Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Söfnuðu yfir milljón fyrir björgunarsveitirnar og lögregluna í nafni Birnu

Skipu­leggj­end­ur söfn­un­ar Góðu syst­ur ákváðu að verða við ósk móð­ur Birnu um að styrkja tækja­kaup lög­regl­unn­ar og björg­un­ar­sveit­anna.

Söfnuðu yfir milljón fyrir björgunarsveitirnar og lögregluna í nafni Birnu
Björgunarsveitarfólk Vinnur í sjálfboðavinnu til að bjarga öðrum. Mynd: Landsbjörg

Mánaðarlega stendur hópur af konum fyrir góðgerðarsöfnun í gegnum Facebook-hópinn Góða systir. Þennan mánuðinn er söfnunin í nafni Birnu Brjánsdóttur og mun ágóðinn skiptast milli björgunarsveitanna og lögreglunnar.

„Með hverjum mánuðinum safnast hærri upphæð en þetta er í fyrsta skipti sem við höfum komist upp í eina milljón króna,“ segir Anna Svava Knútsdóttir, einn skipuleggjandi söfnunarinnar, í samtali við Stundina. „Í 90% tilfella eru það konur sem styrkja söfnunina og það er alveg ótrúlegt hvað margt smátt getur gefið stórt,“ segir Anna Svava.

„Einu sinni í mánuði veljum við málefni úr þeim fjölda fyrirspurna sem berast okkur á Góða systir e-mailið, godasystir@gmail.com. Markmið með söfnununum hefur alltaf verið að styrkja einstaklinga því okkur finnst alltaf verið að safna fyrir góðgerðarfélög eins og Rauða Krossinn eða Unicef. Fyrsta söfnunin var fyrir Anju Mist sem fæddist á viku 25, síðan höfum við til dæmis styrkt öryrkjakonu sem átti ekki fyrir leigu og alls konar fólk sem er að ganga í gegnum erfiða tíma og hefur ekki sterkt bakland,“ útskýrir Anna Svava. Þennan mánuðinn var þó ákveðið að verða við ósk móður Birnu um að styrkja tækjakaup lögreglunnar og björgunarsveitirnar.

Safna í krafti fjöldans

Anna Svava segir verkefnið hafa byrjað þegar vinnufélagi hennar Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir sagði: „Vá hvað eru margir í þessari grúppu, ef allir myndu leggja 100 kr. á mánuði gæti safnast ótrúlega mikill peningur.“

Flestar sem styrkja söfnunina leggja inn mánaðarlegar greiðslur frá 100 kr. upp í 500 kr. og með hverjum mánuðinum bætast við einstaklingar sem styrkja. Anna Svava segir takmarkið vera að safna í krafti fjöldans þar sem styrktaraðilar finna ekki endilega fyrir greiðslunum.

„Við höfum fengið einstaklega mikil viðbrögð þennan mánuðinn. Fyrir utan framlög frá einstaklingum höfðu þau Hera Hilmarsdóttir og Þorvaldur Davíð samband við okkur og vildu gefa allan ágóðann af einni sýningu sem þau voru með í Iðnú, sýningunni Andaðu. Sú upphæð mun svo bætast við það sem þegar er komið,“ segir Anna Svava.

„Við sem stöndum að söfnuninni erum hópur af konum sem þekkjumst ekki neitt “

„Við, sem stöndum að söfnuninni, erum hópur af konum sem þekkjumst ekki neitt og höfum því engra hagsmuna að gæta. Við komumst upphaflega í samband á Facebook hópnum Góða systir og höfum bara samskipti í gegnum netið,“ segir Anna Svava og bætir við, „kannski munum við hittast einn daginn og fara á kaffihús.“

Hægt er að styrkja söfnuninina með því að leggja inn á reikning félagsins eða greiða með Kass.

Reikningsupplýsingar: 0513-14-405972 kt. 580116-1590

Til að greiða með Kass: godasystir

IBAN: IS090513144059725801161590

Swift: GLITISRE

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár