Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Hanna Birna verður formaður utanríkismálanefndar: „Síður slegin skjaldborg um konurnar heldur en strákana“

Fyrr­ver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra seg­ist hafa ver­ið köll­uð ís­drottn­ing. Hún vill vera kon­um fyr­ir­mynd sem stend­ur af sér storma.

Hanna Birna verður formaður utanríkismálanefndar: „Síður slegin skjaldborg um konurnar heldur en strákana“

Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vill taka að sér formennsku í nefnd á þinginu sem nú er að hefjast. Þetta kom fram í viðtali við hana í þættinum Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. „Ég held að konur nálgist stjórnmálin aðeins öðruvísi en karlar,“ sagði hún í spjalli við Óðin Jónsson, umsjónarmann þáttarins og fyrrverandi fréttastjóra RÚV.
 

Uppfært kl. 17:00:
Ljóst er að Hanna Birna Kristjánsdóttir verður formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Þetta var samþykkt á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins í dag.

 

Hanna Birna sagði af sér embætti innanríkisráðherra þann 21. nóvember 2014. Mikið hafði gengið á; aðstoðarmaður hennar var dæmdur fyrir að leka persónuupplýsingum um hælisleitendur til fjölmiðla, hún var staðin að því að segja Alþingi og fjölmiðlum ósatt um málavöxtu en auk þess hafði DV greint frá afskiptum hennar af lögreglurannsókn á innanríkisráðuneytinu sem Umboðsmaður Alþingis fjallaði síðar ítarlega um í áliti þann 23. janúar á þessu ári.

„Skortur á öflugum konum“

„Ég var reyndar að hugsa það á leiðinni hingað, það eru tvö ár síðan allt þetta byrjaði í kringum þetta mál sem varð þess síðar valdandi að ég kvaddi þetta aðeins í bili,“ sagði Hanna Birna í viðtalinu og bætti því við að hún væri hugsi yfir hörkunni í stjórnmálum.

„Það er nú stöðugur skortur á öflugum konum sem gefa kost á sér í þennan harða slag, hefur það áhrif á þá ákvörðun þína að halda áfram?“ spurði Óðinn og tók Hanna Birna undir það. Sagði hún að það væri alþjóðleg staðreynd að konur færu síður í stjórnmál en karlar og entust þar skemur. Þessu til vitnis nefndi Hanna Birna að sú kona sem hefði mesta þingreynslu á Alþingi, Katrín Júlíusdóttir, aðeins nýorðin fertug. „Ég vil allavega ekki vera þannig kona að ég fari í burtu með skilaboðunum: þið skulið ekki vera hérna,“ sagði Hanna Birna.

Hefur verið kölluð ísdrottning

„Það er mikilvægt að hafa þessa fyrirmynd að konur standi af sér þessa storma eða hvað?“ spurði Óðinn og Hanna Birna jánkaði því. „Ég hef fengið á mig nöfn í þeim anda að ég sé kaldrifjuð og ég sé ísdrottning, og öll þessi fögru nöfn,“ sagði Hanna Birna. „Konur eiga að vera þátttakendur, gerendur í stjórnmálum, ekki fórnarlömb og alls ekki eitthvað veggskraut.“

„Þú tókst þér tíma í að sleikja sárin
og sýndir þessa kvenlegu auðmýkt“

Óðinn sagði við Hönnu Birnu að hún hefði sýnt „kvenlega auðmýkt“. „Þú tókst þér tíma í að sleikja sárin og sýndir þessa kvenlegu auðmýkt, fórst í skuggann og fórst með veggjum í þinghúsinu á síðasta ári,“ sagði hann. Hanna Birna svaraði: „Ég vil nú ekki meina að ég hafi farið með veggjum. Ég var bara, þetta reyndist mér bara erfitt og mjög snúið. Og það að vita ekki í heilt ár er miklu verra en að vita.“

Hér vísar Hanna Birna til brots Gísla Freys Valdórssonar, fyrrverandi aðstoðarmanns síns, á þagnarskyldu sem markaði upphaf lekamálsins svonefnda. Gísli veitti Haraldi Johannessen, ritstjóra Morgunblaðsins upplýsingar um hælisleitendurna Evelyn Glory Joseph og Tony Omos þann 19. nóvember en þann 22. nóvember fundaði Hanna Birna með ritstjóranum í ráðherrabíl sínum. Hvorki Hanna Birna né Haraldur vilja gefa upp hvað fram fór á fundinum. „Ég hef ekkert við þig að tala,“ sagði Haraldur þegar Stundin spurði hann um málið í janúar, en Hanna Birna hefur ekki svarað fyrirspurn um málið. Hefur hún alltaf haldið því fram að hún hafi ekki vitað af sekt Gísla Freys. Þessu hélt hún til streitu í viðtalinu við Óðin í morgun.

Síður slegin skjaldborg um konur

Hanna Birna telur að konur taki „hremmingum í stjórnmálum“ persónulegar en karlar. „Síðan held ég því miður að það sé þannig – og það er alþjóðleg staðreynd – að það er síður slegin skjaldborg um konurnar heldur en strákana. Það hefur bara að gera með þessa menningu. Það er einhver svona hálfgerð vígvallarmenning í stjórnmálum,“ sagði hún.

Aðspurð hvað tæki við á næsta þingi sagðist hún ætla að „mæta af fullri gleði og mjög mikilli ánægju“. Hún sagðist síðast hafa farið inn í miklum rólegheitum. Ég ákvað bara að gefa mér tíma til að anda þessu að mér aftur.“ Nú tæki hins vegar öflugri þátttaka við. Hún sækist eftir því að verða áfram varaformaður Sjálfstæðisflokksins og býst við því að fara með formennsku í þingnefnd á Alþingi. 

Neitaði að svara þingnefnd

Eftir að Umboðsmaður Alþingis skilaði þinginu áliti um afskipti Hönnu Birnu af störfum Stefáns Eiríkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, gerði stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd tvær tilraunir til að fá Hönnu Birnu fyrir nefndina til að svara spurningum um lekamálið og framgöngu sína gagnvart þingheimi. Hanna Birna afþakkaði fundarboðið.

Um svipað leyti var greint frá því í fjölmiðlum að í ráðherratíð Hönnu Birnu hefði innanríkisráðuneytið í greitt markaðsstofunni Argus ehf. 2,4 milljónir króna vegna ráðgjafar í tengslum við lekamálið. Hjálpaði fyrirtækið ráðherranum að bæta ímynd sína í fjölmiðlum. Lögfræðiráðgjöfin sem fyrrverandi ráðherra fékk var einnig kostuð af skattgreiðendum, en lögmannsstofan LEX fékk rúmlega eina milljón króna fyrir þjónustu sína. Alls nam beinn kostnaður ráðuneytisins vegna aðkeyptrar ráðgjafar vegna lekamálsins tæpum 3,5 milljónum króna.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynjamál

Mest lesið

Indriði Þorláksson
3
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
3
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár