Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ræddu pistil Guðbergs: „Við viljum annað samfélag“

Hall­grím­ur Helga­son ræddi pist­il Guð­bergs Bergs­son­ar og um­ræð­una sem fylgdi í kjöl­far­ið í þætti Gísla Marteins í kvöld. „Við vilj­um ann­að sam­fé­lag,“ sagði Hall­dóra Geir­harðs­dótt­ir leik­kona sem sjálf hef­ur þurft að glíma við af­leið­ing­ar at­viks frá því þeg­ar hún var lít­il.

Ræddu pistil Guðbergs: „Við viljum annað samfélag“
Í þætti Gísla Marteins Hallgrímur Helgason rithöfundur og Halldóra Geirharðsdóttir leikkona ræddu umræðuna um kynferðisofbeldi á RÚV í kvöld. Mynd: RÚV

Hallgrími Helgasyni rithöfundi sárnaði umræðan sem fylgdi í kjölfar pistils sem Guðbergur Bergsson skrifaði í DV, þar sem hann hæddist að þeirri játningu Hallgríms að hann hefði orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi sem ungur maður. Hallgrímur skrifaði um ofbeldið í nýrri bók, Sjóveikur í München, þar sem hann gerir upp einn vetur í lífi sínu. Hann ræddi þetta síðan í viðtali við Fréttatímann, þar sem hann sagði að ofbeldið hefði verið eins og sveskjusteinn í sálinni, og Stundina um síðustu helgi. Pistill Guðbergs birtist síðan í vikunni undir heitinu Er sjálfsvirðingin komin í jólasölukösina? 

„Þetta var svo skrýtið,“ sagði Hallgrímur þar sem hann var gestur í þættinum Vikan með Gísla Marteini fyrr í kvöld. „Ég var svolítið sár yfir viðbrögðum annarra í framhaldinu, einhver umræða á Facebook sem ég sá allt of mikið af og menn voru að skrifa jafnvel á minn eigin vegg einhverjar útskýringar út frá bókmenntafræðilegum og fagurfræðilegum forsendum þá verðum við að skilja þennan texta öðruvísi.“

Gísli Marteinn benti þá á að Hallgrímur skrifar fallega um Guðberg í bókinni, og Hallgrímur svaraði því til að hann hefði einnig gert það í síðustu bók sinni. „Ég ætti kannski að fara að gera eitthvað annað í næstu bók. Þetta virkar allavega ekki.“

Umdeildur pistill 

Á meðal þess sem Guðbergur skrifaði var: „Nú kemur hver stórfréttin á fætur annarri í jólabókaflóðinu: Hallgrími Helgasyni rithöfundi kvað hafa verið nauðgað, í nýrri bók, með þeim afleiðingum að við samningu hennar hafi einskonar sveskjusteinn (kannski í líkingu við steinbarn Laxness?) gengið niður af honum úr sálinni eða földu móðurlífi í einskonar hommaskáp í skrokknum.“

„Honum yrði tekið opnum örmum í Konukoti“

Þá segir hann Hallgrím enga ljósmyndafælu heldur það sem í útlöndum sé kallað myndatottara, „svo þjóðin hefur drukkið í sig útlit hans. Þess vegna sagði kvikindi: Hvaða kynvillingur hefur haft svona slæman smekk? Hefði ekki verið eins gott að fara upp á marglyttu og að fást við saklausa þjóhnappa hans? Líklega mun hið sanna seint koma í ljós. Til þess þyrfti skáldið, að eigin sögn, að skrifa þúsund blaðsíðna bók með brennandi efni við 1000 gráðu skapandi hita. En þjóðin með sína heimsfrægu samúð spyr: Hví kærir maðurinn þetta ekki? Það er ekki of seint. Honum yrði tekið opnum örmum í Konukoti þar sem hann gæti „unnið í sjálfum sér“ eins og margir og margar til að endurfæðast síðan með „miklum létti“.“

Pistillinn fjarlægður af netinu

Pistillinn var vægast sagt umdeildur en fjallað var um hann á ýmsum miðlum, meðal annars á Stundinni. Á Vísi var umræðunni lýst með þessum hætti: „Fjölmargir áttu vart orð í eigu sinni af hneykslan einskærri í gær. En, tókst þrátt fyrir andköf að koma reiði sinni og vandlætingu á framfæri.“ 

Í frétt Vísis voru dæmi tekin um ummæli sem höfðu verið látin falla um pistil Guðbergs. Meðal annars var vitnað var í orð Kristjáns B. Jónassonar sem sagði á Facebook:„Og sem hommi, sem forsmáður og úthrópaður maður spurði hann sig líka: Ef það að vera heilsteyptur þýðir líka að maður er alltaf að leika hinn réttsýna, hvaða hrylling er þá alltaf verið að breiða yfir? Við sjáum þessa afstöðu hans eiginlega alltaf best í þeim verkum sem hann þýddi á íslensku fremur en í þessum æsingaskrifum í fjölmiðla sem beinlínis er alltaf ætlað að vaða beint inn í umræðuna og gera allt vitlaust með gífuryrðum og djöfulgangi.“

Í sömu frétt sagði ritstjóri DV, Eggert Skúlason, að fáir pistlahöfundar væru jafn áhugaverðir og Guðbergur. Þá var búið að fjarlægja pistilinn af vef DV en Eggert sagði það vera vegna þess að fólk ætti að kaupa blaðið til að lesa pistilinn. „Ég sem ritstjóri DV vil að fólkið kaupi blaðið og lesi það, en ekki efnið sem þar birtist á netinu. Við viljum selja fólki pistilinn hans. Þetta hefur ekkert með innihald eða umræðu að gera.“

„Við viljum selja fólki pistilinn hans“

Eggert sagði að ekki stæði til að reka Guðberg. „Nei, það stendur alls ekki til að reka Guðberg, fáir pistlahöfundar eru eins áhugaverðir í dag og Guðbergur Bergsson og oftar en ekki sem pistlar hans vekja umtal og sitt sýnist hverjum. Guðbergur heldur áfram að skrifa í DV og gerir blaðið okkar betur. Heldur betur.“

Samfélagsbyltingar hjálpuðu

Í samtali við Gísla Martein sagðist Hallgrímur hafa verið lengi að manna sig upp í að skrifa um nauðgunina og opinbera sig svona fyrir alþjóð. Byltingar á samfélagsmiðlum, eins og Beauty tips byltingin, hafi hins vegar hjálpað honum, þar hafi hann séð að þegar fólk stígur fram með svona sögur fær það fyrst og fremst stuðning. „Það hjálpaði mér.“

Í bókinni lýsir hann því þegar hann í sakleysi sínu þáði aukarúm á hótelherbergi ókunnugs fólks þegar hann var á ferðalagi í Flórens á námsárunum. Þegar Hallgrímur hafði lagst til hvílu skreið ókunnugi maðurinn nakinn upp í rúm til hans og braut á honum. Hallgrímur var 22 ára gamall þegar honum var nauðgað, en ofbeldinu fylgdi djúp afneitun. Í samtali við Stundina sagði Hallgrímur að varnarviðbrögð sálarinnar hafi verið að láta eins og ekkert hefði gerst. Hann segist hafa fundið fyrir skömm og reiði.

Nú eru 34 ár síðan þetta gerðist. Í kvöld sagðist hann ekki hafa getað sleppt því að skrifa um þetta atvik, fyrst hann ákvað að skrifa um þetta tímabil í lífi sínu. Um leið hafi hann vitað að hann myndi fá spurninguna, gerðist þetta í alvöru? „Það væri náttúrlega fáránlegt af mér að skálda þetta, því þetta er sjálfsævisaga. Þá verð ég að segja já. Þar með er það komið út og það er gott fyrir mig að vissu leyti því þetta er ósýnilegur bakpoki sem ég er búinn að burðast með í gegnum lífið. Bakpoki sem aðrir kannski sjá, en ég hef ekki séð. Ég legg hann frá mér og tilfinningin er góð.“

Þá sagðist hann vonast til þess að fleiri fylgdu í kjölfarið og opnuðu á ofbeldið sem þeir hafa verið beittir. Hann hafi fengið kveðjur frá mönnum sem hafa lent í því sama. Áður en bókin kom út ræddi hann þetta við nokkra og þá kom á daginn að tveir af þremur höfðu lent í þessu sjálfir.

Á sjálf svona sveskjustein

Með Hallgrími í settinu voru Halldóra Geirharðsdóttir, leikkona, og Margrét Erla Maack, dagskrárgerðarkona. Halldóra tók undir þetta og sagðist eiga svona sveskjustein eins og hann. „Ég fór í sálfræðitíma 25 ára gömul. Það sem ég talaði um við fyrsta sálfræðinginn minn var þetta mál sem ég á frá því að ég er lítil, en hann ýtti því bara til hliðar því hann hafði ekki menntun eða bakland til að hann gæti tekist á við þetta með mér.“

Sem betur fer búi yngri kynslóðir búi við meiri menntun um afleiðingar kynferðisofbeldis og úrvinnslu á því. 

„Það sem ég talaði um við fyrsta sálfræðinginn minn var þetta mál sem ég á frá því að ég er lítil, en hann ýtti því bara til hliðar“

Þá var hún mjög hugsi yfir skrifum Guðbergs og sagðist ekki vita hvað ætti að gera við þessa orðræðu.

„Má kúka svona á matarborðið hjá fólki? Við getum ekki látið eins og það hafi ekki gerst, en einhvern veginn þarf að þrífa eða er það bara svona, eða já, ég veit hreinlega ekki hvað á að gera. Þetta fór inn á svona ofbeldisstað.

Undir hverju höfum við setið fleiru? Er hann bara með efsta stig af obeldi í þessum texta, efsta stig af því sem við höfum verið að leyfa okkru segja og tala á netinu og pakkar þessu svo flott inn því hann er svo intellectual. Við höfum gefið honum svo mörg prik í gegnum tíðina því ég segi að Guðbergur breytti lífi mínu þegar ég las bók eftir hann,“ sagði Halldóra.

Skynjar sjálfshatur

Þá sagðist hún einnig velta því fyrir sér hvaðan þessi skrif spretta. „Maður fer bara að hugleiða í hvaða ofbeldi lenti hann til þess að hann búi yfir svona miklu sjálfshatri. Manneskja sem skrifar svona, hún er fyrst og fremst full af sjálfshatri, manneskja sem umber ekki annarri manneskju að segja söguna sína og tala um einhver tímabil lífsins í mildi, sem ég ímynda mér að þú gerir gagnvart þér. Þú ert að sættast við einhvern kafla í lífi þínu, sagði hún og leit á Hallgrím. „Það segir mér að hann hefur ekki farið mildum höndum um eigið líf. Svona sé ég þetta. Ég held að hann muni aldrei skrifa þessa sögu. Ég skynja bara mikið sjálfshatur.“

Síðan bætti hún því við að það væri engin ástæða til þess umbera svona orðræðu. „Pökkum við ofbeldi inn í fallega orðræðu? Hvað eigum við að vera lengi þarna? Nei, við viljum annað samfélag þar sem við nálgumst hvort annað af mildi og berum virðingu fyrir þeim sköpunarkrafti sem kemur í gegnum hvern og listamann, af því að það er það sem Hallgrímur er. Við verðum að treysta hans innsæi. Þetta er saga sem hann þurfti að segja.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár