þvílíkt ógeð!“ - Hatursorðræða eða tjáningarfrelsi?

Átta manns eru ákærð­ir fyr­ir orð­ræðu sína gegn sam­kyn­hneigð­um í um­ræðu um hinseg­in fræðslu skóla­barna. Þeir bera við tján­ing­ar­frelsi. Stund­in gerði til­raun til að ræða við þá.

„Þvílíkt ógeð!“ - Hatursorðræða eða tjáningarfrelsi?
Tveir ákærðir Guðfræðingurinn Jón Valur Jensson og útvarpsmaðurinn Pétur Gunnlaugsson fyrir dómi. Pétur er bæði sakborningur í máli og svo er hann verjandi Jóns Vals. Mynd: Pressphotos

Pétur Gunnlaugsson, útvarpsmaður á Útvarp Sögu, og Jón Valur Jensson guðfræðingur eru meðal átta einstaklinga sem eru ákærðir fyrir hatursorðræðu gegn hinsegin fólki. Þeir eru ákærðir út frá hegningarlögum númer 233, grein a, sem segir: „Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar eða trúarbragða sæti sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að 2 árum.“ 

Mál Jóns Hagbarðar Knútssonar, fyrrverandi sóknarprests, Ara Hermanns Oddssonar, framkvæmdastjóra og þríþrautarkappa, Jón Vals Jenssonar, guðfræðings og bloggara, Pétur Gunnlaugssonar útvarpsmanns og eldri borgarans Carls Jóhanns Lilliendahls voru þingfest í byrjun mánaðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Auk þess hefur mál gegn Sveinbirni Styrmi Gunnarssyni verið þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Tvö önnur mál bíða þingfestingar í Héraðsdómi Reykjaness síðar í desember.

Þessar ákærur brjóta blað í sögu dómstóla á Íslandi, en þetta er í fyrsta skiptið sem ákæra er lögð fram vegna hatursorðræðu gegn hinsegin fólki. Þessi hegningarlög hafa aðeins einu sinni leitt til sakfellingar, en það var í máli íslenska ríkisins gegn Hlyni Frey Vigfússyni árið 2002 vegna kynþáttaníðs. Ljóst er að hvernig sem þessi dómsmál munu fara munu þau hafa áhrif á hvernig er rætt um minnihlutahópa hér á landi á opinberum vettvangi.

Líkti samkynhneigð við barnaníð

Jón Hagbarður, fyrrverandi sóknarprestur Raufarhafnarkirkju, sagði „no komment, takk, bless,“ þegar blaðamaður hafði samband við hann um málið, en hann er ákærður fyrir að hafa ritað eftirfarandi ummæli í hópnum Barnaskjól á Facebook sem gekk út á að „stöðva innrætingu Samtakanna 78 á skólabörnum“: „Hlutlausa kynfræðslu á veita í skólum en ALDREI réttlæta ónáttúrulega kynhegðan fyrir saklausum börnum og kalla það sem er óeðlileg eðlilegt!!!“

Sveinbjörn Styrmir Gunnarsson, Hafnfirðingur, vildi sömuleiðis ekki tjá sig um ákæru sína, en hann skrifaði eftirfarandi ummæli á kommentakerfi DV um hinsegin fræðslu í grunnskólum Hafnarfjarðar: „Á nú að fara eyðileggja sakleysi barnanna að foreldrum forspurðum? Ég myndi flokka þetta undir barnanýð vera troða kynvillu í saklaus börn. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar vinsamlegast haldið saurugum hugsunum og löngunum ykkar frá börnunum mínum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
Sundrung hægri manna þegar fylgið mælist mest
5
Greining

Sundr­ung hægri manna þeg­ar fylg­ið mæl­ist mest

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn glím­ir við til­vist­ar­kreppu þar sem Mið­flokk­ur­inn krafs­ar í þjóð­ern­is­sinn­aða kjós­end­ur hans en Við­reisn í þá al­þjóða­sinn­uðu. Bók­un 35, út­lend­inga­mál og að­ild að Evr­ópu­sam­band­inu eru með­al þess sem grein­ir þá að. Heim­ild­in ræddi við kjörna full­trúa flokk­anna þriggja um átakalín­urn­ar, þró­un fylgis­ins og hvort flöt­ur sé á sam­starfi í hægri stjórn í fram­tíð­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár