Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Háskóli Íslands gagnrýnir námslánafrumvarp Illuga harðlega: Gæti reynst samfélaginu dýrkeypt

„Ekki er nóg með að end­ur­greiðsl­ur þyng­ist og mögu­leik­ar á lán­um minnki í nýju kerfi hjá sum­um hóp­um náms­fólks, held­ur verða end­ur­greiðsl­ur af fyrri lán­um einnig þung­bær­ari,“ seg­ir í skýrslu sem Hag­fræði­stofn­un vann fyr­ir skól­ann. Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir eru gerð­ar við frum­varp­ið í um­sögn sem und­ir­rit­uð er af Jóni Atla Bene­dikts­syni, rektor Há­skóla Ís­lands.

Háskóli Íslands gagnrýnir námslánafrumvarp Illuga harðlega: Gæti reynst samfélaginu dýrkeypt

Háskóli Íslands gerir alvarlegar athugasemdir við ýmis atriði í námslána- og námsstyrkjafrumvarpi Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra. Skólinn skilaði allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis ítarlegri umsögn um lögin í dag ásamt skýrslu frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands.

Í umsögninni lýsir háskólinn áhyggjum af niðurfellingu tekjutengdra afborgana námslána. „Í því felst ójöfnuður sem samræmist vart markmiði laganna. Niðurfelling tekjutengingarinnar eykur líkur á því að lánþegar geti lent í greiðsluerfiðleikum að loknu námi. Jafnframt eru miklar líkur á að niðurfellingin muni hafa áhrif á námsval og dragi þar með smám saman úr fjölbreytni menntunar, sem reynst gæti samfélaginu dýrkeypt er fram líða stundir,“ segir þar. 

Þá er gerð athugasemd við að stuðningur við nemendur verði að hámarki bundinn við 420 einingar og að hámark námsláns verði 18 milljónir. „Þetta kann að hafa mikil áhrif á þá sem hyggjast leggja stund á nám erlendis, t.d. í framhaldi af námi við háskólann. Gæta þarf að því að í fámennu samfélagi er einkar mikilvægt að styðja nemendur til sérhæfðs náms jafnt innan lands sem utan.“

Einnig er bent á að staða þeirra sem hyggjast leggja stund á doktorsnám, bæði heima og erlendis, muni versna. „Styrkir til doktorsnáms eru ekki margir hér á landi og vegna langvarandi undirfjármögnunar hefur háskólinn takmarkað bolmagn til að styrkja doktorsnema. Og jafnvel nemandi sem fær skólagjaldalán niðurfelld erlendis (algengasta tegund styrks t.a.m. í Bandaríkjunum) þarf eftir sem áður á framfærslu að halda.“ 

Fram kemur að í ljósi þess að allir nemendur fá sömu upphæð í styrk sæti nemendur sem búa í foreldrahúsum betri kjara en þeir sem eru ekki í aðstöðu til þess. „Með öðrum orðum, velta má því upp hvort ekki felist í þessu mismunun effir aðstæðum, t.d. milli nemenda frá höfuðborgarsvæðinu annars vegar og utan höfuðborgarsvæðisins hins vegar.“

Bent er á að í frumvarpinu er gert ráð fýrir að hámarkslánstími sé 40 ár og að endurgreiðslum skuli að fullu lokið við 67 ára aldur. „Þetta gæti þýtt þunga greiðslubyrði þeirra sem fara seint í nám. Varasamt er í því samhengi að miða við meðaltalsútreikninga. Nefna má í þessu sambandi að munur er á launum hjá hinu opinbera og í einkageira og það eitt gæti haft það í för með sér að nemendur velji síður greinar sem búa við lægri laun. Jafnframt er ekki sjálfgefið að fólk verði í fullu starfi að námi loknu.“

„Mikill og slæmur forsendubrestur“

Í greiningu Hagfræðistofnunar kemur fram að hið nýja námslánakerfi letji fólk frá því að fara í nám þar sem tekjuvon er lítil eða mikil óvissa er um laun að loknu námi. „Þeim sem ekki eiga góða að mun til dæmis reynast erfiðara að stunda ýmiss konar listnám. Af greiningu Stúdentaráðs má einnig ráða að breytingin verði óhagstæð einstæðum foreldrum í hvers kyns meistaranámi. Nám þar sem skólagjöld eru innheimt verður ekki eins eftirsótt og áður,“ segir í skýrslu Hagfræðistofnunar.

„Umskiptin yfir í nýtt kerfi verða sumum erfið. Enginn aðlögunarfrestur er veittur. Ekki er nóg með að endurgreiðslur þyngist og möguleikar á lánum minnki í nýju kerfi hjá sumum hópum námsfólks, heldur verða endurgreiðslur af fyrri lánum einnig þungbærari. Þeir sem eru byrjaðir að taka námslán geta valið milli þess að greiða af lánum sínum samkvæmt reglum hvors kerfis fyrir sig, en þá mundi greiðslubyrðin þyngjast, eða þess að eldri lán breytist í jafngreiðslulán og vextir hækki í samræmi við nýjar reglur. Hvort tveggja, breyting á stuðningi í nýju kerfi og breyttar endurgreiðslureglur, eru mikill og slæmur forsendubrestur fyrir þá sem byrjað hafa dýrt nám. Ef fullrar sanngirni væri gætt yrði þeim sem þegar eru byrjaðir í námi gefinn kostur á að ljúka námi sínu í gamla kerfinu.“

Fram kemur að í ljósi þess að vextir hækka í nýju kerfi og endurgreiðslureglur breytast megi deila um hvort 15 milljóna króna hámark á lánum sé nauðsynlegt. „Hátt lán er ekki jafnhagkvæmt fyrir lántaka í nýju kerfi og áður. Hámarkið rýrir möguleika fólks til þess að stunda dýrt nám sem gefur von um góðar tekjur. Gert er ráð fyrir að margir í hópi þeirra, sem ekki hafa tekið námslán til þessa, fái nú námsstyrki. Þar sem styrkirnir eru háðir ástundun kann þetta að verða til þess að þeir flýti námi sínu og menntun þeirra nýtist þjóðfélaginu fyrr. Á hinn bóginn má benda á að lánskjör versna í nýju kerfi. Námsmenn gætu því kosið að vinna meira til þess að þurfa ekki á eins miklum lánum að halda. Ekki er víst að námstími styttist að ráði þegar á allt er litið.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Menntamál

Mest lesið

Forðast ólgu svo það sé áfram gaman í Samfylkingunni
2
Greining

Forð­ast ólgu svo það sé áfram gam­an í Sam­fylk­ing­unni

Sam­fylk­ing­ar­fólki hef­ur tek­ist að halda aft­ur af ólgu og upp­gjöri inn­an eig­in raða því flokks­fé­lag­ar vilja öðru frem­ur að flokk­ur­inn við­haldi góðu gengi. Fyrr­ver­andi ráð­herra lík­ir tök­um Kristrún­ar Frosta­dótt­ur á stjórn flokks­ins við stöðu Dav­íðs Odds­son­ar á síð­ustu öld. Flokks­menn eru þó mis­sátt­ir við stöðu Dags B. Eggerts­son­ar, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
2
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Indriði Þorláksson
5
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár