Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Söfnuðu yfir milljón fyrir björgunarsveitirnar og lögregluna í nafni Birnu

Skipu­leggj­end­ur söfn­un­ar Góðu syst­ur ákváðu að verða við ósk móð­ur Birnu um að styrkja tækja­kaup lög­regl­unn­ar og björg­un­ar­sveit­anna.

Söfnuðu yfir milljón fyrir björgunarsveitirnar og lögregluna í nafni Birnu
Björgunarsveitarfólk Vinnur í sjálfboðavinnu til að bjarga öðrum. Mynd: Landsbjörg

Mánaðarlega stendur hópur af konum fyrir góðgerðarsöfnun í gegnum Facebook-hópinn Góða systir. Þennan mánuðinn er söfnunin í nafni Birnu Brjánsdóttur og mun ágóðinn skiptast milli björgunarsveitanna og lögreglunnar.

„Með hverjum mánuðinum safnast hærri upphæð en þetta er í fyrsta skipti sem við höfum komist upp í eina milljón króna,“ segir Anna Svava Knútsdóttir, einn skipuleggjandi söfnunarinnar, í samtali við Stundina. „Í 90% tilfella eru það konur sem styrkja söfnunina og það er alveg ótrúlegt hvað margt smátt getur gefið stórt,“ segir Anna Svava.

„Einu sinni í mánuði veljum við málefni úr þeim fjölda fyrirspurna sem berast okkur á Góða systir e-mailið, godasystir@gmail.com. Markmið með söfnununum hefur alltaf verið að styrkja einstaklinga því okkur finnst alltaf verið að safna fyrir góðgerðarfélög eins og Rauða Krossinn eða Unicef. Fyrsta söfnunin var fyrir Anju Mist sem fæddist á viku 25, síðan höfum við til dæmis styrkt öryrkjakonu sem átti ekki fyrir leigu og alls konar fólk sem er að ganga í gegnum erfiða tíma og hefur ekki sterkt bakland,“ útskýrir Anna Svava. Þennan mánuðinn var þó ákveðið að verða við ósk móður Birnu um að styrkja tækjakaup lögreglunnar og björgunarsveitirnar.

Safna í krafti fjöldans

Anna Svava segir verkefnið hafa byrjað þegar vinnufélagi hennar Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir sagði: „Vá hvað eru margir í þessari grúppu, ef allir myndu leggja 100 kr. á mánuði gæti safnast ótrúlega mikill peningur.“

Flestar sem styrkja söfnunina leggja inn mánaðarlegar greiðslur frá 100 kr. upp í 500 kr. og með hverjum mánuðinum bætast við einstaklingar sem styrkja. Anna Svava segir takmarkið vera að safna í krafti fjöldans þar sem styrktaraðilar finna ekki endilega fyrir greiðslunum.

„Við höfum fengið einstaklega mikil viðbrögð þennan mánuðinn. Fyrir utan framlög frá einstaklingum höfðu þau Hera Hilmarsdóttir og Þorvaldur Davíð samband við okkur og vildu gefa allan ágóðann af einni sýningu sem þau voru með í Iðnú, sýningunni Andaðu. Sú upphæð mun svo bætast við það sem þegar er komið,“ segir Anna Svava.

„Við sem stöndum að söfnuninni erum hópur af konum sem þekkjumst ekki neitt “

„Við, sem stöndum að söfnuninni, erum hópur af konum sem þekkjumst ekki neitt og höfum því engra hagsmuna að gæta. Við komumst upphaflega í samband á Facebook hópnum Góða systir og höfum bara samskipti í gegnum netið,“ segir Anna Svava og bætir við, „kannski munum við hittast einn daginn og fara á kaffihús.“

Hægt er að styrkja söfnuninina með því að leggja inn á reikning félagsins eða greiða með Kass.

Reikningsupplýsingar: 0513-14-405972 kt. 580116-1590

Til að greiða með Kass: godasystir

IBAN: IS090513144059725801161590

Swift: GLITISRE

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár