Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ræddu pistil Guðbergs: „Við viljum annað samfélag“

Hall­grím­ur Helga­son ræddi pist­il Guð­bergs Bergs­son­ar og um­ræð­una sem fylgdi í kjöl­far­ið í þætti Gísla Marteins í kvöld. „Við vilj­um ann­að sam­fé­lag,“ sagði Hall­dóra Geir­harðs­dótt­ir leik­kona sem sjálf hef­ur þurft að glíma við af­leið­ing­ar at­viks frá því þeg­ar hún var lít­il.

Ræddu pistil Guðbergs: „Við viljum annað samfélag“
Í þætti Gísla Marteins Hallgrímur Helgason rithöfundur og Halldóra Geirharðsdóttir leikkona ræddu umræðuna um kynferðisofbeldi á RÚV í kvöld. Mynd: RÚV

Hallgrími Helgasyni rithöfundi sárnaði umræðan sem fylgdi í kjölfar pistils sem Guðbergur Bergsson skrifaði í DV, þar sem hann hæddist að þeirri játningu Hallgríms að hann hefði orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi sem ungur maður. Hallgrímur skrifaði um ofbeldið í nýrri bók, Sjóveikur í München, þar sem hann gerir upp einn vetur í lífi sínu. Hann ræddi þetta síðan í viðtali við Fréttatímann, þar sem hann sagði að ofbeldið hefði verið eins og sveskjusteinn í sálinni, og Stundina um síðustu helgi. Pistill Guðbergs birtist síðan í vikunni undir heitinu Er sjálfsvirðingin komin í jólasölukösina? 

„Þetta var svo skrýtið,“ sagði Hallgrímur þar sem hann var gestur í þættinum Vikan með Gísla Marteini fyrr í kvöld. „Ég var svolítið sár yfir viðbrögðum annarra í framhaldinu, einhver umræða á Facebook sem ég sá allt of mikið af og menn voru að skrifa jafnvel á minn eigin vegg einhverjar útskýringar út frá bókmenntafræðilegum og fagurfræðilegum forsendum þá verðum við að skilja þennan texta öðruvísi.“

Gísli Marteinn benti þá á að Hallgrímur skrifar fallega um Guðberg í bókinni, og Hallgrímur svaraði því til að hann hefði einnig gert það í síðustu bók sinni. „Ég ætti kannski að fara að gera eitthvað annað í næstu bók. Þetta virkar allavega ekki.“

Umdeildur pistill 

Á meðal þess sem Guðbergur skrifaði var: „Nú kemur hver stórfréttin á fætur annarri í jólabókaflóðinu: Hallgrími Helgasyni rithöfundi kvað hafa verið nauðgað, í nýrri bók, með þeim afleiðingum að við samningu hennar hafi einskonar sveskjusteinn (kannski í líkingu við steinbarn Laxness?) gengið niður af honum úr sálinni eða földu móðurlífi í einskonar hommaskáp í skrokknum.“

„Honum yrði tekið opnum örmum í Konukoti“

Þá segir hann Hallgrím enga ljósmyndafælu heldur það sem í útlöndum sé kallað myndatottara, „svo þjóðin hefur drukkið í sig útlit hans. Þess vegna sagði kvikindi: Hvaða kynvillingur hefur haft svona slæman smekk? Hefði ekki verið eins gott að fara upp á marglyttu og að fást við saklausa þjóhnappa hans? Líklega mun hið sanna seint koma í ljós. Til þess þyrfti skáldið, að eigin sögn, að skrifa þúsund blaðsíðna bók með brennandi efni við 1000 gráðu skapandi hita. En þjóðin með sína heimsfrægu samúð spyr: Hví kærir maðurinn þetta ekki? Það er ekki of seint. Honum yrði tekið opnum örmum í Konukoti þar sem hann gæti „unnið í sjálfum sér“ eins og margir og margar til að endurfæðast síðan með „miklum létti“.“

Pistillinn fjarlægður af netinu

Pistillinn var vægast sagt umdeildur en fjallað var um hann á ýmsum miðlum, meðal annars á Stundinni. Á Vísi var umræðunni lýst með þessum hætti: „Fjölmargir áttu vart orð í eigu sinni af hneykslan einskærri í gær. En, tókst þrátt fyrir andköf að koma reiði sinni og vandlætingu á framfæri.“ 

Í frétt Vísis voru dæmi tekin um ummæli sem höfðu verið látin falla um pistil Guðbergs. Meðal annars var vitnað var í orð Kristjáns B. Jónassonar sem sagði á Facebook:„Og sem hommi, sem forsmáður og úthrópaður maður spurði hann sig líka: Ef það að vera heilsteyptur þýðir líka að maður er alltaf að leika hinn réttsýna, hvaða hrylling er þá alltaf verið að breiða yfir? Við sjáum þessa afstöðu hans eiginlega alltaf best í þeim verkum sem hann þýddi á íslensku fremur en í þessum æsingaskrifum í fjölmiðla sem beinlínis er alltaf ætlað að vaða beint inn í umræðuna og gera allt vitlaust með gífuryrðum og djöfulgangi.“

Í sömu frétt sagði ritstjóri DV, Eggert Skúlason, að fáir pistlahöfundar væru jafn áhugaverðir og Guðbergur. Þá var búið að fjarlægja pistilinn af vef DV en Eggert sagði það vera vegna þess að fólk ætti að kaupa blaðið til að lesa pistilinn. „Ég sem ritstjóri DV vil að fólkið kaupi blaðið og lesi það, en ekki efnið sem þar birtist á netinu. Við viljum selja fólki pistilinn hans. Þetta hefur ekkert með innihald eða umræðu að gera.“

„Við viljum selja fólki pistilinn hans“

Eggert sagði að ekki stæði til að reka Guðberg. „Nei, það stendur alls ekki til að reka Guðberg, fáir pistlahöfundar eru eins áhugaverðir í dag og Guðbergur Bergsson og oftar en ekki sem pistlar hans vekja umtal og sitt sýnist hverjum. Guðbergur heldur áfram að skrifa í DV og gerir blaðið okkar betur. Heldur betur.“

Samfélagsbyltingar hjálpuðu

Í samtali við Gísla Martein sagðist Hallgrímur hafa verið lengi að manna sig upp í að skrifa um nauðgunina og opinbera sig svona fyrir alþjóð. Byltingar á samfélagsmiðlum, eins og Beauty tips byltingin, hafi hins vegar hjálpað honum, þar hafi hann séð að þegar fólk stígur fram með svona sögur fær það fyrst og fremst stuðning. „Það hjálpaði mér.“

Í bókinni lýsir hann því þegar hann í sakleysi sínu þáði aukarúm á hótelherbergi ókunnugs fólks þegar hann var á ferðalagi í Flórens á námsárunum. Þegar Hallgrímur hafði lagst til hvílu skreið ókunnugi maðurinn nakinn upp í rúm til hans og braut á honum. Hallgrímur var 22 ára gamall þegar honum var nauðgað, en ofbeldinu fylgdi djúp afneitun. Í samtali við Stundina sagði Hallgrímur að varnarviðbrögð sálarinnar hafi verið að láta eins og ekkert hefði gerst. Hann segist hafa fundið fyrir skömm og reiði.

Nú eru 34 ár síðan þetta gerðist. Í kvöld sagðist hann ekki hafa getað sleppt því að skrifa um þetta atvik, fyrst hann ákvað að skrifa um þetta tímabil í lífi sínu. Um leið hafi hann vitað að hann myndi fá spurninguna, gerðist þetta í alvöru? „Það væri náttúrlega fáránlegt af mér að skálda þetta, því þetta er sjálfsævisaga. Þá verð ég að segja já. Þar með er það komið út og það er gott fyrir mig að vissu leyti því þetta er ósýnilegur bakpoki sem ég er búinn að burðast með í gegnum lífið. Bakpoki sem aðrir kannski sjá, en ég hef ekki séð. Ég legg hann frá mér og tilfinningin er góð.“

Þá sagðist hann vonast til þess að fleiri fylgdu í kjölfarið og opnuðu á ofbeldið sem þeir hafa verið beittir. Hann hafi fengið kveðjur frá mönnum sem hafa lent í því sama. Áður en bókin kom út ræddi hann þetta við nokkra og þá kom á daginn að tveir af þremur höfðu lent í þessu sjálfir.

Á sjálf svona sveskjustein

Með Hallgrími í settinu voru Halldóra Geirharðsdóttir, leikkona, og Margrét Erla Maack, dagskrárgerðarkona. Halldóra tók undir þetta og sagðist eiga svona sveskjustein eins og hann. „Ég fór í sálfræðitíma 25 ára gömul. Það sem ég talaði um við fyrsta sálfræðinginn minn var þetta mál sem ég á frá því að ég er lítil, en hann ýtti því bara til hliðar því hann hafði ekki menntun eða bakland til að hann gæti tekist á við þetta með mér.“

Sem betur fer búi yngri kynslóðir búi við meiri menntun um afleiðingar kynferðisofbeldis og úrvinnslu á því. 

„Það sem ég talaði um við fyrsta sálfræðinginn minn var þetta mál sem ég á frá því að ég er lítil, en hann ýtti því bara til hliðar“

Þá var hún mjög hugsi yfir skrifum Guðbergs og sagðist ekki vita hvað ætti að gera við þessa orðræðu.

„Má kúka svona á matarborðið hjá fólki? Við getum ekki látið eins og það hafi ekki gerst, en einhvern veginn þarf að þrífa eða er það bara svona, eða já, ég veit hreinlega ekki hvað á að gera. Þetta fór inn á svona ofbeldisstað.

Undir hverju höfum við setið fleiru? Er hann bara með efsta stig af obeldi í þessum texta, efsta stig af því sem við höfum verið að leyfa okkru segja og tala á netinu og pakkar þessu svo flott inn því hann er svo intellectual. Við höfum gefið honum svo mörg prik í gegnum tíðina því ég segi að Guðbergur breytti lífi mínu þegar ég las bók eftir hann,“ sagði Halldóra.

Skynjar sjálfshatur

Þá sagðist hún einnig velta því fyrir sér hvaðan þessi skrif spretta. „Maður fer bara að hugleiða í hvaða ofbeldi lenti hann til þess að hann búi yfir svona miklu sjálfshatri. Manneskja sem skrifar svona, hún er fyrst og fremst full af sjálfshatri, manneskja sem umber ekki annarri manneskju að segja söguna sína og tala um einhver tímabil lífsins í mildi, sem ég ímynda mér að þú gerir gagnvart þér. Þú ert að sættast við einhvern kafla í lífi þínu, sagði hún og leit á Hallgrím. „Það segir mér að hann hefur ekki farið mildum höndum um eigið líf. Svona sé ég þetta. Ég held að hann muni aldrei skrifa þessa sögu. Ég skynja bara mikið sjálfshatur.“

Síðan bætti hún því við að það væri engin ástæða til þess umbera svona orðræðu. „Pökkum við ofbeldi inn í fallega orðræðu? Hvað eigum við að vera lengi þarna? Nei, við viljum annað samfélag þar sem við nálgumst hvort annað af mildi og berum virðingu fyrir þeim sköpunarkrafti sem kemur í gegnum hvern og listamann, af því að það er það sem Hallgrímur er. Við verðum að treysta hans innsæi. Þetta er saga sem hann þurfti að segja.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár